Sjálfstæðismenn leggja ofurkapp á að samkomulag náist í stjórnarskrárnefnd um breytingar svo stjórnarskrármálið verði ekki að kosningamáli. Píratar eru klofnir í afstöðu sinni og forsætisráðherra elur á úlfúð.
Hörð átök hafa staðið um þá þröskulda sem eiga að vera varðandi það að lög frá Alþingi verði felld úr gildi. Píratar hafa lagt á það áherslu innan stjórnarskrárnefndar að þröskuldurinn verði ekki hærri en 20 prósent.
Sjálfstæðismenn hafa viljað hafa hann sem hæstan en dragast inn á að hann verði 25 prósent. Það þýðir í raun að eigi að fella lög úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfa 25 prósent allra kosningabærra manna að synja lögunum. Heimildir Stundarinnar herma að pólarnir sem þar takast á séu píratar og sjálfstæðismenn.
Athugasemdir