Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

Tvær ung­lings­stúlk­ur sluppu naum­lega und­an bygg­ing­ar­krana sem hrundi yf­ir Bæj­ar­ins bestu. Trúba­dor­inn Skúli mennski var inni á pylsu­vagn­in­um þeg­ar krann­inn féll yf­ir. „Ég er al­veg í sjokki,“ seg­ir Skúli.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

„Hey!“ hrópaði verkamaður við nýbygginguna á mótum Tryggvagötu og Hafnarstrætis þegar tuga metra hár byggingarkrani byrjaði að halla rétt í þessu, áður en hann hrundi yfir nýbygginguna og hæfði nánast vegfarendur við pylsustaðinn Bæjarins bestu.

Tvær unglingsstúlkur sátu á bekk við Bæjarins bestu þegar hlass hrundi í áttina að þeim. Þær náðu naumlega að stökkva undan krananum sem kom fallandi í kjölfarið og forða lífi sínu. „Ég hefði getað dáið,“ sagði önnur stúlkan. Þær grétu báðar. Hefðu þær ekki séð viðarbunkann falla í áttina að bekknum sem þær sátu á hefði farið illa fyrir þeim.

Skyndibitastaðurinn sjálfur, Bæjarins bestu, slapp naumlega við hlass sem féll við hlið staðarins. Inni á staðnum var trúbadorinn Skúli mennski að störfum. Hann slapp ómeiddur, með kranann liggjandi yfir staðnum. „Þetta var rosalegt,“ segir Skúli.

Aðeins tveir voru í röðinni að þessu sinni.

„Ég kem ekki út fyrr en þeta er allt hrunið. Sá sem stendur fyrir aftan þann sem var að versla tekur fyrst eftir þessu og byrjar að vara við. Það eru allir svolítið lengi að kveikja og ekki allir farnir frá fyrr en allt er fallið niður. Nema þær stelpurnar sem ná að hlaupa eftir að hlassið dettur. Þá á kraninn eftir að fara alveg niður og lendir á borðinu þeirra. Ég var rosa lengi að kveikja á þessu. Það var ekki fyrr en ég heyrði dynkinn. Það munaði engu að hlassið lenti á skúrnum,“ segir hann. 

„Ég er alveg í sjokki yfir þessu.“

„Það eru einhverjir verndarenglar yfir þér í dag,“ segir kona sem stendur og fylgist með. „Já, já, nú fer maður heim og verður góður við börnin sín og heimsækir ömmu,“ svarar Skúli. 

Hann stendur og horfir á skúrinn og virðist rólegur. „Ég er alveg í sjokki yfir þessu. Ég get alveg  viðurkennt það,“ segir hann og beinir talinu að unglingsstúlkunum: „Þær voru nokkrum sekúndum frá því að lenda undir þessu. Þær fóru þegar hlassið datt. Þær voru á bekknum þarna sem er á hvolfi.“

Fólk á vettvangi var í miklu uppnámi. Verkamenn við nýbygginguna vildu ekki tjá sig. Einhverjir þeirra hlógu taugaveiklunarhlátri. Það var mildi að enginn slasaðist.

Tveir verkamenn á staðnum sluppu einnig naumlega, en þeir höfðu skömmu áður setið og unnið í tölvum í falllínu kranans.

Orsökin oftast að verklagsreglum sé ekki fylgt

Svo virðist sem steypulóð sem veita eiga mótvægi við þunga kranans hafi ekki verið nægilega þung eða að burðarvirki kranans hafi hreinlega gefið sig og hann bognað undan hlassinu sem hann bar.

Í flestum tilfellum sem byggingarkranar falla er um mannleg mistök að ræða. Georg Árnason, eftirlitsmaður með byggingakrönum hjá Vinnueftirlitinu, segir grein um orsakir þess að byggingarkranar falla, að það „hafi löngum viljað brenna við að byggingarkranar falli niður“ og valdi slysum eða óhöppum. „Í flestum þeim tilfellum, sem slys eða óhöpp verða, fara menn ekki eftir fyrirmælum framleiðanda og Vinnueftirlitsins um verklagsreglur. Slíkar verklagsreglur gera lítið gagn meðan þær gleymast inni í vinnuskúr eða eru týndar. Meðan svo er munu byggingakranar halda á fram að falla til jarðar.“

Málið í skoðun

Vinnueftirlitið er nú að rannsaka fall kranans. „Það er alveg ljóst að svona kranar hrynja ekki af sjálfu sér. Yfirleitt falla svona kranar vegna yfirálags, ónógs viðhalds eða vegna þess undirstöðurnar eru ekki nógu góðar. Það eru tveir frá okkur á staðnum sem eru að skoða þetta, bæði tækjakostinn og mannskapinn, svo þetta kemur betur í ljós í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, svæðisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins.   

Verkamaður sem blaðamaður Stundarinnar ræddi við á vettvangi greindi frá því að fulltrúar Vinnueftirlitsins hafi fylgst áberandi vel með framkvæmdum á svæðinu að undanförnu. Sigurður segist ekki geta staðfest það. „Við fylgjumst vel með öllum stærri og áhættumeiri framkvæmdum og allir kranar eru skoðaðir reglulega. Það er oft flókin flétta af verktökum og undirverktökum sem koma að svona framkvæmdum. En við leggjum áherslu á það að það er aðaleigandi verksins sem er ábyrgur fyrir því.“

Skúli mennskiVar staddur í pylsuvagninum þegar kranninn hrundi yfir hann.
Heppni að ekki fór verrTveir voru í röðinni að Bæjarins bestu, einn starfsmaður inni og tvær unglingsstúlkur á bekknum sem sést á hvolfi, þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið.

 

SkemmdirÁ myndinni sést bekkur sem tvær unglingsstúlkur sátu á, en hann umturnaðist þegar kraninn féll á hann.
HruniðHér sést hvernig byggingarkraninn féll.
ÓhappiðVerkamönnum var brugðið en létt þegar í ljós kom að enginn hafði slasast.

Myndband af vettvangi nokkrum mínútum eftir hrun kranans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár