Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ragnar snæddi með bankamönnum og umdeildum auðmanni

For­seti lýð­veld­is­ins var stadd­ur í London þeg­ar Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var heiðr­uð í Reykja­vík. Hann snæddi kvöld­verð með stjórn Goldm­an Sachs bank­ans, sem tal­inn er vera einn helsti ger­and­inn í fjár­málakrepp­unni sem hófst ár­ið 2008. Auð­mað­ur­inn Laks­hmi Mittal bauð Ólafi en hann hef­ur ver­ið sak­að­ur um þræla­hald.

Ólafur Ragnar snæddi með bankamönnum og umdeildum auðmanni

Forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sá sér ekki fært að mæta á hátíðarhöld sem haldin voru í gær á Arnarhóli í tilefni þess að 35 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti.

Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri hjá embættinu segir að ástæða þess sé að Ólafur Ragnar sé staddur í London þar sem hann hafi meðal annars setið fund til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans.

„Forseti situr kvöldverð í London sem Lakshmi Mittal, forstjóri ArcelorMittal, heldur til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans. Þar var m.a. rætt um glímuna við fjármálakreppuna, árangur Íslendinga og ákvarðanir varðandi fjármagnshöftin,“ segir á heimsíðu forsetaembættisins. 

Bæði Mittal og Goldman Sachs er þó hvergi nærri óumdeildir og hefur Mittal meðal annars verið sakaður af sínum fyrrverandi starfsmönnum um þrælahald.

„Það var ekki þannig að það væri verið að bjóða einhverjum sérstökum stjórnmálamönnum“

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, segir í samtali við Stundina að engum stjórnmálamönnum hafi verið formlega boðið á hátíðarhöldin.

Umdeildur auðmaður

Mittal er meðal ríkustu manna heims og situr hann sjálfur í stjórn Goldman Sachs bankans. Árið 2011 var hann sjötti ríkasti maður heims samkvæmt tímaritinu Forbes. Á nýjasta lista tímaritsins hefur Mittal þó fallið niður í 82. sæti yfir ríkustu menn heims.

Árið 2007 sökuðu námumenn í Kasakstan Mittal um að græða á þrælahaldi í kjölfar fjölda dauðsfalla í námum í hans eigu. Námumennirnir sögðu að rekja mætti 90 dauðsföll yfir fjögura ára tímabili til sparnaðaraðgerða fyrirtækisins. Höfðu þeir orð á því að aðstæður væru verri í námum Mittals en í námum Sovíetríkjanna.

Gerandi hruninu

Bankinn sem Ólafur Ragnar sat kvöldverð til að heiðra er síst minna umdeildur og er jafnvel nefndur sem einn helsti gerandi í fjármálakreppunni árið 2008. „Það ætti að velta Goldman upp úr tjöru og fiðri vegna 2008 hrunsins,“ segir til að mynda í frétt Forbes frá árinu 2011.

Bankinn kemur víða við sem gerandi í orsökum efnahagskreppunnar síðastliðin ár. Bankinn var lykilaðili í undirmálslánakreppunni og græddi á hruninu með því að taka sér skortstöðu gagnvart því. Bankinn hjálpaði Grikkjum að fela halla ríkissjóðs. Þrátt fyrir allt hefur bankinn haldið velli og er jafnvel í betri stöðu en fyrir hrun. 

Engum stjórnmálamönnum formlega boðið

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, segir að Ólafi Ragnari hafi ekki verið formlega boðið á hátíðarhöldin. Hún segir að engum ráðamanni hafi verið boðið á hátíðarhöldin heldur þjóðinni í heild sinni. „Það var engum boðið. Áhersluatriði hjá okkur var að þetta væri fyrir alla Íslendinga. Þetta væri bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu, allt þingið. Það var ekki þannig að það væri verið að bjóða einhverjum sérstökum stjórnmálamönnum, eins og þú sást þá vorum bara fulltrúar stofnunarinnar og fjölskyldan hennar Vigdísar og forseti Alþingis á pallinum, engir pólitískusar,“ segir Auður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár