Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra vill herða aðgangskröfur í háskólana og auka skilvirkni

Rík­is­stjórn­in hef­ur horf­ið al­veg frá stefnu Vís­inda- og tækni­ráðs um að ná með­al­tali OECD-ríkja og svo Norð­ur­landa hvað varð­ar fjár­fram­lög hins op­in­bera á hvern há­skóla­nema. Mennta­mála­ráð­herra vill auka að­gangs­stýr­ingu á há­skóla­stig­inu og ná fram skil­virkni.

Ráðherra vill herða aðgangskröfur í háskólana og auka skilvirkni

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, íhugar að herða aðgangskröfur að íslenskum háskólum til að ná marmiðum um aukin gæði og skilvirkni. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Iðunnar Garðarsdóttur, varaþingkonu Vinstri grænna, sem birtist á vef Alþingis í dag.

Spurning Iðunnar var svohljóðandi: „Telur ráðherra tilefni til þess að grípa til aðgerða vegna stöðu háskólastigsins í ljósi þess að þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit stjórnvalda um að fjármögnun háskólastigsins verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndunum gerir ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018–2022 ráð fyrir áframhaldandi undirfjármögnun háskólastigsins?“

Í svari ráðherra segir meðal annars að hann telji mikilvægt að fram fari heildarendurskoðun á fyrirkomulagi fjármögnunar háskólastigsins þar sem m.a. verði tekið mið af reynslu annarra landa af því að stýra aðgangi að háskólum.

„Slíkt tíðkast víðast hvar í mun meira mæli en á Íslandi. Þá hefur í erlendum úttektum á háskólakerfinu hér á landi verið bent á að fjármagni og kröftum sé dreift víða og að auka megi skilvirkni, samstarf og gæði með því að stækka stofnanir og skapa þannig öflugri einingar,“ segir í svarinu. „Mikilvægt er að athuga hvort unnt sé að ná markmiðum um aukin gæði með því að auka skilvirkni í kerfinu, draga úr brotthvarfi nemenda og auka aðgangskröfur að háskóla, auk þess að efla fjármögnun.“

Skömmu eftir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Stundina að áætlunin ylli sér miklum vonbrigðum og samræmdist ekki þeim fyrirheitum sem gefin voru í kosningabaráttu stjórnmálaflokka síðasta haust. Hann benti á að í aðdraganda síðustu þingkosninga hefði verið einhugur meðal stjórnmálaflokka um að Ísland skyldi stefna að því að ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema.

„Áætlunin er ekki í samræmi við þetta og víðs fjarri stefnu Vísinda- og tækniráðs um að ná OECD meðaltalinu 2016 og Norðurlandameðaltalinu 2020,“ sagði Jón Atli.

Í nýrri stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017 til 2019 kemur fram að stefnt sé að því að fjármögnun háskólastigsins nái meðaltali OECD árið 2020 og Norðurlanda árið 2025. Kristján Þór Júlíusson er formaður Vísinda- og tækniráðs, en hvorki svar hans við fyrirspurn Iðunnar né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar benda til þess að ná eigi meðaltali OECD hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema árið 2020, nema til standi að fækka nemendum umtalsvert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár