Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti lýð­veld­is­ins, átti af­mæli í gær og því lög­bund­inn fánadag­ur. Á Aust­ur­landi var ekki flagg­að fyr­ir hon­um ým­ist vegna skorts á fé eða fána­stöng­um.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

„Við höfum yfirleitt sett upp fána þegar forseti hefur átt afmæli á venjulegum degi. Þannig að þetta eru engin mótmæli við forseta,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Stundina.

Í gær var afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, og því lögbundinn fánadagur. Á Austurlandi flögguðu þó fæstar ríkisstofnanir. Ekki var flaggað við lögreglustöðvarnar á Eskifirði og Egilsstöðum eða skrifstofu sýslumanns á Seyðisfirði.

„Við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall.“

„Málið er fyrir það fyrsta að við erum ekki með neina menn á vöktum í startholum til að flagga á almennum frídögum. Við höfum hreinlega ekki farið út í það. Við höfum hreinlega ekki fjárveitingu í það að kalla út fólk í slík verkefni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall til þess að flagga. Meðan við réðum yfir lögreglunni þá var það eitt símtal og lögregla á vakt flaggaði,“ segir Lárus.

Engin stöng

Líkt og hjá sýslumanni var ekki flaggað við lögreglustöðina á Eskifirði. Stundin fékk þau svör hjá Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra á Austurlandi, að ástæða þess að ekki var flaggað þar var vegna framkvæmda við lögreglustöðina, fánastöng hafi ekki verið reist og því ómögulegt að flagga forseta til heiðurs. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, neitaði að tjá sig um fánaskortinn á Egilsstöðum.

Sjálfboðavinna að flagga

Lárus bendir á að víðs vegar á Austurlandi deili sýslumaður og lögregla húsnæði. „Málið er að um áramótin verður breyting á lögum um að sýslumenn og lögregla eru aðskilin. Það verður til sérstakt lögreglustjóraembætti og sérstakt sýslumannsembætti fyrir landshlutann. Í sjálfu sér má segja að þetta séu blandaðar stofnanir, lögreglan og sýslumaður eru í húsnæðinu við Strandgötu á Eskifirði. Sama er á Egilsstöðum. Hérna á Seyðisfirði er ekki lögregla í húsinu hjá okkur og það var ekki flaggað hér. Við vorum með mann í þessu um tíma sem gerði þetta í hálfgerði sjálfboðavinnu að flagga fyrir okkur þegar það átti við. Það hefur enginn tekið það hlutverk,“ segir Lárus.

Braut mögulega lög

Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma frá árinu 1991 kemur fram að opinberar stofnanir skuli flagga á samtals 12 dögum á árinu og er fæðingardagur forseta Íslands efstur á lista. „Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins,“ segir í forsetaúrskurði. Lárus segist ekki hafa kynnt sér það hvort stofnunin hafi brotið lög með því að flagga ekki á afmæli Ólafs Ragnars. Lárus segir að stofnunin hafi reynt að flagga á fánadögum þegar allir séu í vinnunni. Vandinn við það er sá að aðeins þrír fánadagar eru ekki frídagar, sjómannadagurinn og fæðingardagar Ólafs Ragnars og Jónasar Hallgrímssonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár