Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reykjavíkurborg krefst þess að Sigmundur víki sæti vegna bloggskrifa

Deilt er um hvort frið­lýsa skuli hafn­ar­garð­inn á lóð­inni Aust­ur­bakka 2 í Reykja­vík. Borg­ar­lög­mað­ur seg­ir að Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafa kom­ið að mál­inu á fyrri stig­um og því van­hæf­an til að taka af­stöðu til frið­lýs­ing­ar­til­lög­unn­ar.

Reykjavíkurborg krefst þess að Sigmundur víki sæti vegna bloggskrifa

Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra víki sæti við meðferð tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu hafnargarðsins á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík. Þetta kemur fram í athugasemdum borgarlögmanns sem sendar voru forsætisráðuneytinu þann 9. október síðastliðinn. Í bréfinu er því haldið fram að með friðlýsingu yrði gengið miklu lengra en nauðsynlegt geti talist til að tryggja vernd og varðveislu hafnargarðsins.

Samkvæmt lögum um menningarminjar kemur það í hlut ráðherra að friðlýsa menningarminjar, eða afnema friðlýsingu þeirra, að fenginni tillögu Minjastofnunar. Sú stofnun heyrir nú undir forsætisráðherra og dregur borgarlögmaður í efa stjórnsýslulegt hæfi Sigmundar Davíðs til þess að taka afstöðu til þess erindis Minjastofnunar sem hér er fjallað um. 

„Í fyrsta lagi skal bent á að í grein á heimasíðu sinni, sigmundurdavid.is, sem birtist hinn 27. ágúst sl., fjallar forsætisráðherra um uggvænlega þróun í skipulagsmálum borgarinnar eins og hann kýs að kalla það,“ segir í bréfi Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns.

Er bent á að í niðurlagi greinarinnar hafi forsætisráðherra sérstaklega vísað til umrædds hafnargarðs. Orðrétt skrifaði forsætisráðherra: „Fornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar.“ 

Þegar komið að málinu

Einnig kemur fram að forstöðumaður Minjastofnunar hafi upplýst um það á fundi borgarráðs 1. október að forsætisráðherra hefði nú þegar komið að málinu á fyrri stigum. „Upplýsti forstöðumaðurinn um að ráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu síðastliðið sumar fengið kynningu frá stofnuninni á því sem komið hefði í ljós við fornleifarannsóknir á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
FréttirSveitastjórnarmál

Ey­þór Arn­alds í dul­búnu hverf­is­blaði Sjálf­stæð­is­manna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vega­kerf­ið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu