Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti lýð­veld­is­ins, átti af­mæli í gær og því lög­bund­inn fánadag­ur. Á Aust­ur­landi var ekki flagg­að fyr­ir hon­um ým­ist vegna skorts á fé eða fána­stöng­um.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

„Við höfum yfirleitt sett upp fána þegar forseti hefur átt afmæli á venjulegum degi. Þannig að þetta eru engin mótmæli við forseta,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Stundina.

Í gær var afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, og því lögbundinn fánadagur. Á Austurlandi flögguðu þó fæstar ríkisstofnanir. Ekki var flaggað við lögreglustöðvarnar á Eskifirði og Egilsstöðum eða skrifstofu sýslumanns á Seyðisfirði.

„Við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall.“

„Málið er fyrir það fyrsta að við erum ekki með neina menn á vöktum í startholum til að flagga á almennum frídögum. Við höfum hreinlega ekki farið út í það. Við höfum hreinlega ekki fjárveitingu í það að kalla út fólk í slík verkefni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall til þess að flagga. Meðan við réðum yfir lögreglunni þá var það eitt símtal og lögregla á vakt flaggaði,“ segir Lárus.

Engin stöng

Líkt og hjá sýslumanni var ekki flaggað við lögreglustöðina á Eskifirði. Stundin fékk þau svör hjá Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra á Austurlandi, að ástæða þess að ekki var flaggað þar var vegna framkvæmda við lögreglustöðina, fánastöng hafi ekki verið reist og því ómögulegt að flagga forseta til heiðurs. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, neitaði að tjá sig um fánaskortinn á Egilsstöðum.

Sjálfboðavinna að flagga

Lárus bendir á að víðs vegar á Austurlandi deili sýslumaður og lögregla húsnæði. „Málið er að um áramótin verður breyting á lögum um að sýslumenn og lögregla eru aðskilin. Það verður til sérstakt lögreglustjóraembætti og sérstakt sýslumannsembætti fyrir landshlutann. Í sjálfu sér má segja að þetta séu blandaðar stofnanir, lögreglan og sýslumaður eru í húsnæðinu við Strandgötu á Eskifirði. Sama er á Egilsstöðum. Hérna á Seyðisfirði er ekki lögregla í húsinu hjá okkur og það var ekki flaggað hér. Við vorum með mann í þessu um tíma sem gerði þetta í hálfgerði sjálfboðavinnu að flagga fyrir okkur þegar það átti við. Það hefur enginn tekið það hlutverk,“ segir Lárus.

Braut mögulega lög

Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma frá árinu 1991 kemur fram að opinberar stofnanir skuli flagga á samtals 12 dögum á árinu og er fæðingardagur forseta Íslands efstur á lista. „Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins,“ segir í forsetaúrskurði. Lárus segist ekki hafa kynnt sér það hvort stofnunin hafi brotið lög með því að flagga ekki á afmæli Ólafs Ragnars. Lárus segir að stofnunin hafi reynt að flagga á fánadögum þegar allir séu í vinnunni. Vandinn við það er sá að aðeins þrír fánadagar eru ekki frídagar, sjómannadagurinn og fæðingardagar Ólafs Ragnars og Jónasar Hallgrímssonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár