Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Síðustu dagar loftárása

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son skaut á RÚV og flúði frétta­menn und­ir lok fer­ils síns sem for­sæt­is­ráð­herra.

11. mars - Viðtalið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, byrjaði föstudaginn 11. mars á viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni þar sem Sigmundur Davíð ræddi fyrst og fremst um málefni tryggingarfélaganna, sem þá fóru hátt í samfélaginu. Hann var léttur í bragði og brá á leik með þáttastjórnendum, grunlaus um það sem dagurinn ætti eftir að bera í skaut með sér.

Síðar sama dag tók Sven Bergman, fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, viðtal við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Eins og heimsfrægt er orðið var Sigmundur þar í fyrsta skipti spurður um félagið Wintris. Hann brást illa við, neitaði að svara spurningum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og gekk út úr viðtalinu. 

Stuttu síðar fór Sigmundur Davíð í viðtal hjá Stöð 2 vegna hugmynda hans um að nýr Landspítali yrði reistur á Vífilsstöðum í Garðabæ, en rétt fyrir klukkan tvö hafði hann birt færslu á bloggsíðu um nýjan spítala á Vífilsstöðum. Una Sighvatsdóttir, fréttakona á Stöð 2, sagði frá upplifun sinni á Facebook-síðu sinni eftir að fréttaskýringaþáttur Kastljóss og Reykjavík Media var sýndur. „Síðdegis þann 11. mars hitti ég Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum vegna viðtals um staðsetningu nýs landspítala vid Vífilsstaði (man einhver eftir því máli núna?) Það lá ekki vel á forsætisráðherra þennan dag og við tökumaðurinn ræddum sérstaklega eftir á hvað hann var áberandi órólegur. Ég skil það betur núna, þegar komið er í ljós að stuttu áður sama dag hafði hann gengið út úr viðtali við Sven Bergman í þessu sama herbergi.“

15. mars - Facebook-færsla Önnu Sigurlaugar

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um vaxandi ágreining milli stjórnarflokkanna í fjölmörgum málum og voru þar sérstaklega nefnd húsnæðismálin, afnám verðtryggingar, gjaldtaka á ferðamannastöðum, sala á Landsbankanum, búvörusamningurinn og uppbygging Landspítala við Hringbraut.    

Almenningur heyrði síðan í fyrsta skipti af félaginu Wintris í Facebook-færslu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs, að kvöldi þriðjudagsins 15. mars. Hvergi var minnst á viðtalið sem tekið var við Sigmund fjórum dögum áður og því tilefni færslunnar óljóst. Í færslunni sagðist Anna Sigurlaug eiga erlent félag 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár