Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti lýð­veld­is­ins, átti af­mæli í gær og því lög­bund­inn fánadag­ur. Á Aust­ur­landi var ekki flagg­að fyr­ir hon­um ým­ist vegna skorts á fé eða fána­stöng­um.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

„Við höfum yfirleitt sett upp fána þegar forseti hefur átt afmæli á venjulegum degi. Þannig að þetta eru engin mótmæli við forseta,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Stundina.

Í gær var afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, og því lögbundinn fánadagur. Á Austurlandi flögguðu þó fæstar ríkisstofnanir. Ekki var flaggað við lögreglustöðvarnar á Eskifirði og Egilsstöðum eða skrifstofu sýslumanns á Seyðisfirði.

„Við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall.“

„Málið er fyrir það fyrsta að við erum ekki með neina menn á vöktum í startholum til að flagga á almennum frídögum. Við höfum hreinlega ekki farið út í það. Við höfum hreinlega ekki fjárveitingu í það að kalla út fólk í slík verkefni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall til þess að flagga. Meðan við réðum yfir lögreglunni þá var það eitt símtal og lögregla á vakt flaggaði,“ segir Lárus.

Engin stöng

Líkt og hjá sýslumanni var ekki flaggað við lögreglustöðina á Eskifirði. Stundin fékk þau svör hjá Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra á Austurlandi, að ástæða þess að ekki var flaggað þar var vegna framkvæmda við lögreglustöðina, fánastöng hafi ekki verið reist og því ómögulegt að flagga forseta til heiðurs. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, neitaði að tjá sig um fánaskortinn á Egilsstöðum.

Sjálfboðavinna að flagga

Lárus bendir á að víðs vegar á Austurlandi deili sýslumaður og lögregla húsnæði. „Málið er að um áramótin verður breyting á lögum um að sýslumenn og lögregla eru aðskilin. Það verður til sérstakt lögreglustjóraembætti og sérstakt sýslumannsembætti fyrir landshlutann. Í sjálfu sér má segja að þetta séu blandaðar stofnanir, lögreglan og sýslumaður eru í húsnæðinu við Strandgötu á Eskifirði. Sama er á Egilsstöðum. Hérna á Seyðisfirði er ekki lögregla í húsinu hjá okkur og það var ekki flaggað hér. Við vorum með mann í þessu um tíma sem gerði þetta í hálfgerði sjálfboðavinnu að flagga fyrir okkur þegar það átti við. Það hefur enginn tekið það hlutverk,“ segir Lárus.

Braut mögulega lög

Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma frá árinu 1991 kemur fram að opinberar stofnanir skuli flagga á samtals 12 dögum á árinu og er fæðingardagur forseta Íslands efstur á lista. „Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins,“ segir í forsetaúrskurði. Lárus segist ekki hafa kynnt sér það hvort stofnunin hafi brotið lög með því að flagga ekki á afmæli Ólafs Ragnars. Lárus segir að stofnunin hafi reynt að flagga á fánadögum þegar allir séu í vinnunni. Vandinn við það er sá að aðeins þrír fánadagar eru ekki frídagar, sjómannadagurinn og fæðingardagar Ólafs Ragnars og Jónasar Hallgrímssonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár