Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar

Lög­regl­an nýt­ur að­stoð­ar er­lend­is frá við rann­sókn­ina á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur sem nú er rann­sak­að sem saka­mál. Rann­sókn­ar­gögn úr rauð­um Kia Rio-bíla­leigu­bíl hafa ver­ið send er­lend­is til grein­ing­ar. Tveir menn af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafa ver­ið úr­skurð­að­ir í tveggja vikna gæslu­varð­hald. Þeir neita báð­ir sök.

Rannsóknargögn úr bílaleigubílnum send úr landi til greiningar
Í héraðsdómi Reykjaness Annar skipverjanna tveggja, sem nú hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, leiddur fyrir dómara í hádeginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir og fengið aðstoð erlendis frá við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur yfirumsjón með rannsókninni á hvarfi Birnu. Stundin greindi frá því í dag að lögreglan rannsakar nú málið sem sakamál. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa rannsóknargögn úr bílaleigubílnum verið send erlendis til greiningar.

Grímur segist ekki geta staðfest hvort um sé að ræða lífsýni og þá ekki heldur hvort um sé að ræða gögn úr rauðum Kia Rio-bílaleigubíl eða önnur sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað á undanförnum dögum. „Við höfum fengið aðstoð erlendis frá við að greina gögn í víðasta skilningi þess orðs.“

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hvarfið á Birnu Brjánsdóttur er nú rannsakað sem sakamál og hafa tveir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Þá segir Grímur að mennirnir þrír séu allir Grænlendingar og að einhverjir þeirra hafi komið áður til Íslands með þessum sama grænlenska togara, Polar Nanoq. Ekki liggur fyrir hver af þeim leigði rauðan Kia Rio hjá Bílaleigu Akureyrar og þá segir lögregla það ekki staðfest að um sé að ræða sömu rauðu bifreið og sést á öryggismyndavélum þar sem ekki hafi náðst að greina bílnúmer hennar.

Vísir fullyrti í hádeginu að gögn sem fundust við rannsókn á rauðu Kia Rio-bifreiðinni bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur gat ekki staðfest það í samtali við Vísi. Lögreglan lagði hald á bílinn í Hlíðasmára í Kópavogi á þriðjudag og herma heimildir að skipverji á grænlenska togaranum hafi verið með bílinn, sem er bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar, á leigu á laugardagskvöld. 

Tveir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, en hennar hefur verið leitað frá því á laugardag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhand á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Mennirnir neita báðir sök. 

Yfirheyrslur hófust yfir þriðja manninum í morgun, þeim sem var handtekinn í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir einhvern tímann á milli kl. 19 og 20 í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár