Sálfræðingafélag Íslands sendir frá sér harðorða yfirlýsingu um fullyrðingar Dáleiðsluskólans sem birtar eru í umfjöllun Fréttablaðsins. Í umfjölluninni, sem birtist í sérblaði um heilsu, er fjallað um gagnsemi dáleiðslu og gagnsleysi sálfræðimenntunar við lausn á sálrænum veikindum.
„Sálfræðingar læra um heilann í sex ár. Komast svo að því að öll þessi þekking nýtist takmarkað við meðferð sálrænna vandamála,“ segir í umfjöllun Fréttablaðsins um gagnsemi dáleiðslu. Umfjöllunin birtist við hlið auglýsinga sem keyptar eru af Dáleiðsluskólanum og virðist því um keypta umfjöllun að ræða.
Athugasemdir