Könnun MMR frá því í síðustu viku, sem sýnir að Píratar mælast nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi, hefur vakið töluverða athygli. Viðbrögðin við fylgisaukningu Pírata hafa heldur ekki staðið á sér og keppast stjórnmálaskýrendur við að reyna að skýra þessa miklu stefnubreytingu í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálafræðingar hafa sagt fylgið ákall kjósenda eftir nýrri umræðu í íslenskum stjórnmálum, en Píratar skori hefðbundin stjórnmál á hólm með því að standa utan við fjórflokkinn. Aðrir benda á að framganga þeirra á þinginu og málflutningur sé augljóslega að ná til kjósenda.
„Píratar eru óhreinatauskarfa íslenskra stjórnmála“
Óánægjufylgið
Einhverjir íhaldsmenn vilja hins vegar meina að hér sé fyrst og fremst um svokallað óánægjufylgi að ræða. Þannig segir Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, Pírata vera óhreinatauskörfu íslenskra stjórnmála:
„Píratar eru óhreinatauskarfa íslenskra stjórnmála. Með því að styðja Pírata í skoðanakönnun lýsir fólk yfir vantrausti á stjórnmálum eins og þau eru stunduð …
Athugasemdir