Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óbærileg endurtekning sögunnar

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, reyn­ir á för um Víet­nam að finna glóru í átaka­sögu heims­ins en hnýt­ur þó einkum um það hve ör­laga­sag­an á til að verða hryss­ings­lega kald­hæð­in.

Óbærileg endurtekning sögunnar
Ferðamaður í Cu Chi Víetnamar földu sig fyrir bandarískum hermönnum í flóknu neti gangna. Mynd: Shutterstock

„Þarna frá hofinu hljóp faðir minn undan sprengiregninu og upp í fjöllin hérna hinum megin,“ sagði fararstjórinn og benti upp í skógi þakta hlíðina sem við efstu tinda var hulin draumkenndu mystri. Kyrrðarfegurð lá yfir ægifögru svæðinu og sólin hafði nýbrotist fram og yljaði okkur sem snemma á rjóðum nýársmorgni stóðum við nokkuð afskekkt hindúahof í My Son-hofþyrpingunni um miðbik Víetnam. „Sprengjan sem grandaði megninu af herfylkinu hans lenti þarna,“ sagði hann og benti á stóran gíg í gróðursælli jörðinni. Hermennirnir höfðu leitað skjóls í yfir þúsund ára gömlum hindúahofum sem UNESCO telur á meðal merkustu menningarminja jarðar. Bandaríkjaher lét rigna yfir þau sprengjum og brenndi með napalmi. „Sem betur fer komst hann undan og náði saman við félaga í hernum suður í Cu Chi þar sem hann hélt til neðan jarðar næstu fimm árin á milli þess sem þeir spruttu upp úr holum sínum og gerðu árásir á bandaríska …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár