Samfylkingin fékk rúmar 48 milljónir króna frá íslenska ríkinu í fyrra, rúmar tólf milljónir frá sveitarfélögum og tæpar fimm milljónir frá lögaðilum. Þá námu framlög einstaklinga rúmum sextán milljónum króna árið 2015 og voru framlögin í heildina tæpar 82 milljónir króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi Samfylkingarinnar sem hefur að hluta til verið birtur á vef Ríkisendurskoðunar.
Eigið fé Samfylkingarinnar hækkaði um tuttugu milljónir á milli ára, frá 44.720.595 krónum í 66.152.200 í lok árs 2015. Athygli vekur að rekstrarkostnaður flokksins lækkaði töluvert á milli ára eða um tæpar 40 milljónir króna. Fór frá 109,6 milljónum í 68,7 milljónir í fyrra. Það má eflaust rekja til sveitarstjórnarkosninga sem fóru fram árið 2014.
Athygli vekur að í skýringu 4. undir „Aðrar tekjur“ í útdrætti ársreiknings Samfylkingarinnar kemur fram að flokkurinn hafi haft rúmar sex milljónir í leigutekjur og 218 þúsund krónur í flokksgjöld. Undir „Aðrar tekjur“ eru hinsvegar skráðar rúmar sjö milljónir króna. Ekki er þó vitað hvaða tekjur það eru en þó má leiða líkum að því að þetta sé til komið vegna sölu á ýmsum varning tengdum Samfylkingunni.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá framlög þeirra sveitarfélaga, lögaðila og einstaklinga sem studdu Samfylkinguna á síðasta ári. Þess ber að geta að aðeins eru tilgreind þau framlög einstaklinga sem voru umfram 200 þúsund krónur. Fyrir þá sem vilja sjá útdráttinn í heild sinni geta smellt hér.
Framlög sveitarfélaga:
- Akraneskaupstaður 224.598 krónur
- Akureyrarkaupstaður 356.471
- Fjallabyggð 92.660
- Garðabær 346.951
- Grindavíkurbær 150.567
- Hafnarfjarðarkaupstaður 858.500
- Kópavogsbær 1.032.055
- Mosfellsbær 296.907
- Reykjanesbær 810.778
- Reykjavíkurborg 8.165.000
Samtals: 12.539.487 krónur
Framlög lögaðila:
- Bláa lónið hf 200.000
- Brim 100.000
- Gullberg 250.000
- HB Grandi hf 400.000
- Hofgarðar ehf 400.000
- Höldur ehf 400.000
- Hraðfrystihúsið Gunnvör hf 400.000
- Icelandair Group 300.000
- Kollgáta ehf 130.000
- Kvika banki hf 200.000
- Lyfja hf 100.000
- Mannvit verkfræðistofa 400.000
- Miðeind ehf 400.000
- Nesfiskur ehf. 25.000
- Norlandair ehf 50.000
- Reginn hf 400.000
- Samherji Íslands ehf 400.000
- Síldarvinnslan hf 400.000
- Skakkiturn ehf 200.000
- Tannfé slf 22.500
Samtals 4.927.500 krónur
Framlög einstaklinga umfram 200 þúsund:
- Arna Ír Gunnarsdóttir 209.000
- Árni Páll Árnason 360.000
- Björk Vilhelmsdóttir 213.220
- Dagur B. Eggertssson 304.925
- Heiða Björg Hilmisdóttir 288.895
- Hjálmar Sveinsson 300.000
- Kristín Soffía Jónsdóttir 300.000
- Marta Sigurðardóttir 353.264
- Pétur Hrafn Sigurðsson 260.000
- Skúli Helgason 300.000
Athugasemdir