Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti lýð­veld­is­ins, átti af­mæli í gær og því lög­bund­inn fánadag­ur. Á Aust­ur­landi var ekki flagg­að fyr­ir hon­um ým­ist vegna skorts á fé eða fána­stöng­um.

Ríkisstofnanir á Austurlandi flögguðu ekki fyrir Ólafi Ragnari

„Við höfum yfirleitt sett upp fána þegar forseti hefur átt afmæli á venjulegum degi. Þannig að þetta eru engin mótmæli við forseta,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Stundina.

Í gær var afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, og því lögbundinn fánadagur. Á Austurlandi flögguðu þó fæstar ríkisstofnanir. Ekki var flaggað við lögreglustöðvarnar á Eskifirði og Egilsstöðum eða skrifstofu sýslumanns á Seyðisfirði.

„Við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall.“

„Málið er fyrir það fyrsta að við erum ekki með neina menn á vöktum í startholum til að flagga á almennum frídögum. Við höfum hreinlega ekki farið út í það. Við höfum hreinlega ekki fjárveitingu í það að kalla út fólk í slík verkefni. Staðreyndin er sú að við höfum ekki fjármagn til að kalla út mann og borga honum fjóra tíma í útkall til þess að flagga. Meðan við réðum yfir lögreglunni þá var það eitt símtal og lögregla á vakt flaggaði,“ segir Lárus.

Engin stöng

Líkt og hjá sýslumanni var ekki flaggað við lögreglustöðina á Eskifirði. Stundin fékk þau svör hjá Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra á Austurlandi, að ástæða þess að ekki var flaggað þar var vegna framkvæmda við lögreglustöðina, fánastöng hafi ekki verið reist og því ómögulegt að flagga forseta til heiðurs. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, neitaði að tjá sig um fánaskortinn á Egilsstöðum.

Sjálfboðavinna að flagga

Lárus bendir á að víðs vegar á Austurlandi deili sýslumaður og lögregla húsnæði. „Málið er að um áramótin verður breyting á lögum um að sýslumenn og lögregla eru aðskilin. Það verður til sérstakt lögreglustjóraembætti og sérstakt sýslumannsembætti fyrir landshlutann. Í sjálfu sér má segja að þetta séu blandaðar stofnanir, lögreglan og sýslumaður eru í húsnæðinu við Strandgötu á Eskifirði. Sama er á Egilsstöðum. Hérna á Seyðisfirði er ekki lögregla í húsinu hjá okkur og það var ekki flaggað hér. Við vorum með mann í þessu um tíma sem gerði þetta í hálfgerði sjálfboðavinnu að flagga fyrir okkur þegar það átti við. Það hefur enginn tekið það hlutverk,“ segir Lárus.

Braut mögulega lög

Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma frá árinu 1991 kemur fram að opinberar stofnanir skuli flagga á samtals 12 dögum á árinu og er fæðingardagur forseta Íslands efstur á lista. „Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins,“ segir í forsetaúrskurði. Lárus segist ekki hafa kynnt sér það hvort stofnunin hafi brotið lög með því að flagga ekki á afmæli Ólafs Ragnars. Lárus segir að stofnunin hafi reynt að flagga á fánadögum þegar allir séu í vinnunni. Vandinn við það er sá að aðeins þrír fánadagar eru ekki frídagar, sjómannadagurinn og fæðingardagar Ólafs Ragnars og Jónasar Hallgrímssonar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár