Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Áslaug Björg­vins­dótt­ir, fyrr­ver­andi hér­aðs­dómi, svar­ar gagn­rýni Skúla Magnús­son­ar, for­manns Dóm­ara­fé­lags Ís­lands og seg­ir að mál­flutn­ing­ur hans hljóti að „helg­ast af því að það gangi gegn per­sónu­leg­um hags­mun­um hans að taka af­stöðu sem ekki hent­ar yf­ir­stjórn dóm­stól­anna“.

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Áslaug Björgvinsdóttir, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, gerir athugasemdir við ummæli sem höfð voru eftir Skúla Magnússyni, formanni Dómarafélags Íslands, á vef Stundarinnar í morgun. Í viðtalinu bregst Skúli við gagnrýni Áslaugar á málsmeðferðina sem viðhöfð var við rannsókn Dómstólaráðs á starfsháttum dómstjóra árið 2014, en Áslaug lítur á málið sem skólabókardæmi um brotalamir í stjórnsýslu og innra eftirliti dómstólakerfisins

Áslaug segir í tölvupósti til Stundarinnar að hún telji viðbrögð Skúla fyrirsjáanleg, enda hafi hún og formaður dómarafélagsins alltaf verið á öndverðum meiði um alvarleika umrædds máls. „Ég taldi það alvarlegt mál að dómstjórinn í Reykjavík færi fyrir dómstólaráð og krefðist viðurkenningar á því að tveir héraðsdómarar hefðu brotið gegn lögum með því að óhlýðnast fyrirmælum hans,“ skrifar hún og bendir á þetta hafi dómstjórinn, Ingimundur Einarsson, gert í kjölfar þess að samstarfskona hennar, einnig dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sendi honum bréf þann 3. júní 2014 þar sem hún gagnrýndi framgöngu hans og fyrirskipanir í veikindum eftir slys. 

Áslaug segir að dómstólalög geri ráð fyrir því að ágreiningur um inntak lögbundinnar hlýðniskyldu héraðsdómara og agavald dómstjóra heyri undir sérstaka nefnd um dómarastörf en ekki dómstólaráð. „Ég taldi það alvarlegt að Dómstólaráð teldi sig hafa hæfi til að taka málið til meðferðar og virða síðan að vettugi grundvallarreglur um hlutlausa málsmeðferð í stjórnsýslu. Ég taldi það alvarlegt að með þessum hætti mætti vega að heiðarleika og trúverðugleika dómara,“ skrifar hún. 

Ekki afskipti af málinu sjálfu

„Það er sérkennilegt að hvorki þá né nú sjái Skúli ástæðu til að verja réttarstöðu dómara eins og dómarafélaginu og stjórn þess ber að gera. Þegar ég áframsendi  stjórn dómarafélagsins tilkynningu dómstólaráðs til mín um að dómstólaráð hefði hafið rannsókn á dómstjóra sendi Skúli mér og öðrum stjórnarmönnum í dómarafélaginu tölvupóst þar sem hann vísaði til þess að hann hefði sem formaður dómarafélagsins, skrifað bréf til Dómstólaráðs og farið fram á að heimildir dómstjóra til að kalla til trúnaðarlækni yrðu skýrðar. Hann myndi hins vegar ekki hafa afskipti af þessu máli, hvorki í eigin nafni né fyrir hönd dómarafélagsins. Skúli sá hvorki þá né nú ástæðu til að gera athugasemdir við þennan málatilbúnað dómstjóra og Dómstólaráðs,“ segir Áslaug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár