Pistlar Guðmundar Pálsson vélsmiðs hafa verið fjarlægðir af fréttasíðunni Vísi en grunur leikur á um að um gervimann hafi verið að ræða. Síðastliðinn föstudag birtist grein eftir Guðmund þar sem mannkostum Donalds Trump, forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna, var gert hátt undir höfði. „Ég fyllist viðbjóði þegar ég hugsa til þess að enginn af mögulegum frambjóðendum til embætti forseta Íslands hefur þorað að stíga fram sem sannur leiðtogi líkt og Donald Trump hefur gert í Bandaríkjunum,“ skrifaði Guðmundur meðal annars. Fljótlega var hins vegar vakið athygli á því á samfélagsmiðlum að Guðmundur Pálsson vélsmiður virðist ekki vera til. Þegar leitað er að myndinni af honum sem fylgdi pistlinum kemur upp erlend bloggsíða og er maðurinn á myndinni því að öllum líkindum breskur bloggari að nafninu Greg og býr í Finnlandi, en ekki Guðmundur Pálsson vélsmiður. Þess má geta að samkvæmt Þjóðskrá Íslands bera alls 51 manns nafnið Guðmundur Pálsson, þar af eru 33 með millinafn.
Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarristjóri fréttastofu 365 og umsjónarmaður Vísis, segist hafa séð umræðu á samskiptamiðlinum Twitter um að Guðmundur Pálsson vélsmiður væri að öllum líkindum gervimenni. „Við sendum honum póst og báðum hann um að gera grein fyrir því hver hann væri og fengum engin svör. Þangað til við heyrum eitthvað frá honum, sem
Athugasemdir