Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ósammála Bjarna: Vill ljúka afgreiðslu fjárlaga fyrir kosningar vegna Dýrafjarðarganga

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son tel­ur að það liggi ekk­ert á að kjósa.

Ósammála Bjarna: Vill ljúka afgreiðslu fjárlaga fyrir kosningar vegna Dýrafjarðarganga

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur að það liggi ekkert á að kjósa til Alþingis og vill að fjárlög ársins 2017 verði afgreidd áður en næstu þingkosningar fara fram. Þetta kemur fram í pistli sem hann birtir á Eyjunni í kvöld. Pistillinn fjallar um hve brýnt sé að ráðist verði í framkvæmdir vegna Dýrafjarðarganga fyrir kosningar. 

„Áður en kosningum verður flýtt þá skulum við klára að afgreiða fjárlög fyrir árið 2017 og tryggja þannig fjármagn til verkefnisins á næsta ári,“ skrifar Ásmundur. Þetta er á skjön við þann skilning sem lagður hefur verið í málflutning Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi. Til dæmis hefur því verið slegið upp í fyrirsögn á Mbl.is að fjárlög verði ekki afgreidd fyrir kosningar.

Sem kunnugt er hafa Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefið fyrirheit um að kosið verði í haust. Á fundi þeirra með fulltrúum stjórnarandstöðunnar fyrir helgi kom fram að stefnt væri að kosningum í október. Oftast eru fjárlög afgreidd út úr þinginu seinni partinn í desember. Ef hugmyndir Ásmundar eiga að samræmast fyrirheitum Bjarna og Sigurðar er hins vegar ljóst að ljúka þarf afgreiðslu fjárlaga fyrr en venjan er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu