Ólöf Nordal innanríkisráðherra er enn skráð formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að ráðherra sé óheimilt að sitja í bankaráði samkvæmt lögum um bankann. Þetta kemur fram í frétt á vef Hringbrautar.
Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra í byrjun desember síðastliðnum en samkvæmt frétt Hringbrautar gengur stjórnarflokkunum erfiðlega að finna eftirmann Ólafar á formannsstóli. Formaður Sjálfstæðisflokksins vilji fela Tryggva Þór Herbertssyni fyrrverandi þingmanni flokksins formennskuna, en heimildir Hringbrautar herma að forysta Framsóknarflokksins hafi þvertekið fyrir það. Helst sé nú horft til manna á borð við dr. Friðrik Má Baldursson prófessor í hagfræði og Vilhjálm Egilsson rektor á Bifröst sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2003 og síðar framkvæmdastjóri SA.
Styður lögreglustjóra þrátt fyrir lögbrot
Líkt og Stundin greindi frá í síðustu viku styður Ólöf Nordal innanríkisráðherra Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að hún hafi samkvæmt úrskurði Persónuverndar brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem …
Athugasemdir