Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Áslaug Björg­vins­dótt­ir, fyrr­ver­andi hér­aðs­dómi, svar­ar gagn­rýni Skúla Magnús­son­ar, for­manns Dóm­ara­fé­lags Ís­lands og seg­ir að mál­flutn­ing­ur hans hljóti að „helg­ast af því að það gangi gegn per­sónu­leg­um hags­mun­um hans að taka af­stöðu sem ekki hent­ar yf­ir­stjórn dóm­stól­anna“.

Segir viðbrögð formanns Dómarafélagsins staðfesta gagnrýni sína

Áslaug Björgvinsdóttir, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, gerir athugasemdir við ummæli sem höfð voru eftir Skúla Magnússyni, formanni Dómarafélags Íslands, á vef Stundarinnar í morgun. Í viðtalinu bregst Skúli við gagnrýni Áslaugar á málsmeðferðina sem viðhöfð var við rannsókn Dómstólaráðs á starfsháttum dómstjóra árið 2014, en Áslaug lítur á málið sem skólabókardæmi um brotalamir í stjórnsýslu og innra eftirliti dómstólakerfisins

Áslaug segir í tölvupósti til Stundarinnar að hún telji viðbrögð Skúla fyrirsjáanleg, enda hafi hún og formaður dómarafélagsins alltaf verið á öndverðum meiði um alvarleika umrædds máls. „Ég taldi það alvarlegt mál að dómstjórinn í Reykjavík færi fyrir dómstólaráð og krefðist viðurkenningar á því að tveir héraðsdómarar hefðu brotið gegn lögum með því að óhlýðnast fyrirmælum hans,“ skrifar hún og bendir á þetta hafi dómstjórinn, Ingimundur Einarsson, gert í kjölfar þess að samstarfskona hennar, einnig dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sendi honum bréf þann 3. júní 2014 þar sem hún gagnrýndi framgöngu hans og fyrirskipanir í veikindum eftir slys. 

Áslaug segir að dómstólalög geri ráð fyrir því að ágreiningur um inntak lögbundinnar hlýðniskyldu héraðsdómara og agavald dómstjóra heyri undir sérstaka nefnd um dómarastörf en ekki dómstólaráð. „Ég taldi það alvarlegt að Dómstólaráð teldi sig hafa hæfi til að taka málið til meðferðar og virða síðan að vettugi grundvallarreglur um hlutlausa málsmeðferð í stjórnsýslu. Ég taldi það alvarlegt að með þessum hætti mætti vega að heiðarleika og trúverðugleika dómara,“ skrifar hún. 

Ekki afskipti af málinu sjálfu

„Það er sérkennilegt að hvorki þá né nú sjái Skúli ástæðu til að verja réttarstöðu dómara eins og dómarafélaginu og stjórn þess ber að gera. Þegar ég áframsendi  stjórn dómarafélagsins tilkynningu dómstólaráðs til mín um að dómstólaráð hefði hafið rannsókn á dómstjóra sendi Skúli mér og öðrum stjórnarmönnum í dómarafélaginu tölvupóst þar sem hann vísaði til þess að hann hefði sem formaður dómarafélagsins, skrifað bréf til Dómstólaráðs og farið fram á að heimildir dómstjóra til að kalla til trúnaðarlækni yrðu skýrðar. Hann myndi hins vegar ekki hafa afskipti af þessu máli, hvorki í eigin nafni né fyrir hönd dómarafélagsins. Skúli sá hvorki þá né nú ástæðu til að gera athugasemdir við þennan málatilbúnað dómstjóra og Dómstólaráðs,“ segir Áslaug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár