Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Öryrki neyðist til að sofa í bílnum sínum

Leigu­verð í Reykja­vík hef­ur hækk­að um helm­ing á sama tíma og kaup­mátt­ur ör­yrkja hef­ur auk­ist um 1 pró­sent. Linda Krist­ín Fjöln­is­dótt­ir hef­ur misst hús­næði sitt og er kom­in í bíl­inn. Hún lýs­ir vanda þess að lifa á ör­orku­bót­um.

Öryrki neyðist til að sofa í bílnum sínum
Með búslóðina í bílnum Linda hefur áður þurft að sofa í bílnum mánuðum saman. Það endaði með því að hún fékk illvíga lungnabólgu. Mynd: Kristinn Magnússon

Linda Kristín Fjölnisdóttir hefur verið öryrki í um 20 ár og segir líf sitt ekki hafa verið neinn dans á rósum. Nýlega var íbúð sem hún var að leigja seld og henni gert að yfirgefa íbúðina með þriggja vikna fyrirvara. Hún sér fram á að sofa í bílnum sínum næstu nætur og veit ekkert hvernig framhaldið verður.

Til þess að draga fram lífið á örorkubótum hefur Linda þurft að gera hluti sem flestum þætti algjörlega óhugsandi. Hún þarf reglulega að leita sér matar í ruslagámum matvöruverslana. Hún lét draga úr sér allar tennurnar því það var ódýrara en að láta gera við þær. Hún bjó í bílnum sínum mánuðum saman þar til hún fékk lungnabólgu og var lögð inn á spítala. Nú er svo komið að því að Lindu hefur verið vísað út úr íbúð sem hún leigði vegna þess að hún var seld og henni gert að yfirgefa íbúðina …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár