Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sagan á bakvið bónorð ársins: Ákvað að biðja hans á fimmta degi

Inga Auð­björg Kristjáns­dótt­ir seg­ir sög­una á bakvið um­tal­að­asta YouTu­be mynd­band vik­unn­ar. Við­brögð­in hafa ver­ið engu lík.

Sagan á bakvið bónorð ársins: Ákvað að biðja hans á fimmta degi
Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Umtalaðasta myndband vikunnar er án efa myndbandið af því þegar Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, bað Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, um að ganga í hjónaband fyrr í mánuðinum. Inga bjó til svokallað flashmob, eða leifturlýð, þar sem hópur fólks byrjar að dansa að því er virðist upp úr þurru á opinberum vettvangi. Hún birtist síðan sjálf í miðri þvögunni og bar upp bónorðið. Gjörningurinn var gerður í skátakastala í smábænum Rieneck í Þýskalandi þar sem hjónaleysin sóttu skátamót helgina fyrir páska. „Þetta er skátamót sem ég hef farið á síðustu tíu ár fyrir fullorðna listaskáta. Ég tók Helga með mér í fyrsta skipti í fyrra og honum fannst ægilega gaman þrátt fyrir að vera ekki skáti. Við fórum svo aftur í ár,“ segir Inga í samtali við Stundina. Hún segir fólkið sem sótti skátamótið vera hennar bestu vini og því hafi verið hægur leikur að fá það í lið með sér. 

Hér má sjá afraksturinn:

Windows Customer Report kom til bjargar

„Ég var löngu búin að ákveða að gera flash-mob og var búin að segja öllum í kringum mig að ég ætlaði að gera þetta um páskana. Það var því enginn séns fyrir mig að bakka út úr því þegar á hólminn var komið. Svo átti ég til þennan dans, ef ég á að segja alveg eins og er, og við æfðum hann daginn áður á meðan Helgi var að læra esperantó. Þetta er einfaldari dans en hann lítur út fyrir að vera,“ segir Inga hógvær.

Eftir gjörninginn safnaði Inga saman upptökum af gjörningnum og ákvað að klippa sjálf saman myndbandið fræga. Það gekk hins vegar ekki þrautarlaust fyrir sig. „Forritið „krassaði“ eftir sex tíma klippivinnu,“ segir hún hálfglettin. „En Windows Customer Report bjargaði mér. Ég bjóst ekki við að það myndi gera eitt eða neitt að gagni.“

Í háska á Hverfisgötu

Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmanninum var komið skemmtilega á óvart um páskana.

Eins og frægt er orðið vakti uppátæki Ingu talsverða athygli eftir að myndbandinu var dreift á netinu. Inga segir viðbrögðin hafa verið mjög mikil, sérstaklega á samfélagsmiðlum en hún hefur einnig fundið fyrir athyglinni í hinu daglega amstri. „Einn var næstum því búinn að keyra yfir mig á Hverfisgötunni því hann bara varð að stoppa og heilsa,“ segir Inga en henni var sem betur fer ekki meint af. 

„Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á netið er fyrst og fremst sú að ég vildi leyfa vinum mínum og fjölskyldu, sem ekki áttu tök á því að vera á skátamóti í Þýskalandi um páskana, að sjá þetta.“

Ákvað þetta á fimmta degi

Eitt af því sem hefur vakið athygli er sú staðreynd að Inga var sú sem bar upp bónorðið í sambandinu, en ekki Helgi. „Það er merkilegt hvað það er viðtekið í samfélaginu að konur eigi að vera þiggjendur og karlmenn gerendur í þessu. Kannski ekki eins mikið á Íslandi. Flestir í kringum mig hafa bara tekið sameiginlega ákvörðun um að ganga í hjónaband. En ef þú til dæmis gúgglar „Should a woman propose?“ þá færðu bara „nei, nei, nei, þú gætir alveg eins skorið af honum typpið! Hann verður niðurlægður.“

„Við erum bara búin að vera saman í tvö ár, en þetta er bara svo „meant to be“.

Inga segist hafa ákveðið á fimmta degi sambandsins að hún ætlaði að biðja Helga. „Ég held ég hafi komið því til skila snemma að það kæmi aldrei til greina að hann fengi að biðja mín. En hann er búinn að „hinta“ að því nokkrum sinnum að það sé nú farið að draga á langinn. Við erum bara búin að vera saman í tvö ár, en þetta er bara svo „meant to be“. Maður veit það þegar maður veit það.“

Skipulagt hjónaband

Þrátt fyrir að vera bæði boðberar nýrra tíma í stjórnmálum kynntust Inga og Helgi með heldur gamaldags hætti. „Mamma hans ákvað að við ættum að vera saman. Þetta er í rauninni „arranged marriage“,“ segir Inga og hlær. „Hún bauð mér í matarboð og við höfum bara verið saman síðan í þessu matarboði.“

Þegar Inga og Helgi kynntust fyrir tveimur árum var hún kosningastjóri hjá Ungum jafnaðarmönnum og gegnir nú stöðu varaformanns Ungra jafnaðarmanna. Hafa ólíkar flokkslínur engin áhrif á sambandið?
„Við erum sammála um að hafa áhuga á pólitík,“ útskýrir Inga. „Ég held að ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík sé mjög oft sammála, þvert á flokka, um flest mál. Ég hef alveg drukkið bjór með sjálfstæðismanni og við vorum sammála um hvað þurfi fyrir ungt fólk.“

Að lokum, hvenær verður síðan stóri dagurinn? „Ég veit það ekki,“ svarar Inga. „Einhvern tíma árið 2016 geri ég ráð fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
10
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár