Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ólafur Ragnar snæddi með bankamönnum og umdeildum auðmanni

For­seti lýð­veld­is­ins var stadd­ur í London þeg­ar Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var heiðr­uð í Reykja­vík. Hann snæddi kvöld­verð með stjórn Goldm­an Sachs bank­ans, sem tal­inn er vera einn helsti ger­and­inn í fjár­málakrepp­unni sem hófst ár­ið 2008. Auð­mað­ur­inn Laks­hmi Mittal bauð Ólafi en hann hef­ur ver­ið sak­að­ur um þræla­hald.

Ólafur Ragnar snæddi með bankamönnum og umdeildum auðmanni

Forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sá sér ekki fært að mæta á hátíðarhöld sem haldin voru í gær á Arnarhóli í tilefni þess að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti.

Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri hjá embættinu segir að ástæða þess sé að Ólafur Ragnar sé staddur í London þar sem hann hafi meðal annars setið fund til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans.

„Forseti situr kvöldverð í London sem Lakshmi Mittal, forstjóri ArcelorMittal, heldur til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans. Þar var m.a. rætt um glímuna við fjármálakreppuna, árangur Íslendinga og ákvarðanir varðandi fjármagnshöftin,“ segir á heimsíðu forsetaembættisins. 

Bæði Mittal og Goldman Sachs er þó hvergi nærri óumdeildir og hefur Mittal meðal annars verið sakaður af sínum fyrrverandi starfsmönnum um þrælahald.

„Það var ekki þannig að það væri verið að bjóða einhverjum sérstökum stjórnmálamönnum“

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, segir í samtali við Stundina að engum stjórnmálamönnum hafi verið formlega boðið á hátíðarhöldin.

Umdeildur auðmaður

Mittal er meðal ríkustu manna heims og situr hann sjálfur í stjórn Goldman Sachs bankans. Árið 2011 var hann sjötti ríkasti maður heims samkvæmt tímaritinu Forbes. Á nýjasta lista tímaritsins hefur Mittal þó fallið niður í 82. sæti yfir ríkustu menn heims.

Árið 2007 sökuðu námumenn í Kasakstan Mittal um að græða á þrælahaldi í kjölfar fjölda dauðsfalla í námum í hans eigu. Námumennirnir sögðu að rekja mætti 90 dauðsföll yfir fjögura ára tímabili til sparnaðaraðgerða fyrirtækisins. Höfðu þeir orð á því að aðstæður væru verri í námum Mittals en í námum Sovíetríkjanna.

Gerandi hruninu

Bankinn sem Ólafur Ragnar sat kvöldverð til að heiðra er síst minna umdeildur og er jafnvel nefndur sem einn helsti gerandi í fjármálakreppunni árið 2008. „Það ætti að velta Goldman upp úr tjöru og fiðri vegna 2008 hrunsins,“ segir til að mynda í frétt Forbes frá árinu 2011.

Bankinn kemur víða við sem gerandi í orsökum efnahagskreppunnar síðastliðin ár. Bankinn var lykilaðili í undirmálslánakreppunni og græddi á hruninu með því að taka sér skortstöðu gagnvart því. Bankinn hjálpaði Grikkjum að fela halla ríkissjóðs. Þrátt fyrir allt hefur bankinn haldið velli og er jafnvel í betri stöðu en fyrir hrun. 

Engum stjórnmálamönnum formlega boðið

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, segir að Ólafi Ragnari hafi ekki verið formlega boðið á hátíðarhöldin. Hún segir að engum ráðamanni hafi verið boðið á hátíðarhöldin heldur þjóðinni í heild sinni. „Það var engum boðið. Áhersluatriði hjá okkur var að þetta væri fyrir alla Íslendinga. Þetta væri bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu, allt þingið. Það var ekki þannig að það væri verið að bjóða einhverjum sérstökum stjórnmálamönnum, eins og þú sást þá vorum bara fulltrúar stofnunarinnar og fjölskyldan hennar Vigdísar og forseti Alþingis á pallinum, engir pólitískusar,“ segir Auður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár