Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjóri nýs fríblaðs á Íslandi fagnar lögum gegn femínisma, kynvillu og fóstureyðingum

Guð­mund­ur Örn Ragn­ars­son prest­ur er rit­stjóri Betra lands sem dreift var á heim­ili flestra lands­manna í gær. Hann er ánægð­ur með Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta fyr­ir að setja lög „sem fara gegn femín­isma, gegn kyn­villu, gegn fóst­ur­eyð­ing­um“.

Ritstjóri nýs fríblaðs á Íslandi fagnar lögum gegn femínisma, kynvillu og fóstureyðingum
Ritstjóri Guðmundur Örn Ragnarsson er ritstjóri Betra lands.

Ekki er hægt að segja annað en blaðaútgáfa á Íslandi sé í blóma með öllum þeim fríblöðum sem koma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir. Nú hefur kristilega sjónvarpsstöðin Omega hafið frídreifingu á blaði sem prentað er í 117 þúsund eintökum. Blaðið nefnist Betra land og er presturinn Guðmundur Örn Ragnarsson ritstjóri, sem jafnframt er forstöðumaður Samfélags trúaðra, sem heldur úti síðunni Biblebelievers.is. Í blaðinu má meðal annars finna grein þar sem Vladimir Pútín er hrósað fyrir loftárásir í Sýrlandi og honum hampað sem „nútíma krossfara“.

 

Leiðari blaðsins fjallar um þá óvissutíma sem nú standa yfir og eru lesendur eindregið hvattir til að horfa á dagskrá Omega. „Það er ánægjulegt að hafa tækifæri til þess að senda inn á heimili landsmanna blaðið Betra land, sem við trúum að eigi eftir að verða til mikillar blessunar fyrir marga, bæði uppörvun og trúarstyrkur á þessum tímum sem við lifum á þar sem mikil óvissa er ríkjandi og margir hlutir eiga sér stað sem er erfitt að hafa stjórn á.

Eiturlyf flæða inn í landið og leggja að velli marga, jafnt unga sem eldri. Það ríkir ráðleysi um hvernig sé hægt að takmarka þetta eða stöðva [...],“ segir í leiðara Betra lands.

Í samtali við Stundina segir Guðmundur Örn að blaðið muni koma út í það minnsta næstu tvo mánuði. Ljóst er að prentun og dreifing á blaði í svo miklu upplagi er ekki ódýr. „Jú, jú, þetta kostar peninga, þetta er svipað brot og Bleikt,“ segir Guðmundur Örn og vísar til nýs prentblaðs á vegum vefsíðunnar Bleikt.is. Hann segir að erfitt hafi reynst að fá auglýsingar í blaðið. „Það hefur ekki gengið vel hjá okkur á Omega að fá inn auglýsingar. Auglýsendur eru oft hræddir við trúmálin, að þeir verið bendlaðir við það að þeir séu svona heittrúaðir eins og við. Eins og er þá er þetta gefið út fyrir styrktarfé alveg eins og sjónvarpsstöðin. Við höfum aldrei verið á mótið því að hafa auglýsingar,“ segir Guðmundur Örn.

Hrifinn af Pútín                                                                                       

Ein greinin er þýdd frétt frá Assist News um samstarf rússnesk Rétttrúnaðarkirkjunnar við Vladimir Pútín vegna loftárása þess síðarnefnda á Sýrlandi. Í þessari frétt Betra lands er Pútín lýst sem nútíma krossfara og síðasta verndara kristinnar trúar. „Það er e.t.v. kaldhæðnislegt, að Pútín hefur tekið við stöðu nútíma krossfara, og sett Rússland í hlutverk síðasta verjanda Kristinnar trúar,“ segir í fréttinni.

Greinin um Pútín
Greinin um Pútín
 

Guðmundur Örn ritstjóri segist taka undir hvert orð í greininni. „Já, ég er sammála þessu. Ég er búinn að gera miklar rannsóknir á vefsíðum, meira að segja amerískum, þar sem fjallað er um Pútín og sögu hans. Vesturlönd hafa verið skeptísk á Pútín og hvort það geti verið að honum hafi verið snúið til kristinnar trúar. Ég get ekki séð annað en eftir mínar rannsóknir en að hann hafi snúist. Við hefðum getað verið með miklu meira um Pútín í blaðinu og kannski gerum við það. Við höfum gert það á stöðinni,“ segir Guðmundur Örn.

Hann segir að Bandaríkin og Rússlands hafi skipt um hlutverk sem siðferðispostular. „Nú eru Bandaríkin að brjóta niður trúna, styðja kynvillu og fóstureyðingar og allt það. Pútín gerir allt öfugt. Hann setur lög sem fara gegn femínisma, gegn kynvillu, gegn fóstureyðingum. Allt öfugt, en þessi lög voru við lýði í Bandaríkjunum,“ segir Guðmundur Örn.

Rússland hóf nýverið loftárásir í Sýrlandi en Pútín er helsti bandamaður Bashar al-Assad. Greint hefur verið frá því að meirihluti árásanna, um 90 prósent, hefur verið beint að uppreisnarmönnum sem berjast fyrir lýðræði. Íslamska ríkið hefur að mestu sloppið við loftárásir Rússa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár