Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sonur Sævars segir yfirmann hjá lögreglu taka upp hanskann fyrir pyntara

„Ég ætl­aði ekki að trúa mín­um eig­in eyr­um þeg­ar ég heyrði þetta í út­varp­inu. Hér er­um við að tala um mann sem starfar sem að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri, þetta er valda­mik­ill emb­ætt­is­mað­ur hjá lög­regl­unni og hann víl­ar ekki fyr­ir sér að vitna í og taka menn trú­an­lega sem pynt­uðu ung­menni,“ seg­ir Haf­þór Sæv­ars­son, son­ur Sæv­ars Ciesi­elski í sam­tali við Stund­ina og bregst þar við orð­um Harð­ar Jó­hann­es­son­ar að­stoð­ar­lög­reglu­stjóra.

Sonur Sævars segir yfirmann hjá lögreglu taka upp hanskann fyrir pyntara

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri, tók upp hanskann fyrir lögreglumennina sem rannsökuðu Guðmundar- og Geirfinnsmál á áttunda áratugnum í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. „Ég er ekki tilbúinn að hlusta á seinni tíma kenningar um að þetta hafi allt saman verið unnið með handarbökunum og illa gert,“ sagði hann og bætti því við að sjálfur hefði hann „svona prívat og persónulega“ litið á sig sem talsmann þeirra sem rannsökuðu málið á sínum tíma.

Samkvæmt skýrslu sem starfshópur innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál skilaði árið 2013 er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir sakborninganna voru óáreiðanlegir, einkum í ljósi ómannúðlegrar meðferðar og harðræðis sem þeir urðu fyrir af hendi rannsakenda. Þetta er staðhæft með afdráttarlausum hætti og ítarlega rökstutt á grundvelli sálfræðimats sem einn virtasti réttarsálfræðingur heims annaðist. 

Í viðtalinu á Rás 2 sagði Hörður Jóhannesson meðal annars: „Ég bý svo vel að hafa – ég var nú reyndar ekki byrjaður í lögreglunni þegar þetta gerðist, þessir atburðir – en ég vann síðar hjá rannsóknarlögreglunni með stórum hópi þessara manna sem kom að þessu og af minni eðlislægu forvitni spurði ég þá töluvert mikið og kynnti mér þetta vel, dómana og allt þetta. Þannig að ég svona hef leyft mér að standa með opinberu útgáfunni af sögunni, þ.e.a.s. að þeir sem að voru ákærðir og sættu dómi í málinu, þeir hafi verið viðriðnir málið með einum eða öðrum hætti. Ég hef gert það með sjálfum mér, svona prívat og persónulega. Það geri ég vegna þess að ég veit og þekki til hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta þróaðist og ég þekki umhverfið, þekki skipulagið og margir þeir kollegar mínir sem þekkja það að sjálfsögðu á sama hátt og ég, þeir eru svo sem ekkert frá því að þetta sé svona. Og síðast en ekki síst, þá hef ég rætt við menn sem komu að þessari rannsókn.“ 

Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski sem hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu, segir í samtali við Stundina að honum blöskri málflutningur Harðar. „Þetta er nú með því vandræðalegra sem ég hef heyrt. Maðurinn apar einhverjar sögusagnir upp eftir kollegum sínum sem sjálfir rannsökuðu málið á sínum tíma og geta seint talist hlutlausir. Það sem er kannski fréttnæmast í málflutningi Harðar Jóhannessonar er meðvirknin, meðvirkni embættismanns sem afneitar sannleikanum en tekur meingallaðan málatilbúnað pyntara trúanlegan,“ segir Hafþór. 

Eins og frægt er orðið hélt faðir Hafþórs því fram allt til dauðadags að hann hefði verið þvingaður til játninga með pyntingum og ómannúðlegum aðferðum. Hann barðist árum saman fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, en Hæstiréttur hafnaði slíkri beiðni í tvígang. Nú er málið til meðferðar hjá endurupptökunefnd og hefur settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, talað fyrir endurupptöku í málum Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Alberts Klahn Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar.

Sakborningar beittir harðræði 

Að því er fram kemur í skýrslunni sem starfshópur innanríkisráðuneytisins skilaði árið 2013 sætti Sævar Ciesielski gæslu­v­arðhaldi í 1533 daga, þar af 615 daga í ein­angr­un í Síðumúlafang­elsi og var yfirheyrður í samtals 320 klukkustundir. 

Starfshópur innanríkisráðuneytisins kynnti skýrslu sína um Guðmundar- og Geirfinnsmál árið 2013.

Í skýrslunni segir meðal annars:

Fyrrverandi fangaverðir staðfestu illa meðferð á honum í viðtölum við starfshópinn. Einn þessara fangavarða bar að rætt hefði verið um að nota veikleika Sævars til að brjóta hann niður í þeim tilgangi að fá fram játningu. Alþekkt er að aðferðirnar sem Sævar lýsti og fangaverðir staðfestu, s.s. dýfa höfði hans í kalt vatn, vitandi að hann var vatnshræddur, og halda vöku fyrir honum í langan tíma, eru til þess fallnar að brjóta fanga niður og fá þá til að játa.

Þar er jafnframt vitnað í skriflega staðfestingu landlæknis á því að lyfjagjöfin, sem sakborningar fengu í einangrunarvistinni samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, hafi verið ótæpileg:

Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum. 

Samkvæmt ítarlegu sálfræðimati þeirra Gísla H. Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar sem fjallað er um í 19. kafla skýrslunnar er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Sævars og hinna sakborninganna, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, voru óáreiðanlegir. Í lok kaflans er að finna stutta samantekt á ástæðum þess, tíu samverkandi þáttum sem flestir eru til marks um að þeim sem rannsökuðu Guðmundar og Geirfinnsmál hafi verið stórkostlega mislagðar hendur:

Í fyrsta lagi, lengd einangrunarvistar og tíðar og langar yfirheyrslur. Í öðru lagi, einstaklingsbundnir áhættuþættir. Í þriðja lagi, tíð óformleg samskipti rannsakenda við sakborninga á meðan á rannsókn stóð, s.s. heimsóknir til þeirra í klefa og ferðir með þá út úr fangelsinu. Í fjórða lagi, fjöldi samprófana, sem gat ýtt undir að sakborningar breyttu framburði sínum, aðeins vegna áhrifa annarra sakborninga. Í fimmta lagi, fjöldi vettvangsferða og tilrauna til að leita að líkum Guðmundar og Geirfinns. Í sjötta lagi, takmörkuð aðstoð lögmanna, en ljóst er að þeir fengu sjaldan að ræða einslega við lögmenn sína og dæmi eru um að þeim hafi beinlínis verið neitað um aðgang að þeim. Í áttunda lagi, óttinn við að gæsluvarðhaldið yrði framlengt ef rannsakendurnir væru ekki sáttir við framburð þeirra. Í níunda lagi, þá voru fangaverðir í einhverjum tilvikum að ræða við sakborninga um atvik málanna og fóru með rannsendunum að leita að líkum Guðmundar og Geirfinns. Þá er greinilegt af gögnum málsins að Gunnar Guðmundsson, yfirfangavörður, var mikið inní rannsókn málanna og ræddi um þau við sakborningana og rannsakendur. Í tíunda lagi, þá virðist sem rannsakendur hafi haft „rörsýn“ við rannsókn málanna og haft fyrirfram skoðun á sekt sakborninganna og neikvæð viðhorf til sumra.

Hafþór Sævarsson segir að það sé ekki að ástæðulausu sem BBC og Netflix séu að vinna að heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmál. „Þetta voru einfaldlega pyntingar og það er rækilega staðfest. Hrottalegar pyntingar á ungmennum.“ 

Björn Sveinbjörnsson, forseti Hæstaréttar, las upp dómsorð í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í febrúar 1980.

Hæstiréttur staðfesti illa meðferð

„Hörður er í mótsögn við sjálfan sig ef hann vill ekki viðurkenna ofbeldið gagnvart pabba. Tiltekinn þáttur þess ofbeldis er staðfestur í „opinberu útgáfunni af sögunni“ sem Hörður vitnar til, þeirri sem Hæstiréttur staðfesti á lágkúrulegan hátt og hummaði fram af sér í dóminum sjálfur árið 1980,“ segir Hafþór. Þarna vísar hann til þess að í dómi Hæstaréttar frá 1980 er í raun viðurkennt að lágmarksréttindi sakborninga hafi verið virt að vettugi. Þar segir meðal annars:

Í fáein skipti verður eigi séð, að þess hafi verið gætt að benda sökuðum manni, sem yfirheyrður var fyrir rannsóknarlögreglu, á ákvæði 1. málsgr. 40. gr. laga nr. 74/1974, og við hefur borið, að yfirheyrsla hafi staðið samfellt lengur en 6 klukkustundir, sbr. 3. málsgr. 40. gr. sömu laga.

Í dóminum er einnig greint frá því að Sævar Ciesielski hafi verið sleginn af fangaverði. Samkvæmt skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins dró þó Hæstiréttur upp mun saklausari mynd af framgöngu rannsakenda en efni stóðu til. 

„Hæstiréttur viðurkenndi strax ofbeldið að hluta til árið 1980. Í dómnum er rakið hvernig grundvallarreglur sem áttu að tryggja lágmarks mannréttindi pabba voru brotnar. Og þessir menn sem önnuðust rannsókn málsins og bera ábyrgð á harðræðinu, þetta eru aðilarnir sem Hörður vísar í sem sína heimild. Þetta eru þeir aðilar sem hann tekur afstöðu með, hann segist beinlínis vera talsmaður þeirra. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði þetta í útvarpinu. Hér erum við að tala um mann sem starfar sem aðstoðarlögreglustjóri, þetta er valdamikill embættismaður hjá lögreglunni og hann vílar ekki fyrir sér að vitna í og taka menn trúanlega sem pyntuðu ungmenni,“ segir Hafþór í samtali við Stundina. 

„Ótrúlegur málatilbúnaður“

Í viðtalinu í Síðdegisútvarpi Rásar 2 segir Hörður Jóhannesson: „Ég hef ákveðna tilfinningu fyrir því að fólk tengt málinu og í kringum málið hafi fundið og notfært sér það þegar frá leið að það var jarðvegur fyrir því að þetta væri kannski ekki allt með felldu. Málið var allt mjög dularfullt.“ 

Feðgar
Feðgar Hafþór og Sævar, pabbi hans, í Colorado árið 1995.

Hafþór furðar sig á þessum ummælum Harðar. „Það er auðvitað kapítuli út af fyrir sig að hátt settur lögreglumaður skuli leyfa sér að lýsa einhverjum órökstuddum tilfinningum sínum um viðkvæmt sakamál í útvarpsviðtali. Og ég staldra við þau orð að „fólk tengt málinu og í kringum málið“ hafi „notfært sér“ eitthvað. Er hann tilbúinn að segja þetta við mig augliti til auglitis? Að ég og aðrir höfum bara verið að „notfæra“ okkur einhverja dulúð? Þetta er ótrúlegur málatilbúnaður og ég leyfi mér nú að efast um að Hörður trúi þessu bulli sjálfur. Hann segist hafa „leyft“ sér að standa með „opinberu sögunni“ og að sakborningarnir hafi verið ,,viðriðnir" málið ,,með einum eða öðrum hætti“. Með einum eða öðrum hætti, það er nefnilega það! Hugsanlega með öðrum hætti en þeim sem dómur Hæstaréttar segir til um? Ég velti fyrir mér hvort varðhundar kerfisins séu sjálfir hættir að trúa sögu Hæstaréttar. Þá er kannski fyrsta skrefið stigið, svona ef við lítum á björtu hliðarnar.“

Hvetur Hörð til að lesa skýrsluna

Hafþór segir að dómur Hæstaréttar á sínum tíma hafi aldrei byggt á haldbærum sönnunargögnum. Þetta sé rakið vandlega í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins sem staðfesti að pyntingum hafi verið beitt. „Kannski ætti Hörður bara að lesa skýrsluna við tækifæri, svona áður en hann mætir í næsta útvarpsviðtal. Þar rýna virtir réttarsálfræðingar í trúverðugleika hinna svokölluðu játninga og komast að þeirri niðurstöðu að þær séu fullkomlega ómarktækar. Fyrir vikið er eina sönnunargagnið sem ákæruvaldið hafði í höndunum á sínum tíma gufað upp,“ segir Hafþór.

„Sannleikurinn um réttarmorðið hefur verið leiddur í ljós og nákvæm smáatriði þess liggja fyrir í skýrslu innanríkisráðuneytisins“

„Hörður viðurkennir að hans upplýsingar eru komnar frá fólkinu sem var viðriðið rannsókn málsins á sínum tíma. Það er dapurlegt að horfa upp á meðvirknina og blygðunarlausa afneitun embættismannsins á þessu frægasta réttarmorði lýðveldissögunnar og það löngu eftir að sannleikurinn um réttarmorðið hefur verið leiddur í ljós og nákvæm smáatriði þess liggja fyrir í skýrslu innanríkisráðuneytisins sem staðfestir frásögnina hans pabba... það sem hann hélt á lofti alla ævi, allt til dauðadags... frásögnina af því hvernig hann var barinn, dópaður upp, hrelltur á næturnar, hvernig höfðinu á honum var haldið ofan í vatni og honum hótað lífláti, hvernig þvingaðar voru fram falskar játningar og líf hans eyðilagt. Að valdamiklir menn á Íslandi finni sig enn í dag, árið 2016, knúna til að taka upp hanskann fyrir þá sem stóðu að þessu afhjúpar hvers konar samfélagi við búum í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár