Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Samfylking skilaði hagnaði upp á 21 milljón

Eig­ið fé Sam­fylk­ing­ar­inn­ar nam 66 millj­ón­um króna í árs­lok 2015 og hagn­að­ist flokk­ur­inn um rúma 21 millj­ón á síð­asta ári . Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi fé­lags­ins en tutt­ugu einka­fyr­ir­tæki styrktu flokk­inn á síð­asta ári.

Samfylking skilaði hagnaði upp á 21 milljón

 Samfylkingin fékk rúmar 48 milljónir króna frá íslenska ríkinu í fyrra, rúmar tólf milljónir frá sveitarfélögum og tæpar fimm milljónir frá lögaðilum. Þá námu framlög einstaklinga rúmum sextán milljónum króna árið 2015 og voru framlögin í heildina tæpar 82 milljónir króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Samfylkingarinnar sem hefur að hluta til verið birtur á vef Ríkisendurskoðunar.

Eigið fé Samfylkingarinnar hækkaði um tuttugu milljónir á milli ára, frá 44.720.595 krónum í 66.152.200 í lok árs 2015. Athygli vekur að rekstrarkostnaður flokksins lækkaði töluvert á milli ára eða um tæpar 40 milljónir króna. Fór frá 109,6 milljónum í 68,7 milljónir í fyrra. Það má eflaust rekja til sveitarstjórnarkosninga sem fóru fram árið 2014.

Athygli vekur að í skýringu 4. undir „Aðrar tekjur“ í útdrætti ársreiknings Samfylkingarinnar kemur fram að flokkurinn hafi haft rúmar sex milljónir í leigutekjur og 218 þúsund krónur í flokksgjöld. Undir „Aðrar tekjur“ eru hinsvegar skráðar rúmar sjö milljónir króna. Ekki er þó vitað hvaða tekjur það eru en þó má leiða líkum að því að þetta sé til komið vegna sölu á ýmsum varning tengdum Samfylkingunni.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá framlög þeirra sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga sem studdu Samfylkinguna á síðasta ári. Þess ber að geta að aðeins eru tilgreind þau framlög einstaklinga sem voru umfram 200 þúsund krónur. Fyrir þá sem vilja sjá útdráttinn í heild sinni geta smellt hér.

Framlög sveitarfélaga:

  • Akraneskaupstaður               224.598 krónur
  • Akureyrarkaupstaður           356.471
  • Fjallabyggð                                 92.660
  • Garðabær                                  346.951
  • Grindavíkurbær                     150.567
  • Hafnarfjarðarkaupstaður   858.500
  • Kópavogsbær                       1.032.055
  • Mosfellsbær                             296.907
  • Reykjanesbær                         810.778
  • Reykjavíkurborg                 8.165.000

Samtals:                                12.539.487 krónur

Framlög lögaðila:

  • Bláa lónið hf                             200.000
  • Brim                                            100.000
  • Gullberg                                     250.000
  • HB Grandi hf                            400.000
  • Hofgarðar ehf                           400.000
  • Höldur ehf                                 400.000
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör hf 400.000
  • Icelandair Group                      300.000
  • Kollgáta ehf                                130.000
  • Kvika banki hf                            200.000
  • Lyfja hf                                         100.000
  • Mannvit verkfræðistofa         400.000
  • Miðeind ehf                               400.000
  • Nesfiskur ehf.                              25.000
  • Norlandair ehf                            50.000
  • Reginn hf                                     400.000
  • Samherji Íslands ehf               400.000
  • Síldarvinnslan hf                      400.000
  • Skakkiturn ehf                            200.000
  • Tannfé slf                                        22.500

Samtals                                       4.927.500 krónur

Framlög einstaklinga umfram 200 þúsund:

  • Arna Ír Gunnarsdóttir              209.000
  • Árni Páll Árnason                       360.000
  • Björk Vilhelmsdóttir                  213.220
  • Dagur B. Eggertssson                304.925
  • Heiða Björg Hilmisdóttir         288.895
  • Hjálmar Sveinsson                     300.000
  • Kristín Soffía Jónsdóttir           300.000
  • Marta Sigurðardóttir                 353.264
  • Pétur Hrafn Sigurðsson           260.000
  • Skúli Helgason                            300.000
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár