Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group, sem í síðasta mánuði keypti þriðjungshlut í fyrirtækinu Carbon Recycling International, hefur verið vænt um að komast hjá skattgreiðslum af rekstri Volvo í Svíþjóð með því að láta Volvo greiða háa vexti af lánum bílaframleiðandans til annarra fyrirtækja í eigu Geely sem staðsett eru í öðrum löndum. Fréttir um skattgreiðslur Volvo vöktu athygli í Svíþjóð nú í sumar.
Geely greiddi um sex milljarða króna fyrir hlutinn í Carbon Recycling Group sem rekur verksmiðju í Svartsengi á Reykjanesi og kom stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins, Li Shufu, til Íslands þegar gengið var frá kaupunum og heimsótti þá meðal annars Bessastaði. Í fréttum af samningnum um kaup Geely á hlutnum í Carbon Recycling International kom hins vegar ekki fram að deilt hefur verið á fyrirtækið í Svíþjóð eftir að það keypti Volvo árið 2010.
Athugasemdir