Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rekstrarkostnaður Plain Vanilla rúmir tveir milljarðar á tveimur árum

Ís­lenski tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Plain Vanilla er enn ekki byrj­að­ur að skila tekj­um að ráði en Þor­steinn Frið­riks­son fram­kvæmda­stjóri seg­ir að von­ir standi til þess. Fyr­ir­tæk­ið er nær al­far­ið fjár­magn­að af banda­rísk­um fjár­fest­um. Um 100 manns starfa nú hjá fyr­ir­tæk­inu en voru tólf á ár­um áð­ur.

Rekstrarkostnaður Plain Vanilla rúmir tveir milljarðar á tveimur árum
Tekjurnar upp í rekstrarkostnað Rekstur tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla er dýr og en framkvæmdastjóri fyrirtækisins að kostnaðurinn sé vel á annað hundrað milljónir króna á mánuði um þessar mundir.

Rekstrarkostnaður fyrirtækisins Plain Vanilla, eiganda spurningaleikjarins QuizUp, nemur rúmlega tveimur milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. Í fyrra voru rekstrartekjurnar 845 milljónir króna en voru 222 milljónir króna árið þar áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra en í fyrra komu nær allar tekjur fyrirtækisins, rúmlega 873 milljónir króna, frá hluthöfum fyrirtækisins erlendis.

Fyrirtækið er ekki byrjað að skila miklum tekjum að sögn Þorsteins B. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Plain Vanilla. „Við erum búnir að vera að keyra mjög dýran rekstur og stórt fyrirtæki í dágóðan tíma og við höfum ekki verið að taka inn miklar tekjur. Tekjur er eitthvað sem við þurfum að horfa á og það lítur alveg ótrúlega vel út.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár