Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra á mynd með framkvæmdaaðilum einkasjúkrahússins

„Ég heyrði fyrst af þess­um fjár­fest­ingaráform­um í frétt­um,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra. Hann hitti Pedro Brugada hjarta­lækni og Henri Middeldorp, einn af fjár­fest­um verk­efn­is­ins í maí en seg­ir að þá hafi ekki ver­ið tal­að um einka­sjúkra­hús í Mos­fells­bæ.

Ráðherra á mynd með framkvæmdaaðilum einkasjúkrahússins

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV áðan að hann hefði fyrst í gær frétt af áformum um að reisa einkasjúkrahús í Mosfellsbæ.

Á vef Burbanks, móðurfélags fyrirtækisins MCPB ehf sem hefur fengið úthlutað lóð til framkvæmdarinnar, er að finna mynd af Kristjáni Þór ásamt Henri Middeldorp, fjárfesti sem kemur að verkefninu, og Pedro Brugada, þekktum hjartalækni sem verður einn af stjórnendum hátæknisjúkrahússins. 

Stundin hefur ekki náð tali af Kristjáni en í umræðum um málið á Facebook segir hann að myndin sé tekin þegar læknirinn kynnti honum hugmyndir sínar um að opna skurðstofu í Klíníkinni í Ármúla í maí.

„Engin umræða um þessar áformuðu framkvæmdir við spítalabyggingu fóru þar fram, né hafa farið fram eftir heimsóknina. Heyrði fyrst af þessu í fréttum RÚV,“ skrifar Kristján.

Eins og RÚV greindi frá í gær samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að úthluta félaginu MCPB ehf lóð undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús í samstarfi við Brugada. Framkvæmdin mun kosta um 50 milljarða eða álíka mikið og nýr Landspítali. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og og flokksfélagi Kristjáns Þórs, hefur undirritað samkomulagið um lóðina.

Fram kemur í greinum sem Burbanks Capital deilir á Facebook að Pedro Brugada hafi hitt íslenska heilbrigðisráðherrann í maí. „Í síðustu viku hitti ég velferðarráðherra, sem svo kynnti mig fyrir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. Stjórnmálamennirnir eru svo opnir. Þetta er eins og að fara í heimsókn til fjölskyldumeðlims,“ segir í grein sem birtist í byrjun sumars auk þess sem fram kemur að læknirinn sé spenntur fyrir genabanka DeCode. 

Haft var eftir fjárfestinum Henri Middeldorp í fréttum RÚV í gær að samkomulag hefði verið gert við íslensk heilbrigðisyfirvöld. Kristján Þór sagði hins vegar í viðtalinu í kvöld að hann kannaðist ekki við slíkt samkomulag. „Ég heyrði fyrst af þessum fjárfestingaráformum í fréttum ykkar,“ segir hann og bætir við: „Við höfum ekki gert neitt samkomulag eins og ég skil fréttirnar þá er þarna áform um uppbyggingu 1000 manna vinnustaðar, það höfum við hvorki heyrt af né rætt.“

Fjöldi fólks hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er Kristján Þór gagnrýndur harðlega. Hann svarar og segir að umrædd framkvæmd hafi ekki verið rædd þegar hann hitti Pedro Brugada hjartalækni í maí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár