Róbert mun greiða þessa fjárhæð samkvæmt samkomulagi við skattstjóra líkt og tíðkast í svona málum,“ segir Halldór Kristmannsson, sem séð hefur um samskipti við fjölmiðla fyrir fjárfestinn Róbert Wessmann, aðspurður um hvort Róbert hafi endurgreitt embætti Ríkisskattstjóra skatt af tæplega milljarðs króna launatekjum sem voru endurákvarðaðar á hann í fyrra fyrir árið 2007. Fjallað er um málið gegn Róberti í úrskurði yfirskattanefndar frá því í fyrra en nafn fjárfestisins kemur ekki fram í úrskurðinum.
Deilt um skatt af kaupréttarsamningum
Deilan snýst í grunninn um það hvort skilgreina beri tekjur af kaupréttarsamningum stjórnenda í fyrirtækjum sem fjármagns- eða launatekjur. Róbert Wessmann var forstjóri Actavis fram á mitt ár 2007 og átti hlutabréf í samheitalyfjafyrirtækinu sem voru hluti af starfskjörum hans. Viðskipti Róberts með hlutabréfin fóru að hluta til fram í gegnum aflandsfélag í Panama. Þegar Róbert hætti hjá Actavis eftir yfirtöku Björgólfs Thors Björgólfssonar á fyrirtækinu seldi hann hlutabréf sín. Róbert greiddi fjármagnstekjuskatt af tekjum sínum af hlutabréfaeigninni.
Inntak deilunnar er í reynd að þegar og ef starfsmaðurinn selur slík hlutabréf þá eigi hann að greiða af þeim skatt líkt og af launatekjum en ekki fjármagnstekjuskatt þar sem hlutabréfaeignin var beintengd við starf viðkomandi og í mörgum tilfellum hluti af ráðningarsamningi hans. Mikill munur er á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti en sá fyrrnefndi er tíu prósent á meðan tekjuskattur er þrisvar til fjórum sinnum hærri, en taka þarf tillit til launa viðkomandi við ákvörðun hans. Því er um verulega breytingu að ræða fyrir viðkomandi og geta upphæðirnar sem um ræðir, sem viðkomandi þar að greiða til baka, hlaupið á mörg hundruð milljónum króna.
Einnig Þórður Már, Sigurður og Bjarki
Ríkisskattstjóri, yfirskattanefnd og dómstólar á Íslandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flokka beri tekjur sem mynduðust af slíkum kaupréttarsamningum sem starfstengd hlunninndi og að þar með beri af greiða af þeim skatta líkt og af launum en ekki fjármagnstekjuskatt.
Ljóst var strax árið 2009, þegar yfirskattanefnd kvað upp fyrsta úrskurð sinn í sambærilegu máli, að margir íslenskir stjórnendur fyrirtækja, sem voru með slíka kaupréttarsamninga, myndu þurfa að endurgreiða háar fjárhæðir til skattstjóra vegna þessa.
Athugasemdir