Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Boðar byltingar gegn „risaeðlunni“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son lækk­aði laun sín og boð­ar frek­ari bylt­ing­ar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Boðar byltingar gegn „risaeðlunni“
Ragnar Þór Ingólfsson Náði óvænt kjöri sem formaður VR eftir að hafa meðal annars lofað því að lækka laun formannsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Verkalýðshreyfingin er rúin trausti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, sem vann yfirburðarsigur í kosningu gegn fráfarandi formanni, Ólafíu Björk Rafnsdóttir.

Ragnar boðar til frekari byltinga innan verkalýðshreyfingarinnar og vill að Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segi af sér.

Ragnar komst fyrst í stjórn VR í hallarbyltingu 2009, en framboð hans til formanns hefur verið álíka byltingarkennt og sagt vera vantraust á Gylfa Arnbjörnsson, stjórn ASÍ og hinna gömlu afla sem Ragnar segir að hafi ráðið yfir verkalýðshreyfingunni allt of lengi. Ragnar segir að það sé komin krafa á nýtt blóð og nýjar humyndir frá félagsmönnum.

Prinsippmál að taka sér ekki of há laun

„Ef þú ert verkalýðsleiðtogi, þá áttu ekki skera þér stærri sneið en þú ert tilbúin til að skera fyrir aðra,“ segir Ragnar ákveðið. „Ekki taka þér hærri hækkanir en þú ert tilbúin til að semja fyrir félagsmenn þína. Það er algjört prinsippmál. Ef þú getur ekki haldið því prinsippi, þá áttu að finna þér eitthvað annað að gera.“

Ragnar segir að þegar hann hafi fyrst verið kosinn inn stjórn VR hafi laun formanns verið alltof há, um tvær milljónir, og því verið skapað launa fyrirkomulag sem fylgdi launaþróun VR félaga. „Það sem gerist síðan 2015, er að fráfarandi formaður Ólafía fer út fyrir þessa línu. Ég er búinn að fara á fund launanefndar og skrifa undir samning til að lækka laun mín um það sem nemur hækkun fyrrverandi formanns umfram það sem aðrir félagsmenn fengu, þannig að lækkunin er um 300.000 krónur.“

Eftir lækkunina verða laun formanns VR um 1,1 milljón króna á mánuði. Það þýðir að meðallaun félagsmanna VR, sem eru 635 þúsund krónur á mánuði, fara úr því að vera 46 prósent af launum formanns í 57 prósent. 

Laun forseta Alþýðusambands Íslands eru hins vegar 1.526.730 krónur.

Hreyfingin rúin trausti

Ragnar segir að verkalýðshreyfingin hafi legið of lengi í dvala og brugðist skjólstæðingum sínum á margvíslegan hátt. „Við þurfum að hafa metnað í að auka lífsgæði okkar í dag þannig að við höfum það gott þegar á reynir. Þetta er vandi verkalýðshreyfingarinnar: Hún er of þrjósk, og orðin að einhverri risaeðlu. Það eru allir að reyna að taka og benda hver á annan, í staðinn fyrir að koma saman.“

Þegar að Ragnar var kosinn inn segir hann að VR hafi verið stjórnað af fólki sem hafði verið þar í marga áratugi. „Maður var stimplaður sem þjófur um miðja nótt að stela félaginu, að skipta sér að einhverju sem ætti ekki að koma manni við. Leiðtogarnir eru margir bara af gamalli kynslóð og eru að berjast í einhverri hugmyndafræði sem er í ósátt við félagsmenn, eins og berlega hefur komið í ljós. Það þarf nýtt blóð; það þarf einhvern ferskleika. Við þurfum að víkka út þessa baráttu, og láta hana berjast fyrir lífskjörum fólksins. Ef kerfin eru ekki að virka fyrir okkur, þá verðum við að breyta þeim.“

Nefnir Ragnar hvernig iðgjöld hafi hækkað síðustu tíu ár um 55% á meðan að réttindi hafa verið skorin niður. „Þau eru komin úr 10% árið 2006 í 15,5% í dag. Það er búið að skerða réttindin að meðaltali um 20%. Það er búið að hækka lífeyrisaldurinn upp í 70 ár. Það er búið að skerða réttindatöflurnar hjá sumum lífeyrissjóðum. Það er uppi mantra innan hreyfingarinnar um að kerfið sé það besta í heimi, en ef að kerfið væri svona gott af hverju er þetta þá tíu ára sagan? Hún sýnir að kerfið sé engan veginn að standa undir því sem því var ætlað í upphafi.“

Boðar til byltinga

Framboð Ragnars hefur verið kallað vantraust á Gylfa Arnbjörnsson og stjórn ASÍ, en Ragnar segir að Gylfi hafi sjálfur ítrekað sýnt fram á vanhæfi sitt, til dæmis þegar hann mætti í Kastljós til að tala um launabaráttu kennara. „Hann kemur í þennan þátt til að velta yfir sjálfsagðar kjarabaráttu kennara. Grunnskólastéttin er háskólamenntuð stétt sem er í rauninni orðin láglaunastétt. Þetta er algjörlega fáránleg nálgun—við eigum miklu frekar að vinna saman. Ég er ekkert endilega á móti ASÍ, en vandamálið er að við erum með höfuðlausan her innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er vantraust í gangi, og við lögum það ekki nema Gylfi segi af sér.“

„Berðu bara saman VR og Verkalýðsfélag Akraness. Það er 3.000 manna félag, og það er fullt út af dyrum á hverjum einasta fundi. Þar er Vilhjálmur Birgisson að tala við fólkið sitt. Ég er ekki alltaf sammála Villa, en hann er að tala og hlusta. VR er 34.000 manna félag; en þar eru bara 30-40 manns sem mæta á félagsfundi. Hvað segir þetta? Jú, eftir höfðinu dansa limirnir. Fólkið finnur engan hljómgrunn með félaginu. Félagsmenn okkar eru að biðja okkur um að við hlustum, sem við höfum ekki gert í mörg, mörg ár.“

„þá boða ég bara til frekari byltinga innan verkalýðshreyfingarinnar.

Ragnar segir að fyrstu skref sín verða að setjast niður með stjórn sinni. „Þar eru margir fyrrum stuðningsmenn fráfarandi formanns og fylgjendur núverandi stefnu ASÍ. Það er fólk sem þarf að fara í naflaskoðun, því við þurfum að finna leið til að vinna út úr þessari stöðu. Ég ætla að vinna í mínu félagi og hitta mína félagsmenn. Ég er með fólkið á bak við mig, og sæki umboð mitt til þess, ekki til Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ. Ég held að ef að fólk er ekki tilbúið til að taka þessum skilaboðum almennilega og ætlar að vinna gegn henni, þá boða ég bara til frekari byltinga innan verkalýðshreyfingarinnar.“ 

Ítarlega er fjallað um launakjör formanna innan verkalýðshreyfingarinnar í 44. tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár