Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

Tvær ung­lings­stúlk­ur sluppu naum­lega und­an bygg­ing­ar­krana sem hrundi yf­ir Bæj­ar­ins bestu. Trúba­dor­inn Skúli mennski var inni á pylsu­vagn­in­um þeg­ar krann­inn féll yf­ir. „Ég er al­veg í sjokki,“ seg­ir Skúli.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

„Hey!“ hrópaði verkamaður við nýbygginguna á mótum Tryggvagötu og Hafnarstrætis þegar tuga metra hár byggingarkrani byrjaði að halla rétt í þessu, áður en hann hrundi yfir nýbygginguna og hæfði nánast vegfarendur við pylsustaðinn Bæjarins bestu.

Tvær unglingsstúlkur sátu á bekk við Bæjarins bestu þegar hlass hrundi í áttina að þeim. Þær náðu naumlega að stökkva undan krananum sem kom fallandi í kjölfarið og forða lífi sínu. „Ég hefði getað dáið,“ sagði önnur stúlkan. Þær grétu báðar. Hefðu þær ekki séð viðarbunkann falla í áttina að bekknum sem þær sátu á hefði farið illa fyrir þeim.

Skyndibitastaðurinn sjálfur, Bæjarins bestu, slapp naumlega við hlass sem féll við hlið staðarins. Inni á staðnum var trúbadorinn Skúli mennski að störfum. Hann slapp ómeiddur, með kranann liggjandi yfir staðnum. „Þetta var rosalegt,“ segir Skúli.

Aðeins tveir voru í röðinni að þessu sinni.

„Ég kem ekki út fyrr en þeta er allt hrunið. Sá sem stendur fyrir aftan þann sem var að versla tekur fyrst eftir þessu og byrjar að vara við. Það eru allir svolítið lengi að kveikja og ekki allir farnir frá fyrr en allt er fallið niður. Nema þær stelpurnar sem ná að hlaupa eftir að hlassið dettur. Þá á kraninn eftir að fara alveg niður og lendir á borðinu þeirra. Ég var rosa lengi að kveikja á þessu. Það var ekki fyrr en ég heyrði dynkinn. Það munaði engu að hlassið lenti á skúrnum,“ segir hann. 

„Ég er alveg í sjokki yfir þessu.“

„Það eru einhverjir verndarenglar yfir þér í dag,“ segir kona sem stendur og fylgist með. „Já, já, nú fer maður heim og verður góður við börnin sín og heimsækir ömmu,“ svarar Skúli. 

Hann stendur og horfir á skúrinn og virðist rólegur. „Ég er alveg í sjokki yfir þessu. Ég get alveg  viðurkennt það,“ segir hann og beinir talinu að unglingsstúlkunum: „Þær voru nokkrum sekúndum frá því að lenda undir þessu. Þær fóru þegar hlassið datt. Þær voru á bekknum þarna sem er á hvolfi.“

Fólk á vettvangi var í miklu uppnámi. Verkamenn við nýbygginguna vildu ekki tjá sig. Einhverjir þeirra hlógu taugaveiklunarhlátri. Það var mildi að enginn slasaðist.

Tveir verkamenn á staðnum sluppu einnig naumlega, en þeir höfðu skömmu áður setið og unnið í tölvum í falllínu kranans.

Orsökin oftast að verklagsreglum sé ekki fylgt

Svo virðist sem steypulóð sem veita eiga mótvægi við þunga kranans hafi ekki verið nægilega þung eða að burðarvirki kranans hafi hreinlega gefið sig og hann bognað undan hlassinu sem hann bar.

Í flestum tilfellum sem byggingarkranar falla er um mannleg mistök að ræða. Georg Árnason, eftirlitsmaður með byggingakrönum hjá Vinnueftirlitinu, segir grein um orsakir þess að byggingarkranar falla, að það „hafi löngum viljað brenna við að byggingarkranar falli niður“ og valdi slysum eða óhöppum. „Í flestum þeim tilfellum, sem slys eða óhöpp verða, fara menn ekki eftir fyrirmælum framleiðanda og Vinnueftirlitsins um verklagsreglur. Slíkar verklagsreglur gera lítið gagn meðan þær gleymast inni í vinnuskúr eða eru týndar. Meðan svo er munu byggingakranar halda á fram að falla til jarðar.“

Málið í skoðun

Vinnueftirlitið er nú að rannsaka fall kranans. „Það er alveg ljóst að svona kranar hrynja ekki af sjálfu sér. Yfirleitt falla svona kranar vegna yfirálags, ónógs viðhalds eða vegna þess undirstöðurnar eru ekki nógu góðar. Það eru tveir frá okkur á staðnum sem eru að skoða þetta, bæði tækjakostinn og mannskapinn, svo þetta kemur betur í ljós í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, svæðisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins.   

Verkamaður sem blaðamaður Stundarinnar ræddi við á vettvangi greindi frá því að fulltrúar Vinnueftirlitsins hafi fylgst áberandi vel með framkvæmdum á svæðinu að undanförnu. Sigurður segist ekki geta staðfest það. „Við fylgjumst vel með öllum stærri og áhættumeiri framkvæmdum og allir kranar eru skoðaðir reglulega. Það er oft flókin flétta af verktökum og undirverktökum sem koma að svona framkvæmdum. En við leggjum áherslu á það að það er aðaleigandi verksins sem er ábyrgur fyrir því.“

Skúli mennskiVar staddur í pylsuvagninum þegar kranninn hrundi yfir hann.
Heppni að ekki fór verrTveir voru í röðinni að Bæjarins bestu, einn starfsmaður inni og tvær unglingsstúlkur á bekknum sem sést á hvolfi, þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið.

 

SkemmdirÁ myndinni sést bekkur sem tvær unglingsstúlkur sátu á, en hann umturnaðist þegar kraninn féll á hann.
HruniðHér sést hvernig byggingarkraninn féll.
ÓhappiðVerkamönnum var brugðið en létt þegar í ljós kom að enginn hafði slasast.

Myndband af vettvangi nokkrum mínútum eftir hrun kranans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár