Orkustofnun gagnrýnir verkefnisstjórn rammaáætlunar harðlega og fullyrðir að við flokkun virkjunarkosta hafi „þröngt sjónarhorn verndunar“ ráðið för. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar.
„Við rýni Orkustofnunar á drögum að lokaskýrslu vernefnisstjórnar þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur komið í ljós að forsendur flokkunar sem lýst er í skýrslunni byggja á veikum grunni og lýsa þröngri sýn verndunar,“ segir í skýrslunni auk þess sem staðhæft er að vinna verkefnisstjórnar uppfylli ekki markmið laga um verndar- og orkunýtingaráætlun frá 2011 nema að litlu leyti.
Athugasemdir