Rekstrarkostnaður fyrirtækisins Plain Vanilla, eiganda spurningaleikjarins QuizUp, nemur rúmlega tveimur milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. Í fyrra voru rekstrartekjurnar 845 milljónir króna en voru 222 milljónir króna árið þar áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra en í fyrra komu nær allar tekjur fyrirtækisins, rúmlega 873 milljónir króna, frá hluthöfum fyrirtækisins erlendis.
Fyrirtækið er ekki byrjað að skila miklum tekjum að sögn Þorsteins B. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Plain Vanilla. „Við erum búnir að vera að keyra mjög dýran rekstur og stórt fyrirtæki í dágóðan tíma og við höfum ekki verið að taka inn miklar tekjur. Tekjur er eitthvað sem við þurfum að horfa á og það lítur alveg ótrúlega vel út.“
Athugasemdir