Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

Tvær ung­lings­stúlk­ur sluppu naum­lega und­an bygg­ing­ar­krana sem hrundi yf­ir Bæj­ar­ins bestu. Trúba­dor­inn Skúli mennski var inni á pylsu­vagn­in­um þeg­ar krann­inn féll yf­ir. „Ég er al­veg í sjokki,“ seg­ir Skúli.

Fólk lenti í lífshættu við Bæjarins bestu þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið

„Hey!“ hrópaði verkamaður við nýbygginguna á mótum Tryggvagötu og Hafnarstrætis þegar tuga metra hár byggingarkrani byrjaði að halla rétt í þessu, áður en hann hrundi yfir nýbygginguna og hæfði nánast vegfarendur við pylsustaðinn Bæjarins bestu.

Tvær unglingsstúlkur sátu á bekk við Bæjarins bestu þegar hlass hrundi í áttina að þeim. Þær náðu naumlega að stökkva undan krananum sem kom fallandi í kjölfarið og forða lífi sínu. „Ég hefði getað dáið,“ sagði önnur stúlkan. Þær grétu báðar. Hefðu þær ekki séð viðarbunkann falla í áttina að bekknum sem þær sátu á hefði farið illa fyrir þeim.

Skyndibitastaðurinn sjálfur, Bæjarins bestu, slapp naumlega við hlass sem féll við hlið staðarins. Inni á staðnum var trúbadorinn Skúli mennski að störfum. Hann slapp ómeiddur, með kranann liggjandi yfir staðnum. „Þetta var rosalegt,“ segir Skúli.

Aðeins tveir voru í röðinni að þessu sinni.

„Ég kem ekki út fyrr en þeta er allt hrunið. Sá sem stendur fyrir aftan þann sem var að versla tekur fyrst eftir þessu og byrjar að vara við. Það eru allir svolítið lengi að kveikja og ekki allir farnir frá fyrr en allt er fallið niður. Nema þær stelpurnar sem ná að hlaupa eftir að hlassið dettur. Þá á kraninn eftir að fara alveg niður og lendir á borðinu þeirra. Ég var rosa lengi að kveikja á þessu. Það var ekki fyrr en ég heyrði dynkinn. Það munaði engu að hlassið lenti á skúrnum,“ segir hann. 

„Ég er alveg í sjokki yfir þessu.“

„Það eru einhverjir verndarenglar yfir þér í dag,“ segir kona sem stendur og fylgist með. „Já, já, nú fer maður heim og verður góður við börnin sín og heimsækir ömmu,“ svarar Skúli. 

Hann stendur og horfir á skúrinn og virðist rólegur. „Ég er alveg í sjokki yfir þessu. Ég get alveg  viðurkennt það,“ segir hann og beinir talinu að unglingsstúlkunum: „Þær voru nokkrum sekúndum frá því að lenda undir þessu. Þær fóru þegar hlassið datt. Þær voru á bekknum þarna sem er á hvolfi.“

Fólk á vettvangi var í miklu uppnámi. Verkamenn við nýbygginguna vildu ekki tjá sig. Einhverjir þeirra hlógu taugaveiklunarhlátri. Það var mildi að enginn slasaðist.

Tveir verkamenn á staðnum sluppu einnig naumlega, en þeir höfðu skömmu áður setið og unnið í tölvum í falllínu kranans.

Orsökin oftast að verklagsreglum sé ekki fylgt

Svo virðist sem steypulóð sem veita eiga mótvægi við þunga kranans hafi ekki verið nægilega þung eða að burðarvirki kranans hafi hreinlega gefið sig og hann bognað undan hlassinu sem hann bar.

Í flestum tilfellum sem byggingarkranar falla er um mannleg mistök að ræða. Georg Árnason, eftirlitsmaður með byggingakrönum hjá Vinnueftirlitinu, segir grein um orsakir þess að byggingarkranar falla, að það „hafi löngum viljað brenna við að byggingarkranar falli niður“ og valdi slysum eða óhöppum. „Í flestum þeim tilfellum, sem slys eða óhöpp verða, fara menn ekki eftir fyrirmælum framleiðanda og Vinnueftirlitsins um verklagsreglur. Slíkar verklagsreglur gera lítið gagn meðan þær gleymast inni í vinnuskúr eða eru týndar. Meðan svo er munu byggingakranar halda á fram að falla til jarðar.“

Málið í skoðun

Vinnueftirlitið er nú að rannsaka fall kranans. „Það er alveg ljóst að svona kranar hrynja ekki af sjálfu sér. Yfirleitt falla svona kranar vegna yfirálags, ónógs viðhalds eða vegna þess undirstöðurnar eru ekki nógu góðar. Það eru tveir frá okkur á staðnum sem eru að skoða þetta, bæði tækjakostinn og mannskapinn, svo þetta kemur betur í ljós í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, svæðisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins.   

Verkamaður sem blaðamaður Stundarinnar ræddi við á vettvangi greindi frá því að fulltrúar Vinnueftirlitsins hafi fylgst áberandi vel með framkvæmdum á svæðinu að undanförnu. Sigurður segist ekki geta staðfest það. „Við fylgjumst vel með öllum stærri og áhættumeiri framkvæmdum og allir kranar eru skoðaðir reglulega. Það er oft flókin flétta af verktökum og undirverktökum sem koma að svona framkvæmdum. En við leggjum áherslu á það að það er aðaleigandi verksins sem er ábyrgur fyrir því.“

Skúli mennskiVar staddur í pylsuvagninum þegar kranninn hrundi yfir hann.
Heppni að ekki fór verrTveir voru í röðinni að Bæjarins bestu, einn starfsmaður inni og tvær unglingsstúlkur á bekknum sem sést á hvolfi, þegar byggingarkrani hrundi yfir svæðið.

 

SkemmdirÁ myndinni sést bekkur sem tvær unglingsstúlkur sátu á, en hann umturnaðist þegar kraninn féll á hann.
HruniðHér sést hvernig byggingarkraninn féll.
ÓhappiðVerkamönnum var brugðið en létt þegar í ljós kom að enginn hafði slasast.

Myndband af vettvangi nokkrum mínútum eftir hrun kranans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár