Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reyndi að stofna stjórnmálaflokk einn síns liðs mánuði fyrir kosningar

Þormar Jóns­son gerði heið­ar­lega til­raun til þess að stofna stjórn­mála­flokk­inn Fram­fara­flokk­inn ein­ung­is mán­uði fyr­ir kosn­ing­ar. Fram­boð­inu var sjálf­hætt þeg­ar eng­inn mætti á stofn­fund.

Reyndi að stofna stjórnmálaflokk einn síns liðs mánuði fyrir kosningar
Þormar Jónsson gerði heiðarlega tilraun til að stofna stjórnmálaflokk mánuði fyrir kosningar. Mynd: Kristinn Magnússon

Rúmum mánuði fyrir kosningar kynnti Þormar Jónsson Framfaraflokkinn til leiks fyrir alþingiskosningarnar og fékk úthlutað listabókstafnum N. Þormar kom einn að stofnun flokksins og var engin verkefnastjórn mynduð um undirbúninginn eða málefnavinnu flokksins. Þormar hugðist bjóða fram lista í öllum kjördæmum og leigði sal á Hótel Nordica Hilton fyrir stofnfundinn sem haldinn var um síðustu helgi. Framboðinu var hins vegar sjálfhætt þegar enginn mætti á stofnfund flokksins. 

„Ég er búinn að slá þetta af,“ segir Þormar í samtali við Stundina. „Ég hélt ég gæti fengið eitthvert hugsjónafólk til þess að vinna þetta með mér, en fólk kom ekki. Þessu er því sjálfhætt.“

Þormar segist í samtali við Stundina í síðustu viku ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn sé að koma of seint fram á sjónarsviðið og stefndi ótrauður á að bjóða fram í öllum kjördæmum. Hann sagðist bjartsýnn á að framboðið myndi vekja athygli á vikunum fyrir kosningar. „Ég er búinn að vera að undirbúa þetta í hálft ár og ef maður finnur tvo, þrjá góða í hverju kjördæmi þá er fljótt að tínast inn á lista,“ sagði Þormar. Nú hefur hann hins vegar lagt árar í bát. 

Vaknaði upp á nóttunni og hugsaði um stjórnmál

Þormar segist hafa reitt fram rúma milljón króna úr eigin vasa fyrir framboðið. Peningurinn fór meðal annars í heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu og leigu á salnum á Hótel Nordica Hilton. „Ég fórnaði mér alveg í þetta,“ segir hann. 

Aðspurður hvers vegna hann ákvað að fara af stað í þetta ævintýri segir Þormar: „Ég veit ekki hvort það eigi að kalla það köllun. Fyrir um ári síðan 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár