Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guð­jón S. Brjáns­son, ný­kjör­inn þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sætt harðri gagn­rýni eft­ir að hann kvart­aði und­an nei­kvæðri orð­ræðu um mál­efni Land­spít­al­ans og sagði að hún væri „ár­viss far­ald­ur í fjöl­miðl­um“.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guðjón S. Brjánsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hefur áhyggjur af umræðunni um fjárþörf Landspítalans og óttast að neikvæð orðræða reyni mjög á heilbrigðisstarfsfólk. Þetta kom fram í viðtali við hann á Bylgjunni í morgun.

Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað fullyrt undanfarnar vikur að þörf sé á verulegri aukningu fjármuna til að unnt sé að sinna nauðsynlegri þjónustu. Í pistli eftir Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, sem birtist í síðustu viku er fullyrt að verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp samþykkt óbreytt muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingarnar fyrir stóran hóp sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu sjúkrahússins. 

Þegar Guðjón var spurður hvað honum þætti um umræðuna um heilbrigðismálin í morgun sagði hann: „Þetta er algjörlega óviðunandi umræða og hvernig mál eru raunar sett fram, bæði gagnvart þeim sem þarna starfa og stjórnvöldum og öllum sem vinna í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að vinda ofan af þessari orðræðu. Hún er til vansa.“

Þá sagði hann umræðuna hundleiðinlega; um væri að ræða „árvissan faraldur“ sem gengi í fjölmiðlum og snéri að Landspítalanum. „Að þeir finni sig knúna til þess að fara í þennan leiðangur á hverju einasta ári gagnvart stjórnmálamönnum, til þess að knýja fram aukið fé til rekstrar, það er algjörlega óásættanlegt. Og af hverju gerist þetta? Ég held að mikilvægasta atriðið sé – og á það var bent í McKinsey-skýrslunni – að það vantar stefnumótun í heilbrigðisþjónustu og það vantar stefnumótun fyrir Landspítalann.“

„Vara við því að orð séu toguð til til að reyna
að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta
sínu sammála“

Eyjan birti frétt um ummæli Guðjóns í morgun og vitnaði orðrétt í hann. Í kjölfarið hefur Guðjón kvartað undan því að snúið sé út úr orðum hans og þau mistúlkuð. „Vegna túlkana á orðum mínum í útvarpsviðtali í morgun, vil ég segja alveg skýrt, að við í þingflokki Samfylkingarinar erum einhuga í baráttu okkar fyrir því að auka verulega fé til heilbrigðismála - þar með talið Landspítalans - á fjárlögum næsta árs,“ skrifar hann og bætir við: „Sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins um árabil myndi ég gjarnan kjósa að umræða um heilbrigðismál og fjármögnun þess, forgangsröðun og stefnumótum, væri ítarlegri en við sjáum þessa dagana og vara við því að orð séu toguð til til að reyna að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta sínu sammála.“ Þá segist hann hafa rætt við ritstjóra Eyjunnar og „óskað eftir að útúrsnúin fyrirsögn verði efnislega lagfærð“.

Á meðal þeirra sem gagnrýna Guðjón er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingkona Samfylkingarinnar. „Ég hlustaði tvisvar á viðtalið og það verður ekki misskilið eða túlkað öðruvísi en sögð orð. Ég geri þá kröfu á þingmenn að þeir þurfi ekki að vera með eftiráskýringar um hvað þeir meintu í viðtölum og hvað ekki,“ skrifar hún. Þá birti Kvennablaðið harðorðan pistil um málið og setur ummæli Guðjóns í samhengi við loforð Samfylkingarinnar um besta heilbrigðiskerfi í heimi.

Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar, furðar sig einnig á málflutningi Guðjóns og spyr hvort sjónarmið hans samræmist stefnu Samfylkingarinnar. „Þriðjungur þingmanna flokksins finnst óboðlegur málflutningur starfsmanna LSH. Eru það kannski ýkjur að það þurfi endurreisn heilbrigðiskerfisins?“ skrifar Magnús á Facebook.

„Að gera orðræðu starfsmanna LSH sem eru mjög langþreyttir á endalausum sparnaði að umræðuefni er móðgun við almenning. Upphaf viðtalsins í morgun var þess eðlis að þingmaður Samfylkingar telji umræðuna vandamálið. Það vantar 50-70 milljarða (jafnvel nærri 100 milljarða) í kerfið. Fjárlagafrumvarpið er móðgun við vilja fólks. Þingmenn verða að gera svo vel að tala skýrt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár