Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guð­jón S. Brjáns­son, ný­kjör­inn þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur sætt harðri gagn­rýni eft­ir að hann kvart­aði und­an nei­kvæðri orð­ræðu um mál­efni Land­spít­al­ans og sagði að hún væri „ár­viss far­ald­ur í fjöl­miðl­um“.

Sagði neikvæða umræðu reyna á starfsfólk Landspítalans – telur snúið út úr orðum sínum

Guðjón S. Brjánsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hefur áhyggjur af umræðunni um fjárþörf Landspítalans og óttast að neikvæð orðræða reyni mjög á heilbrigðisstarfsfólk. Þetta kom fram í viðtali við hann á Bylgjunni í morgun.

Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað fullyrt undanfarnar vikur að þörf sé á verulegri aukningu fjármuna til að unnt sé að sinna nauðsynlegri þjónustu. Í pistli eftir Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, sem birtist í síðustu viku er fullyrt að verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp samþykkt óbreytt muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingarnar fyrir stóran hóp sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu sjúkrahússins. 

Þegar Guðjón var spurður hvað honum þætti um umræðuna um heilbrigðismálin í morgun sagði hann: „Þetta er algjörlega óviðunandi umræða og hvernig mál eru raunar sett fram, bæði gagnvart þeim sem þarna starfa og stjórnvöldum og öllum sem vinna í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að vinda ofan af þessari orðræðu. Hún er til vansa.“

Þá sagði hann umræðuna hundleiðinlega; um væri að ræða „árvissan faraldur“ sem gengi í fjölmiðlum og snéri að Landspítalanum. „Að þeir finni sig knúna til þess að fara í þennan leiðangur á hverju einasta ári gagnvart stjórnmálamönnum, til þess að knýja fram aukið fé til rekstrar, það er algjörlega óásættanlegt. Og af hverju gerist þetta? Ég held að mikilvægasta atriðið sé – og á það var bent í McKinsey-skýrslunni – að það vantar stefnumótun í heilbrigðisþjónustu og það vantar stefnumótun fyrir Landspítalann.“

„Vara við því að orð séu toguð til til að reyna
að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta
sínu sammála“

Eyjan birti frétt um ummæli Guðjóns í morgun og vitnaði orðrétt í hann. Í kjölfarið hefur Guðjón kvartað undan því að snúið sé út úr orðum hans og þau mistúlkuð. „Vegna túlkana á orðum mínum í útvarpsviðtali í morgun, vil ég segja alveg skýrt, að við í þingflokki Samfylkingarinar erum einhuga í baráttu okkar fyrir því að auka verulega fé til heilbrigðismála - þar með talið Landspítalans - á fjárlögum næsta árs,“ skrifar hann og bætir við: „Sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins um árabil myndi ég gjarnan kjósa að umræða um heilbrigðismál og fjármögnun þess, forgangsröðun og stefnumótum, væri ítarlegri en við sjáum þessa dagana og vara við því að orð séu toguð til til að reyna að búa til ágreining þar sem fólk er í hjarta sínu sammála.“ Þá segist hann hafa rætt við ritstjóra Eyjunnar og „óskað eftir að útúrsnúin fyrirsögn verði efnislega lagfærð“.

Á meðal þeirra sem gagnrýna Guðjón er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingkona Samfylkingarinnar. „Ég hlustaði tvisvar á viðtalið og það verður ekki misskilið eða túlkað öðruvísi en sögð orð. Ég geri þá kröfu á þingmenn að þeir þurfi ekki að vera með eftiráskýringar um hvað þeir meintu í viðtölum og hvað ekki,“ skrifar hún. Þá birti Kvennablaðið harðorðan pistil um málið og setur ummæli Guðjóns í samhengi við loforð Samfylkingarinnar um besta heilbrigðiskerfi í heimi.

Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar, furðar sig einnig á málflutningi Guðjóns og spyr hvort sjónarmið hans samræmist stefnu Samfylkingarinnar. „Þriðjungur þingmanna flokksins finnst óboðlegur málflutningur starfsmanna LSH. Eru það kannski ýkjur að það þurfi endurreisn heilbrigðiskerfisins?“ skrifar Magnús á Facebook.

„Að gera orðræðu starfsmanna LSH sem eru mjög langþreyttir á endalausum sparnaði að umræðuefni er móðgun við almenning. Upphaf viðtalsins í morgun var þess eðlis að þingmaður Samfylkingar telji umræðuna vandamálið. Það vantar 50-70 milljarða (jafnvel nærri 100 milljarða) í kerfið. Fjárlagafrumvarpið er móðgun við vilja fólks. Þingmenn verða að gera svo vel að tala skýrt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár