Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reyndi að stofna stjórnmálaflokk einn síns liðs mánuði fyrir kosningar

Þormar Jóns­son gerði heið­ar­lega til­raun til þess að stofna stjórn­mála­flokk­inn Fram­fara­flokk­inn ein­ung­is mán­uði fyr­ir kosn­ing­ar. Fram­boð­inu var sjálf­hætt þeg­ar eng­inn mætti á stofn­fund.

Reyndi að stofna stjórnmálaflokk einn síns liðs mánuði fyrir kosningar
Þormar Jónsson gerði heiðarlega tilraun til að stofna stjórnmálaflokk mánuði fyrir kosningar. Mynd: Kristinn Magnússon

Rúmum mánuði fyrir kosningar kynnti Þormar Jónsson Framfaraflokkinn til leiks fyrir alþingiskosningarnar og fékk úthlutað listabókstafnum N. Þormar kom einn að stofnun flokksins og var engin verkefnastjórn mynduð um undirbúninginn eða málefnavinnu flokksins. Þormar hugðist bjóða fram lista í öllum kjördæmum og leigði sal á Hótel Nordica Hilton fyrir stofnfundinn sem haldinn var um síðustu helgi. Framboðinu var hins vegar sjálfhætt þegar enginn mætti á stofnfund flokksins. 

„Ég er búinn að slá þetta af,“ segir Þormar í samtali við Stundina. „Ég hélt ég gæti fengið eitthvert hugsjónafólk til þess að vinna þetta með mér, en fólk kom ekki. Þessu er því sjálfhætt.“

Þormar segist í samtali við Stundina í síðustu viku ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn sé að koma of seint fram á sjónarsviðið og stefndi ótrauður á að bjóða fram í öllum kjördæmum. Hann sagðist bjartsýnn á að framboðið myndi vekja athygli á vikunum fyrir kosningar. „Ég er búinn að vera að undirbúa þetta í hálft ár og ef maður finnur tvo, þrjá góða í hverju kjördæmi þá er fljótt að tínast inn á lista,“ sagði Þormar. Nú hefur hann hins vegar lagt árar í bát. 

Vaknaði upp á nóttunni og hugsaði um stjórnmál

Þormar segist hafa reitt fram rúma milljón króna úr eigin vasa fyrir framboðið. Peningurinn fór meðal annars í heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu og leigu á salnum á Hótel Nordica Hilton. „Ég fórnaði mér alveg í þetta,“ segir hann. 

Aðspurður hvers vegna hann ákvað að fara af stað í þetta ævintýri segir Þormar: „Ég veit ekki hvort það eigi að kalla það köllun. Fyrir um ári síðan 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár