Þegar Frans páfi var nýlega spurður hvort áhersla hans á jöfnuð þýddi að hann væri fylgjandi marxískara samfélagi sagði hann: „Það eru kommúnistarnir sem hugsa eins og hinir kristnu.“
Frans páfi hefur verið hylltur fyrir þá stefnubreytingu sem hann hefur boðað innan kaþólsku kirkjunnar að leggja aukna áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín, en hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir skoðanir sem margir hafa sagt vera hreinan og kláran kommúnisma.
Sjálfur hefur páfinn alltaf hafnað þeirri skilgreiningu á sér. Hann hefur þó aldrei fordæmt hugmyndafræðina og jafnvel hælt hreyfingum sem ástunda marxískar áherslur.
Í nýlegu viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica gekk páfinn argentínski skrefinu lengra. Þegar hann var spurður út í stefnu jafnaðar og stéttleysis sem hann hefur boðað í ræðu og gjörðum sagði hans heilagleiki: „Ef eitthvað er þá eru það kommúnistarnir sem hugsa eins og hinir kristnu. Kristur talaði um samfélag þar sem hinir …
Athugasemdir