Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir engan hafa haft hugmyndaflug í að fjármálaráðherra ætlaði sjálfur að verða stjórnarformaður

„Til­gang­ur­inn með stofn­un þessa fé­lags var að halda hæfi­legri fjar­lægð frá ráðu­neyt­inu og hinu póli­tíska valdi eins og kem­ur fram í nefndaráliti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar,“ skrif­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir um fé­lag sem ann­ast sölu rík­is­eigna.

Segir engan hafa haft hugmyndaflug í að fjármálaráðherra ætlaði sjálfur að verða stjórnarformaður

Frétt RÚV í gær, þar sem fram kom að fjármálaráðherra hygðist sjálfur gegna stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem sér um sölu ríkiseigna, vakti mikla athygli. Stundin fjallaði um málið í morgun og setti í samhengi við umræður og nefndarálit af þinginu.

Nú hefur hins vegar fjármálaráðuneytið sent út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að ekki standi til að ráðherra verði stjórnarformaður. „Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu,“ segir í tilkynningunni.

Stundin ræddi við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins sem sagði að aldrei hefði staðið til að Bjarni gegndi stjórnarformennsku í félaginu. Hefur RÚV beðist velvirðingar á mistökunum

Eftirfarandi frétt birtist á vef Stundarinnar í morgun:

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir þá tilhögun að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gegni sjálfur stjórnarformennsku í einkahlutafélagi sem annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna sem til komnar eru af stöðugleikaframlögum.

Stundin fjallaði ítarlega um málið í morgun og vitnaði í nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem talað er um að verkefni einkahlutafélagsins verði „leyst í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu“. Nú er ljóst að fjármálaráðherra skipar ekki aðeins í stjórn félagsins heldur verður sjálfur stjórnarformaður þess.

„Ég studdi ekki þetta frumvarp og taldi að það fyrirkomulag að setja ráðstöfun þessara eigna í einkaeignarréttarlegt samhengi ynni gegn yfirlýstum markmiðum um gagnsæi og jafnræði,“ skrifar Katrín og bætir við: „En ég held að enginn hafi haft hugmyndaflug í það að fjármálaráðherra ætlaði sjálfur að verða stjórnarformaður félags um ráðstöfun stöðugleikaframlaga - en tilgangurinn með stofnun þessa félags var að halda hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu og hinu pólitíska valdi eins og kemur fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár