Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reykjavíkurborg krefst þess að Sigmundur víki sæti vegna bloggskrifa

Deilt er um hvort frið­lýsa skuli hafn­ar­garð­inn á lóð­inni Aust­ur­bakka 2 í Reykja­vík. Borg­ar­lög­mað­ur seg­ir að Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafa kom­ið að mál­inu á fyrri stig­um og því van­hæf­an til að taka af­stöðu til frið­lýs­ing­ar­til­lög­unn­ar.

Reykjavíkurborg krefst þess að Sigmundur víki sæti vegna bloggskrifa

Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra víki sæti við meðferð tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu hafnargarðsins á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík. Þetta kemur fram í athugasemdum borgarlögmanns sem sendar voru forsætisráðuneytinu þann 9. október síðastliðinn. Í bréfinu er því haldið fram að með friðlýsingu yrði gengið miklu lengra en nauðsynlegt geti talist til að tryggja vernd og varðveislu hafnargarðsins.

Samkvæmt lögum um menningarminjar kemur það í hlut ráðherra að friðlýsa menningarminjar, eða afnema friðlýsingu þeirra, að fenginni tillögu Minjastofnunar. Sú stofnun heyrir nú undir forsætisráðherra og dregur borgarlögmaður í efa stjórnsýslulegt hæfi Sigmundar Davíðs til þess að taka afstöðu til þess erindis Minjastofnunar sem hér er fjallað um. 

„Í fyrsta lagi skal bent á að í grein á heimasíðu sinni, sigmundurdavid.is, sem birtist hinn 27. ágúst sl., fjallar forsætisráðherra um uggvænlega þróun í skipulagsmálum borgarinnar eins og hann kýs að kalla það,“ segir í bréfi Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns.

Er bent á að í niðurlagi greinarinnar hafi forsætisráðherra sérstaklega vísað til umrædds hafnargarðs. Orðrétt skrifaði forsætisráðherra: „Fornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar.“ 

Þegar komið að málinu

Einnig kemur fram að forstöðumaður Minjastofnunar hafi upplýst um það á fundi borgarráðs 1. október að forsætisráðherra hefði nú þegar komið að málinu á fyrri stigum. „Upplýsti forstöðumaðurinn um að ráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu síðastliðið sumar fengið kynningu frá stofnuninni á því sem komið hefði í ljós við fornleifarannsóknir á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
FréttirSveitastjórnarmál

Ey­þór Arn­alds í dul­búnu hverf­is­blaði Sjálf­stæð­is­manna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vega­kerf­ið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár