Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hittu nýlega Rick Smith, forstjóra Taser International, sem er stærsti rafbyssuframleiðandi heims. Báðir hafa þeir lýst yfir vilja til að lögreglan hér á landi taki upp rafbyssur. Áður hafa tvö landsþing lögreglumanna ályktað um slíkt hið sama. Taser International velti 164 milljónum Bandaríkjadala í fyrra. Fyrirtækið er hluti af hinu svokallaða „óbanvæna“ vopnaiðnaði, sem spáð er að muni þrefaldast á næstu fimm árum.
Rafbyssur virka þannig að tveimur rafskautum er skotið úr rafbyssunni að einstaklingnum sem á að stuða. Rafskautin eru með litlum göddum sem festast annað hvort við klæðnað viðkomandi eða við húðina og eru tengdar við rafbyssuna með vír. Svo er rafstuði hleypt á en rafbyssan getur skotið 50.000 volta rafstuði. Rafstuðið veldur bæði sársauka og því að viðkomandi missir stjórn á hreyfingum útlima og lyppast niður. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa metið það svo að 500 manns hafi látist í kjölfar notkunar rafbyssa í Bandaríkjunum á árunum 2001-2012. Amnesty International hefur því varað við notkun þeirra og beinir þeim tilmælum til löggæsluyfirvalda að þær séu einungis notaðar í tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla.
Dauðsföll
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, hefur mælt fyrir því á þingi að rafbyssur verði teknar upp. Að hans sögn eru þær öruggari en önnur tæki, svo sem piparúði, skotvopn og kylfur. Hann segir að rannsóknir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sýni fram á að rafbyssa hafi aldrei valdið dauðsfalli og nefnir hann að dauðsföll hafi orðið út af „brjálæðisheilkenni“ sem getur dregið fólk til dauða án þess að rafbyssur komi við sögu.
Brjálæðisheilkennið sem Vilhjálmur talar um nefnist á ensku „excited delerium“ og er skilgreint sem ástand þar sem viðkomandi er haldinn ofsabræði, ofhitnun og ofurmannlegum styrk. Framan af voru flest öll dauðsföll í kjölfar notkunar rafbyssa sögð stafa af þessu heilkenni eða ofneyslu fíkniefna. Ýmsir geðlæknar hafa þó dregið í efa að heilkennið sé til í raun og veru, heldur hafi verið fundið upp til að breiða yfir mistök í
Athugasemdir