Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýtir eigin reynslu til að bæta samskipti annarra

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Sam­skipta­boð­orð­anna, Að­al­björg Stef­an­ía Helga­dótt­ir, kaf­aði of­an í líf sitt og greindi sína eig­in erf­iða lífs­reynslu, á borð við einelti, kyn­ferð­is­legt of­beldi og hjóna­bands­örð­ug­leika, út frá sam­skipt­um sín­um við aðra. Afrakst­ur þeirr­ar sjálfs­skoð­un­ar er kom­in út á bók sem Að­al­björg von­ar að verði öðr­um inn­blást­ur að bætt­um sam­skipt­um.

Nýtir eigin reynslu til að bæta samskipti annarra
Sambandið krufið í bókinni Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir ásamt eigimanni sínum, Heiðari Inga Svanssyni. Aðalbjörg dró ekkert undan við skrif bókarinnar og skoðaði meðal annars sambandsörðugleika þeirra hjóna út frá samskiptaboðorðunum sex. Mynd: Úr einkasafni

„Reynsla mín í námi, vinnu og lífinu sjálfu hefur kennt mér að oft má rekja vanlíðan til erfiðleika í samskiptum. Oft tengjast þessir erfiðleikar einhverju sem gerðist þegar við vorum lítil,“ segir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Samskiptaboðorðin, sem er nýkomin í hillur bókabúða. Í henni kynnir Aðalbjörg til sögunnar sex samskiptaboðorð sem ætlað er að hjálpa fólki að bæta samskipti sín. Bókin er sérstök fyrir þær sakir að Aðalbjörg notar dæmi úr eigin lífi til að sýna hvernig nýta megi samskiptaboðorðin. 

„Þessi bók byggir á alls kyns samskiptum sem ég hef staðið í, allt frá því ég var lítil og fram til dagsins í dag. Á undanförnum tveimur árum hef ég kafað ofan í líf mitt og skoðað samskipti mín við aðra í gegnum tíðina. Bókin er í raun saga mín í ljósi samskiptaboðorðanna. Hún er mjög persónuleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár