Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði

Rík­is­skatt­stjóri sótti rúma þrjá millj­arða til á ann­að hundrað ein­stak­linga með endurákvörð­un­um á skött­um. Þekkt­ir fjár­fest­ar og banka­menn eru þar á með­al. Tekj­ur af kaup- og sölu­rétt­ar­samn­ing­um fyr­ir hrun skatt­lagð­ar sem starfstengd hlunn­indi.

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði
Tekjuskattur af starfstengdum hlunnindum Ríkisskattstjóri hefur sótt rúmlega þrjá milljarða króna til á annað hundrað einstaklinga sem voru með kaup- og söluréttarsamninga á hlutabréfum við vinnuveitendur sína á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008. Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis, er einn þeirra.Mynd Alvogen Mynd: Alvogen

Róbert mun greiða þessa fjárhæð samkvæmt samkomulagi við skattstjóra líkt og tíðkast í svona málum,“ segir Halldór Kristmannsson, sem séð hefur um samskipti við fjölmiðla fyrir fjárfestinn Róbert Wessmann, aðspurður um hvort Róbert hafi endurgreitt embætti Ríkisskattstjóra skatt af tæplega milljarðs króna launatekjum sem voru endurákvarðaðar á hann í fyrra fyrir árið 2007. Fjallað er um málið gegn Róberti í úrskurði yfirskattanefndar frá því í fyrra en nafn fjárfestisins kemur ekki fram í úrskurðinum.
Deilt um skatt af kaupréttarsamningum

Deilan snýst í grunninn um það hvort skilgreina beri tekjur af kaupréttarsamningum stjórnenda í fyrirtækjum sem fjármagns- eða launatekjur. Róbert Wessmann var forstjóri Actavis fram á mitt ár 2007 og átti hlutabréf í samheitalyfjafyrirtækinu sem voru hluti af starfskjörum hans. Viðskipti Róberts með hlutabréfin fóru að hluta til fram í gegnum aflandsfélag í Panama. Þegar Róbert hætti hjá Actavis eftir yfirtöku Björgólfs Thors Björgólfssonar á fyrirtækinu seldi hann hlutabréf sín. Róbert greiddi fjármagnstekjuskatt af tekjum sínum af hlutabréfaeigninni. 
Inntak deilunnar er í reynd að þegar og ef starfsmaðurinn selur slík hlutabréf þá eigi hann að greiða af þeim skatt líkt og af launatekjum en ekki fjármagnstekjuskatt þar sem hlutabréfaeignin var beintengd við starf viðkomandi og í mörgum tilfellum hluti af ráðningarsamningi hans. Mikill munur er á fjármagns­tekjuskatti og tekjuskatti en sá fyrrnefndi er tíu prósent á meðan tekjuskattur er þrisvar til fjórum sinnum hærri, en taka þarf tillit til launa viðkomandi við ákvörðun hans. Því er um verulega breytingu að ræða fyrir viðkomandi og geta upphæðirnar sem um ræðir, sem viðkomandi þar að greiða til baka, hlaupið á mörg hundruð milljónum króna.

Einnig Þórður Már, Sigurður og Bjarki 

Ríkisskattstjóri, yfirskattanefnd og dómstólar á Íslandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flokka beri tekjur sem mynduðust af slíkum kaupréttarsamningum sem starfstengd hlunninndi og að þar með beri af greiða af þeim skatta líkt og af launum en ekki fjármagnstekjuskatt. 
Ljóst var strax árið 2009, þegar yfirskattanefnd kvað upp fyrsta úrskurð sinn í sambærilegu máli, að margir íslenskir stjórnendur fyrirtækja, sem voru með slíka kaupréttarsamninga, myndu þurfa að endurgreiða háar fjárhæðir til skattstjóra vegna þessa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár