Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ólöf skráð formaður bankaráðs

Ólöf var skráð formað­ur banka­ráðs í fjóra mán­uði eft­ir af­sögn. Óheim­ilt sam­kvæmt lög­um um Seðla­banka Ís­lands. Ágrein­ing­ur milli stjórn­ar­flokk­anna.

Ólöf skráð formaður bankaráðs
Brýtur lög með formennsku í bankaráði Ólöf Nordal innanríkisráðherra er enn skráð formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að ráðherra sé óheimilt að sitja í bankaráði samkvæmt lögum um bankann. Mynd: Pressphotos

Ólöf Nordal innanríkisráðherra er enn skráð formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að ráðherra sé óheimilt að sitja í bankaráði samkvæmt lögum um bankann. Þetta kemur fram í frétt á vef Hringbrautar. 

Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra í byrjun desember síðastliðnum en samkvæmt frétt Hringbrautar gengur stjórnarflokkunum erfiðlega að finna eftirmann Ólafar á formannsstóli. Formaður Sjálfstæðisflokksins vilji fela Tryggva Þór Herbertssyni fyrrverandi þingmanni flokksins formennskuna, en heimildir Hringbrautar herma að forysta Framsóknarflokksins hafi þvertekið fyrir það. Helst sé nú horft til manna á borð við dr. Friðrik Má Baldursson prófessor í hagfræði og Vilhjálm Egilsson rektor á Bifröst sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2003 og síðar framkvæmdastjóri SA.

Styður lögreglustjóra þrátt fyrir lögbrot

Líkt og Stundin greindi frá í síðustu viku styður Ólöf Nordal innanríkisráðherra Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að hún hafi samkvæmt úrskurði Persónuverndar brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár