Linda Kristín Fjölnisdóttir hefur verið öryrki í um 20 ár og segir líf sitt ekki hafa verið neinn dans á rósum. Nýlega var íbúð sem hún var að leigja seld og henni gert að yfirgefa íbúðina með þriggja vikna fyrirvara. Hún sér fram á að sofa í bílnum sínum næstu nætur og veit ekkert hvernig framhaldið verður.
Til þess að draga fram lífið á örorkubótum hefur Linda þurft að gera hluti sem flestum þætti algjörlega óhugsandi. Hún þarf reglulega að leita sér matar í ruslagámum matvöruverslana. Hún lét draga úr sér allar tennurnar því það var ódýrara en að láta gera við þær. Hún bjó í bílnum sínum mánuðum saman þar til hún fékk lungnabólgu og var lögð inn á spítala. Nú er svo komið að því að Lindu hefur verið vísað út úr íbúð sem hún leigði vegna þess að hún var seld og henni gert að yfirgefa íbúðina …
Athugasemdir