Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði

Rík­is­skatt­stjóri sótti rúma þrjá millj­arða til á ann­að hundrað ein­stak­linga með endurákvörð­un­um á skött­um. Þekkt­ir fjár­fest­ar og banka­menn eru þar á með­al. Tekj­ur af kaup- og sölu­rétt­ar­samn­ing­um fyr­ir hrun skatt­lagð­ar sem starfstengd hlunn­indi.

Róberti gert að endurgreiða skatta af tæplega milljarði
Tekjuskattur af starfstengdum hlunnindum Ríkisskattstjóri hefur sótt rúmlega þrjá milljarða króna til á annað hundrað einstaklinga sem voru með kaup- og söluréttarsamninga á hlutabréfum við vinnuveitendur sína á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008. Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis, er einn þeirra.Mynd Alvogen Mynd: Alvogen

Róbert mun greiða þessa fjárhæð samkvæmt samkomulagi við skattstjóra líkt og tíðkast í svona málum,“ segir Halldór Kristmannsson, sem séð hefur um samskipti við fjölmiðla fyrir fjárfestinn Róbert Wessmann, aðspurður um hvort Róbert hafi endurgreitt embætti Ríkisskattstjóra skatt af tæplega milljarðs króna launatekjum sem voru endurákvarðaðar á hann í fyrra fyrir árið 2007. Fjallað er um málið gegn Róberti í úrskurði yfirskattanefndar frá því í fyrra en nafn fjárfestisins kemur ekki fram í úrskurðinum.
Deilt um skatt af kaupréttarsamningum

Deilan snýst í grunninn um það hvort skilgreina beri tekjur af kaupréttarsamningum stjórnenda í fyrirtækjum sem fjármagns- eða launatekjur. Róbert Wessmann var forstjóri Actavis fram á mitt ár 2007 og átti hlutabréf í samheitalyfjafyrirtækinu sem voru hluti af starfskjörum hans. Viðskipti Róberts með hlutabréfin fóru að hluta til fram í gegnum aflandsfélag í Panama. Þegar Róbert hætti hjá Actavis eftir yfirtöku Björgólfs Thors Björgólfssonar á fyrirtækinu seldi hann hlutabréf sín. Róbert greiddi fjármagnstekjuskatt af tekjum sínum af hlutabréfaeigninni. 
Inntak deilunnar er í reynd að þegar og ef starfsmaðurinn selur slík hlutabréf þá eigi hann að greiða af þeim skatt líkt og af launatekjum en ekki fjármagnstekjuskatt þar sem hlutabréfaeignin var beintengd við starf viðkomandi og í mörgum tilfellum hluti af ráðningarsamningi hans. Mikill munur er á fjármagns­tekjuskatti og tekjuskatti en sá fyrrnefndi er tíu prósent á meðan tekjuskattur er þrisvar til fjórum sinnum hærri, en taka þarf tillit til launa viðkomandi við ákvörðun hans. Því er um verulega breytingu að ræða fyrir viðkomandi og geta upphæðirnar sem um ræðir, sem viðkomandi þar að greiða til baka, hlaupið á mörg hundruð milljónum króna.

Einnig Þórður Már, Sigurður og Bjarki 

Ríkisskattstjóri, yfirskattanefnd og dómstólar á Íslandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flokka beri tekjur sem mynduðust af slíkum kaupréttarsamningum sem starfstengd hlunninndi og að þar með beri af greiða af þeim skatta líkt og af launum en ekki fjármagnstekjuskatt. 
Ljóst var strax árið 2009, þegar yfirskattanefnd kvað upp fyrsta úrskurð sinn í sambærilegu máli, að margir íslenskir stjórnendur fyrirtækja, sem voru með slíka kaupréttarsamninga, myndu þurfa að endurgreiða háar fjárhæðir til skattstjóra vegna þessa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár