Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guð­jón S. Brjáns­son, ný­kjör­inn þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sætt harðri gagn­rýni eft­ir að hann kvart­aði und­an nei­kvæðri orð­ræðu um mál­efni Land­spít­al­ans og sagði að hún væri „ár­viss far­ald­ur í fjöl­miðl­um“.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guðjón S. Brjánsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hefur áhyggjur af umræðunni um fjárþörf Landspítalans og óttast að neikvæð orðræða reyni mjög á heilbrigðisstarfsfólk. Þetta kom fram í viðtali við hann á Bylgjunni í morgun.

Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað fullyrt undanfarnar vikur að þörf sé á verulegri aukningu fjármuna til að unnt sé að sinna nauðsynlegri þjónustu. Í pistli eftir Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, sem birtist í síðustu viku er fullyrt að verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp samþykkt óbreytt muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingarnar fyrir stóran hóp sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu sjúkrahússins. 

Þegar Guðjón var spurður hvað honum þætti um umræðuna um heilbrigðismálin í morgun sagði hann: „Þetta er algjörlega óviðunandi umræða og hvernig mál eru raunar sett fram, bæði gagnvart þeim sem þarna starfa og stjórnvöldum og öllum sem vinna í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að vinda ofan af þessari orðræðu. Hún er til vansa.“

Þá sagði hann umræðuna hundleiðinlega; um væri að ræða „árvissan faraldur“ sem gengi í fjölmiðlum og snéri að Landspítalanum. „Að þeir finni sig knúna til þess að fara í þennan leiðangur á hverju einasta ári gagnvart stjórnmálamönnum, til þess að knýja fram aukið fé til rekstrar, það er algjörlega óásættanlegt. Og af hverju gerist þetta? Ég held að mikilvægasta atriðið sé – og á það var bent í McKinsey-skýrslunni – að það vantar stefnumótun í heilbrigðisþjónustu og það vantar stefnumótun fyrir Landspítalann.“

„Vara við því að orð séu toguð til til að reyna
að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta
sínu sammála“

Eyjan birti frétt um ummæli Guðjóns í morgun og vitnaði orðrétt í hann. Í kjölfarið hefur Guðjón kvartað undan því að snúið sé út úr orðum hans og þau mistúlkuð. „Vegna túlkana á orðum mínum í útvarpsviðtali í morgun, vil ég segja alveg skýrt, að við í þingflokki Samfylkingarinar erum einhuga í baráttu okkar fyrir því að auka verulega fé til heilbrigðismála - þar með talið Landspítalans - á fjárlögum næsta árs,“ skrifar hann og bætir við: „Sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins um árabil myndi ég gjarnan kjósa að umræða um heilbrigðismál og fjármögnun þess, forgangsröðun og stefnumótum, væri ítarlegri en við sjáum þessa dagana og vara við því að orð séu toguð til til að reyna að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta sínu sammála.“ Þá segist hann hafa rætt við ritstjóra Eyjunnar og „óskað eftir að útúrsnúin fyrirsögn verði efnislega lagfærð“.

Á meðal þeirra sem gagnrýna Guðjón er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingkona Samfylkingarinnar. „Ég hlustaði tvisvar á viðtalið og það verður ekki misskilið eða túlkað öðruvísi en sögð orð. Ég geri þá kröfu á þingmenn að þeir þurfi ekki að vera með eftiráskýringar um hvað þeir meintu í viðtölum og hvað ekki,“ skrifar hún. Þá birti Kvennablaðið harðorðan pistil um málið og setur ummæli Guðjóns í samhengi við loforð Samfylkingarinnar um besta heilbrigðiskerfi í heimi.

Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar, furðar sig einnig á málflutningi Guðjóns og spyr hvort sjónarmið hans samræmist stefnu Samfylkingarinnar. „Þriðjungur þingmanna flokksins finnst óboðlegur málflutningur starfsmanna LSH. Eru það kannski ýkjur að það þurfi endurreisn heilbrigðiskerfisins?“ skrifar Magnús á Facebook.

„Að gera orðræðu starfsmanna LSH sem eru mjög langþreyttir á endalausum sparnaði að umræðuefni er móðgun við almenning. Upphaf viðtalsins í morgun var þess eðlis að þingmaður Samfylkingar telji umræðuna vandamálið. Það vantar 50-70 milljarða (jafnvel nærri 100 milljarða) í kerfið. Fjárlagafrumvarpið er móðgun við vilja fólks. Þingmenn verða að gera svo vel að tala skýrt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár