Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér

„Víst get­ur fatl­að­ur mað­ur ver­ið formað­ur stjórn­mála­flokks,“ skrif­ar Helgi Hjörv­ar, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­manns­fram­bjóð­andi.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér
Pressphotos.biz / Geiri Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, formannsframbjóðandi í Samfylkingunni og þingmaður til margra ára, segist í fyrsta sinn á 20 ára stjórnmálaferli finna fyrir fordómum vegna sjónleysis. Helgi fjallar um málið í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Víst getur fatlaður maður verið formaður stjórnmálaflokks“. 

Helgi segir að sem borgarfulltrúi og þingmaður hafi hann aldrei orðið var við fordóma og heldur talið skortinn á sjóninni styrkja sig fremur en hitt.

„Að vísu nota keppinautar sjónina eins og annað til að draga úr trúverðugleika með ummælum eins og: „Hann sér nú meira en hann vill vera láta,“ o.s.frv. En það er bara venjuleg illmælgi sem stjórnmálamenn þurfa að þola og myndi bara beinast að einhverju öðru ef ekki væri sjónmissirinn,“ skrifar Helgi og bætir við:

„En núna mæti ég semsagt í fyrsta sinn viðhorfum um að ég geti ekki ráðið við það verkefni að vera formaður Samfylkingarinnar vegna fötlunar minnar. Einn skrifar um þetta á opinberu fésbókarsíðunni minni, ég hef fengið tölvupóst með efasemdum um getu mína til formennsku að þessu leyti og ýmsar athugasemdir í símtölum og samtölum, fyrir nú utan það sem fólk ræðir þar sem ég heyri ekki til. Mér hefur alltaf reynst best að tala opinskátt og hispurslaust um fötlun mína og vil nota þetta tækifæri til að ræða þessar efasemdir og fordóma.“

Hann bendir á að fólk með fötlun hafi starfað í sveitarstjórnum og á þingi í vaxandi mæli og flestir telji fatlaða eiga erindi þangað. „En kannski það sé ekki jafn sjálfsagt að við eigum heima í fremstu forystu, svo sem ráðherraembætti eða flokksformennsku. Að minnsta kosti verð ég fyrst var svona efasemda nú þegar málið snýst um flokksformennsku. Mér vitanlega hafa raunar aldrei verið kjörnir á Íslandi flokksformenn eða ráðherrar úr röðum fatlaðra, þó Magnús Kjartansson heitinn hafi orðið fatlaður í embætti. Mér gæti hafa yfirsést einhver eða einhverjir fatlaðir sem kjörnir hafa verið í slíkar stöður en það er a.m.k. afar fátítt þó öryrkjar séu nokkuð stór hluti landsmanna. Kannski er það svo að sumum finnist við ágæt með en bara ekki í æðstu forystu.“

Hann segir sumt af þessu aðeins vera andstyggilega fordóma sem ekkert sé hægt að gera við. „Öll þurfum við að fást við einhverja erfiðleika og ég þarf ekki að kvarta yfir hlutskipti mínu en fáfræði og fordóma þarf að ræða enda stafa sumar efasemdanna af skorti á reynslu og þekkingu. Fólk spyr sig spurninga eins og hvort formaður þurfi ekki að geta lesið prentað mál, hvort hann geti nokkuð haft þá yfirsýn sem þarf, áttað sig nægilega fljótt á málum til að hafa forystu fyrir okkur o.s.fr.“

Þá bendir hann á að alblindir menn hafa t.d. verið ráðherrar félagsmála í Svíþjóð og innanríkismála í Bretlandi. „Fötlunin á því ekki að koma í veg fyrir að menn ráði við slík verkefni. Þegar ég var formaður þingflokks sósíaldemókrata í Norðurlandaráði sögðu sænskir kollegar mínir mér frá því að Bengt Lindqvist, blindi félagsmálaráðherrann, hefði verið sá sem kenndi þeim að rata um það mikla völundarhús sem sænska þingið er. Því hann hafði auðvitað lagt húsaskipan betur á minnnið en nokkur annar. Og David Blunkett var ekki bara öflugur ráðherra heldur tókst líka að eiga ekta breskt hneykslismál eins og ófatlaður væri.“

Helgi segist telja að hann geti ekki síður en aðrir gegnt æðstu trúnaðarstörfum, en viðurkennir að hann lesi ekki með sama hætti og aðrir og verði að reiða sig á endursögn annarra um margt.

„Ég á erfitt með að vera virkur á fésbók, ræð illa við spjall þar eða að fylgjast með vinum mínum einsog ég vildi. Það getur líka verið óheppilegt fyrir stjórnmálamann að sjá ekki kjósendur, virða þá ekki viðlits, standa einn úti í horni af því að maður sér engan sem maður þekkir o.s.frv. Auðvitað eru þessir gallar og margir fleiri á því að hafa sjónlausan mann í pólitík en mér hafa alltaf þótt þeir léttvægir hjá kostunum. Því kostirnir eru m.a. þeir að maður býr að lífsreynslu, hefur reynt það hvað samfélag, samhjálp og velferð skiptir miklu, þekkir þá skipulögðu fátækt sem öryrkjum er búin í tekjutengingarskóginum og auðvitað mörgum fleiri hópum. Það sem aðrir sjá man ég oft líka betur en þeir.“ 

Að lokum skrifar hann: „Ég fullvissa samfylkingarfólk um að verði ég fyrsti fatlaði maðurinn til að leiða stjórnmálaflokk á Íslandi þá verður ekki við sjónina að sakast ef ég veld því ekki, heldur einhvern af öllum hinum göllunum sem er að finna í genasafni mínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár