„Ég tók ákvarðanir sem þurfti að taka en enginn stjórnmálamaður hefði dirfst að taka af ótta um orðstír sinn og feril.“ Þetta segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, í ítarlegu viðtali við tímaritið Houstonia í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að pólitíska elítan verður að víkja og mun víkja, því hún er ófær um að gera það sem þarf að gera.“
Í viðtalinu er ferill Jóns rakinn og aðdragandi þess að hann varð borgarstjóri í Reykjavík árið 2010. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir umdeildar ákvarðanir í starfi borgarstjóra sé Jón enn gríðarlega vinsæll meðal Íslendinga. Samkvæmt Jóni bendi nýjustu skoðanakannanir til þess að um 35 til 40 prósent kjósenda vilji sjá hann sem næsta forseta Íslands. Viðtalinu fylgja afar frumlegar myndir af Jóni í kúrekabúning - en með banana í stað byssu.
Útilokar ekki lengri dvöld
„Þetta er eitthvað sem kemur endurtekið upp í umræðunni; ég …
Athugasemdir