Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttarr: Mál Bjartrar framtíðar voru ekki kosningaloforð heldur kosningaáherslur

Óljóst upp að hvaða marki Björt fram­tíð mun styðja eig­in kosn­inga­mál þeg­ar stjórn­ar­and­stað­an set­ur þau á dag­skrá. „Fátt gleð­ur mig meira en að velta fyr­ir mér sið­ferði­leg­um og heim­speki­leg­um spurn­ing­um,“ sagði Ótt­arr Proppé í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma í dag.

Óttarr: Mál Bjartrar framtíðar voru ekki kosningaloforð heldur kosningaáherslur

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra, gerði sérstaklega að umtalsefni á Alþingi í dag að Björt framtíð hefði reynt að gefa ekki kosningaloforð heldur kynna frekar kosningaáherslur í aðdraganda kosninga. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um uppfyllingu kosningaloforða Bjartrar framtíðar. Óljóst er upp að hvaða marki Björt framtíð mun styðja eigin kosningamál þegar stjórnarandstaðan setur þau á dagskrá á kjörtímabilinu.

Í fyrirspurn sinni spurði Logi hvernig þingmenn Bjartrar framtíðar hygðust nálgast tillögur og frumvörp sem munu koma fram frá stjórnarandstöðunni og eru í samræmi við áherslumál Bjartrar framtíðar í aðdraganda kosninga. „Ég get nefnt frumvarp um greiðsluþátttöku sjúklinga sem mun koma fram, um áframhaldandi vinnu við gerð stjórnarskrár í samræmi við niðurstöður stjórnlagaráðs, að þjóðin fái sjálf að ákveða áframhaldandi ESB-viðræður og kerfisbreytingar í sjávarútvegi,“ sagði Logi og bætti við: „Hin spurningin er svo: Eru þingmenn Bjartrar framtíðar bundnir á einhvern hátt í stjórnarsamstarfinu til að greiða atkvæði gegn gefnum loforðum eða með teknu tilliti til hvenær tillögur koma fram?“

Óttarr Proppé svaraði með því að þakka Loga fyrir „heimspekilega“ fyrirspurn. „Ég þakka háttvirtum þingmanni kærlega fyrir fyrirspurnina sem var talsvert á heimspekilegum nótum sem gleður mig sérstaklega, fátt gleður mig meira en að velta fyrir mér siðferðilegum og heimspekilegum spurningum,“ sagði hann. Þá lagði hann áherslu á að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu, rétt eins og aðrir, kjósa eftir samvisku sinni. 

„En við töluðum oft um það og höfum talað um það frá því að Björt framtíð var stofnuð að þegar við ræðum málefni fyrir kosningar reynum við að tala um það sem áherslur, það sem við viljum berjast fyrir, en ekki loforð vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að í fæstum tilvikum munum við vera ein og sér með það vald að fullnægja þeim loforðum. Björt framtíð fékk ágæta kosningu en er eigi að síður einungis með fjóra þingmenn af 63, hefur þar af leiðandi augljóslega ekki meiri hluta til að knýja loforð sín í gegn án þess að vera í samvinnu við aðra.“

Logi sagði svarið þunnt, jaðra við útúrsnúning, og endurtók spurningu sína. Þá svaraði Óttarr:

„Ég skal reyna að svara háttvirtum þingmanni skýrar. Þingmenn Bjartrar framtíðar, eins og aðrir þingmenn á þingi, eru bundnir sannfæringu sinni þegar kemur að stuðningi mála eða synjun. Það er svo einfalt. Þau áherslumál, eins og ég orðaði það, eða kosningaloforð eins og margir myndu kalla það, sem okkar flokkur lagði fram í kosningum eru áhersluatriði flokksins og þau atriði sem við komum með inn í starfið á Alþingi. Svo ég ítreki það erum við auðvitað í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem hefur verið samið um áherslu í stjórnarsáttmála. Hann liggur fyrir og er opinber og við stöndum við hann. Hann er ekki allur úr kosningaloforðalista mínum heldur er hann sameiginlegar áherslur flokkanna sem hafa ákveðið að vinna saman. Það fer mjög mikið eftir því hvaða mál eru undir hver afstaðan verður og hvenær á kjörtímabilinu það verður. En ég skal fullvissa háttvirta þingmenn um það að við munum styðja við góð mál eins og við mögulega getum á þingi eins og aðrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár