Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ragnar ætlar að beita sér í stjórnarskrármálinu

Ólaf­ur Ragn­ar tel­ur gild­andi stjórn­ar­skrá hafa reynst vel eft­ir hrun og seg­ist hafa ým­is­legt „per­sónu­lega“ fram að færa í um­ræð­um um stjórn­ar­skrána. Full­yrt er að hann sé full­trúi „gamla Ís­lands“ og að stjórn­ar­skránni verði „ekki breytt á hans vakt“.

Ólafur Ragnar ætlar að beita sér í stjórnarskrármálinu

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem tilkynnti í dag að hann hygðist sækjast eftir áframhaldandi setu á forsetastóli, ætlar að beita sér og taka áfram þátt í umræðum um stjórnarskrármálið og mögulegar stjórnlagabreytingar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta á Bessastöðum í dag og sagðist hann hafa ýmislegt „persónulega“ fram að færa í stjórnarskrármálinu. 

„Í minni forsetatíð hef ég tekið þátt í umræðu um stjórnarskrána,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti því við að stjórnarskrármálið væri persónulegt áhugamál sitt. Sem kunnugt er gegndi hann um árabil stöðu prófessors í stjórnmálafræði við háskólann. 

„Ég kenndi þessi fræði við Háskóla Íslands árum saman, og lagði mikla vinnu í rannsóknir og kennslu í þeim efnum, þannig ef ég má segja það sjálfur þá held ég að ég hafi líka persónulega svona ýmislegt fram að færa ásamt auðvitað ýmsum öðrum fræðimönnum í landinu í þessari umræðu til viðbótar við reynslu forsetans,“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár