Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Safna fé og undirskriftum fyrir Abrahim og Hanyie

Solar­is, hjálp­ar­sam­tök fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­menn á Ís­landi, hef­ur haf­ið und­ir­skrift­ar­söfn­un fyr­ir feðg­in­in og stofn­að styrkt­ar­reikn­ing. Sjálf­boða­liði hjá sam­tök­un­um seg­ir söfn­un­ina ganga von­um fram­ar.

Safna fé og undirskriftum fyrir Abrahim og Hanyie
Abrahim og Hanyie Kærunefnd útlendingamála staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar þar sem hafnað var að veita feðginunum efnismeðferð á hælisumsókn þeirra.

Hjálparsamtökin Solaris hafa hafið undirskriftarsöfnun fyrir feðginin Abrahim Maleki og ellefu ára dóttur hans Hanyie þar sem krafist er að þeim sé veitt áheyrn hjá yfirvöldum á Íslandi. Söfnunin hófst í gær og hafa rúmlega 1.300 manns skrifað undir. Þá hefur styrktarreikningur verið stofnaður fyrir feðginin.

Stundin fjallaði um ferðalag Abrahims og Hanyie hingað til lands og drauma þeirra um betra líf í síðasta tölublaði. Feðginin, sem eru afganskir flóttamenn, lentu í miklum lífsháska á leið sinni yfir Miðjarðarhafið og eru heppin að vera á lífi. Abrahim er bæklaður á fæti og hefur Hanyie þurft að sinna öllum húsverkum fyrir þau feðginin.

Þau bíða þess nú að verða flutt úr landi. Kærunefnd Útlendingastofnunar segir í úrskurði sínum að Abrahim uppfylli ekki skilyrði sem þarf til að hljóta alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndinni þótti ekki ástæða til að ræða við stúlkuna og að mati nefndarinnar haldast málefni feðginanna í hendur.

Fengu ekki efnismeðferð þrátt fyrir að vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu

Kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að feðginin væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, þvert á niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þrátt fyrir það var ekki fallist á að taka mál þeirra til efnismeðferðar. Þau geta því átt von á því að verða flutt á brott hvenær sem er á næstu vikum, en þeim hefur verið tilkynnt að þau verði látin yfirgefa landið í síðasta lagi þann 19. júlí.

Feðginin töldu Útlendingastofnun hafa brotið á rétti þeirra þegar Hanyie var neitað um viðtal. Í úrskurði kærunefndar útlendingamála var ekki talið vera tilefni til að ræða við stúlkuna. „Í svari Útlendingastofnunar, dags 2. maí síðastliðinn, kemur fram að venjan sé sú að barni sem sé 15 ára eða eldra sé boðið að koma í viðtal að höfðu samráði við foreldra þess og taki starfsmaður Útlendingastofnunar það viðtal. Sé barn yngra en 15 ára sé það metið í hvert sinn hvort taka eigi viðtal við viðkomandi barn og slíkt viðtal fari þá í flestum tilfellum fram í Barnahúsi. Kærunefnd telur í ljósi aldurs barns kæranda og eðlis málsins að ekki [sic] tilefni til þess að gera athugasemd við það mat Útlendingastofnunar að ekki hafi verið þörf á því að taka sérstakt viðtal við barn kæranda,“ segir í úrskurðinum.

Í kæru feðginanna til kærunefndar útlendingamála vísuðu þau til 12. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að barn eigi þann rétt að láta frjálslega eigin skoðanir í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Þau telja það ekki samræmast barnasáttmálanum að Útlendingastofnun meti hvort tilefni sé til að veita barni viðtal um málefni þess. Sá réttur sé tryggður í sáttmálanum. Ákvæðið hefur verið talinn einn mikilvægasti rétturinn sem sáttmálinn mælir fyrir um. 

Guðmundur Karl Karlsson og HanyieHefur verið þeim feðginum hjálparhönd en hann gaf þeim nýlega tölvu.

„Þetta er mjög sorglegt og gróft dæmi. Við vitum að um skýrt brot á barnasáttmálanum er að ræða og því erum við gera okkar besta til þess að hjálpa þeim,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, sjálfsboðaliði hjá samtökunum Solaris. Hann segir samtökin safna fé svo hægt sé að standa vörð um réttindi hælisleitanda, bæði barnanna og annarra réttinda sem þetta fólk hefur en verið er að horfa fram hjá.

„Þetta er greinilega mikið af fólki sem lætur sig málefnið varðar en söfnunin hefur gengið vonum framar. Betur má þó ef duga skal enda eru margir í slæmri stöðu og mál eins þeirra Abrahims og Hanyie alltof algeng,“ segir Guðmundur.

Guðmundur starfaði áður sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og kynntist þeim feðginum þar. „ Ég ákvað að hætta þar því ég vildi gera meira fyrir fólk eins og Abrahim og Hanyie en ég gat hjá Rauða krossinum. Því slóst ég í lið með Solaris þar sem ég hef starfað sem sjálfboðaliði.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár