Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur

Ís­lenska lög­regl­an hitt­ir fram­leið­end­ur raf­byssa og berst fyr­ir því að þær verði inn­leidd­ar hér­lend­is. Raf­byss­ur voru tekn­ar upp í Banda­ríkj­un­um til að fækka dauðs­föll­um af völd­um lög­reglu. Þeim hef­ur hins veg­ar fjölg­að. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir fólk­ið hafa lát­ist úr „brjál­æð­is­heil­kenni“.

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur
Borgaraleg óhlýðni Framkvæmdastjóri úr Garðabæ var handtekinn í mótmælum við Alþingi 26. maí síðastliðinn. Hann sagðist hafa gripið til borgaralegrar óhlýðni og fór inn fyrir varnarmúr lögreglunnar. Mynd: E.ÓL.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hittu nýlega Rick Smith, forstjóra Taser International, sem er stærsti rafbyssuframleiðandi heims. Báðir hafa þeir lýst yfir vilja til að lögreglan hér á landi taki upp rafbyssur. Áður hafa tvö landsþing lögreglumanna ályktað um slíkt hið sama. Taser International velti 164 milljónum Bandaríkjadala í fyrra. Fyrirtækið er hluti af hinu svokallaða „óbanvæna“ vopnaiðnaði, sem spáð er að muni þrefaldast á næstu fimm árum.

Rafbyssur virka þannig að tveimur rafskautum er skotið úr rafbyssunni að einstaklingnum sem á að stuða. Rafskautin eru með litlum göddum sem festast annað hvort við klæðnað viðkomandi eða við húðina og eru tengdar við rafbyssuna með vír. Svo er rafstuði hleypt á en rafbyssan getur skotið 50.000 volta rafstuði. Rafstuðið veldur bæði sársauka og því að viðkomandi missir stjórn á hreyfingum útlima og lyppast niður. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa metið það svo að 500 manns hafi látist í kjölfar notkunar rafbyssa í Bandaríkjunum á árunum 2001-2012. Amnesty International hefur því varað við notkun þeirra og beinir þeim tilmælum til löggæsluyfirvalda að þær séu einungis notaðar í tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla.

Dauðsföll

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, hefur mælt fyrir því á þingi að rafbyssur verði teknar upp. Að hans sögn eru þær öruggari en önnur tæki, svo sem piparúði, skotvopn og kylfur. Hann segir að rannsóknir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sýni fram á að rafbyssa hafi aldrei valdið dauðsfalli og nefnir hann að dauðsföll hafi orðið út af „brjálæðisheilkenni“ sem getur dregið fólk til dauða án þess að rafbyssur komi við sögu. 

Brjálæðisheilkennið sem Vilhjálmur talar um nefnist á ensku „excited delerium“ og er skilgreint sem ástand þar sem viðkomandi er haldinn ofsabræði, ofhitnun og ofurmannlegum styrk. Framan af voru flest öll dauðsföll í kjölfar notkunar rafbyssa sögð stafa af þessu heilkenni eða ofneyslu fíkniefna. Ýmsir geðlæknar hafa þó dregið í efa að heilkennið sé til í raun og veru, heldur hafi verið fundið upp til að breiða yfir mistök í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár