Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér

„Víst get­ur fatl­að­ur mað­ur ver­ið formað­ur stjórn­mála­flokks,“ skrif­ar Helgi Hjörv­ar, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­manns­fram­bjóð­andi.

Segir pólitíska andstæðinga hafa notað fötlunina gegn sér
Pressphotos.biz / Geiri Mynd: Pressphotos/Geirix

Helgi Hjörvar, formannsframbjóðandi í Samfylkingunni og þingmaður til margra ára, segist í fyrsta sinn á 20 ára stjórnmálaferli finna fyrir fordómum vegna sjónleysis. Helgi fjallar um málið í einlægri færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Víst getur fatlaður maður verið formaður stjórnmálaflokks“. 

Helgi segir að sem borgarfulltrúi og þingmaður hafi hann aldrei orðið var við fordóma og heldur talið skortinn á sjóninni styrkja sig fremur en hitt.

„Að vísu nota keppinautar sjónina eins og annað til að draga úr trúverðugleika með ummælum eins og: „Hann sér nú meira en hann vill vera láta,“ o.s.frv. En það er bara venjuleg illmælgi sem stjórnmálamenn þurfa að þola og myndi bara beinast að einhverju öðru ef ekki væri sjónmissirinn,“ skrifar Helgi og bætir við:

„En núna mæti ég semsagt í fyrsta sinn viðhorfum um að ég geti ekki ráðið við það verkefni að vera formaður Samfylkingarinnar vegna fötlunar minnar. Einn skrifar um þetta á opinberu fésbókarsíðunni minni, ég hef fengið tölvupóst með efasemdum um getu mína til formennsku að þessu leyti og ýmsar athugasemdir í símtölum og samtölum, fyrir nú utan það sem fólk ræðir þar sem ég heyri ekki til. Mér hefur alltaf reynst best að tala opinskátt og hispurslaust um fötlun mína og vil nota þetta tækifæri til að ræða þessar efasemdir og fordóma.“

Hann bendir á að fólk með fötlun hafi starfað í sveitarstjórnum og á þingi í vaxandi mæli og flestir telji fatlaða eiga erindi þangað. „En kannski það sé ekki jafn sjálfsagt að við eigum heima í fremstu forystu, svo sem ráðherraembætti eða flokksformennsku. Að minnsta kosti verð ég fyrst var svona efasemda nú þegar málið snýst um flokksformennsku. Mér vitanlega hafa raunar aldrei verið kjörnir á Íslandi flokksformenn eða ráðherrar úr röðum fatlaðra, þó Magnús Kjartansson heitinn hafi orðið fatlaður í embætti. Mér gæti hafa yfirsést einhver eða einhverjir fatlaðir sem kjörnir hafa verið í slíkar stöður en það er a.m.k. afar fátítt þó öryrkjar séu nokkuð stór hluti landsmanna. Kannski er það svo að sumum finnist við ágæt með en bara ekki í æðstu forystu.“

Hann segir sumt af þessu aðeins vera andstyggilega fordóma sem ekkert sé hægt að gera við. „Öll þurfum við að fást við einhverja erfiðleika og ég þarf ekki að kvarta yfir hlutskipti mínu en fáfræði og fordóma þarf að ræða enda stafa sumar efasemdanna af skorti á reynslu og þekkingu. Fólk spyr sig spurninga eins og hvort formaður þurfi ekki að geta lesið prentað mál, hvort hann geti nokkuð haft þá yfirsýn sem þarf, áttað sig nægilega fljótt á málum til að hafa forystu fyrir okkur o.s.fr.“

Þá bendir hann á að alblindir menn hafa t.d. verið ráðherrar félagsmála í Svíþjóð og innanríkismála í Bretlandi. „Fötlunin á því ekki að koma í veg fyrir að menn ráði við slík verkefni. Þegar ég var formaður þingflokks sósíaldemókrata í Norðurlandaráði sögðu sænskir kollegar mínir mér frá því að Bengt Lindqvist, blindi félagsmálaráðherrann, hefði verið sá sem kenndi þeim að rata um það mikla völundarhús sem sænska þingið er. Því hann hafði auðvitað lagt húsaskipan betur á minnnið en nokkur annar. Og David Blunkett var ekki bara öflugur ráðherra heldur tókst líka að eiga ekta breskt hneykslismál eins og ófatlaður væri.“

Helgi segist telja að hann geti ekki síður en aðrir gegnt æðstu trúnaðarstörfum, en viðurkennir að hann lesi ekki með sama hætti og aðrir og verði að reiða sig á endursögn annarra um margt.

„Ég á erfitt með að vera virkur á fésbók, ræð illa við spjall þar eða að fylgjast með vinum mínum einsog ég vildi. Það getur líka verið óheppilegt fyrir stjórnmálamann að sjá ekki kjósendur, virða þá ekki viðlits, standa einn úti í horni af því að maður sér engan sem maður þekkir o.s.frv. Auðvitað eru þessir gallar og margir fleiri á því að hafa sjónlausan mann í pólitík en mér hafa alltaf þótt þeir léttvægir hjá kostunum. Því kostirnir eru m.a. þeir að maður býr að lífsreynslu, hefur reynt það hvað samfélag, samhjálp og velferð skiptir miklu, þekkir þá skipulögðu fátækt sem öryrkjum er búin í tekjutengingarskóginum og auðvitað mörgum fleiri hópum. Það sem aðrir sjá man ég oft líka betur en þeir.“ 

Að lokum skrifar hann: „Ég fullvissa samfylkingarfólk um að verði ég fyrsti fatlaði maðurinn til að leiða stjórnmálaflokk á Íslandi þá verður ekki við sjónina að sakast ef ég veld því ekki, heldur einhvern af öllum hinum göllunum sem er að finna í genasafni mínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu