Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ný rannsókn: Leti er til marks um greind

Ný rann­sókn renn­ir stoð­um und­ir kenn­ing­una um að greind­ir ein­stak­ling­ar eyði meiri tíma í leti en þeir sem eru heimsk­ir og hress­ir.

Ný rannsókn: Leti er til marks um greind
Eru letingjar í raun snillingar?

Flestir hafa gerst sekir um að hugsa í staðalímyndum. Um kláru nördana sem liggja og lesa bækur á meðan íþróttafríkin fara í krumpugalla og hlaupa í hringi í tilraun til þess að hugsa sem minnst. Í fyrstu virðist þetta vera ósanngjörn einföldun en nýleg könnun Journal of Health Psychology bendir til þess að þarna sé þó einhvern sannleika að finna.

Todd McElroy, sem stýrði teymi vísindamanna við Florida Gulf Coast háskóla lagði prófið „Þörf til hugsunar“ [e. Need for Cognition] fyrir fjölda nemenda í tilraun til þess að finna 30 einstaklingar sem sýndu þörf fyrir að hugsa mikið, og svo aðra 30 einstaklinga sem sýndu mikla þörf á því að forðast allt sem krafðist mikillar hugsunar.

Hugsa mikið / gera lítið

Prófið, sem hefur verið til í rúma þrjá áratugi, lætur fólk svara því hversu sammála eða ósammála það er ákveðnum fullyrðingum, eins og til dæmis „Mér finnast verkefni þar sem ég þarf að finna upp á nýjum lausnum mjög ánægjuleg“ og „Ég hugsa aðeins eins mikið og ég þarf“. Þeir 30 þáttakendur sem hugsuðu mest og 30 sem hugsuðu minnst voru svo látnir ganga með hreyfiskynjara á sér í 7 daga, til þess að mæla líkamlega virkni.

Niðurstöðurnar voru þannig að hugsuðurnir voru mun minna virkir frá mánudegi til föstudags en þeir sem minna hugsa. Munurinn var svo mikill að rannsakendur sögðu hann „gríðarlegan“ og „mjög markverðan.“ Um helgar var hins vegar enginn munur á virkni hópanna.

Hugsa lítið / gera mikið

Niðurstöðurnar um virku dagana kemur heim og saman við aðra rannsókn sem gerð var á tíunda áratugnum sem sýndi fram á að fólk sem hugsar minna er líklegra til þess að láta sér leiðast og að finnast það að leiðast vera ömurleg upplifun. Í rannsókninni eru leiddar að því líkur að fólk sem hugsar minna þurfi meiri líkamlega virkni til þess að forðast hugsanir sínar.

Þrátt fyrir að úrtakið hafi verið lítið, og að taka verði það inn í niðurstöðuna, varaði McElroy við því að greindir einstaklingar, og latari, þyrftu að hugsa um það að hreyfa sig meira vegna neikvæðra áhrifa sem hinn rólegi lífstíll getur haft í för með sér. Sagði hann að fólk sem sýndi minni líkamlegri virkni ættu að miða að því að hreyfa sig meira til þess að bæta heilsu sína. 

Tímaritið British Psychologial Society vitnaði í könnunina og sagði að vonandi fengi hún hugsandi einstaklinga til þess að verða meðvitaðri um hreyfingarleysi sitt. „Meðvitund þeirra um hversu litla virkni þau sýna, ásamt meðvitund um afleiðingar þess að hreyfa sig lítið mun vonandi verða til þess að hugsandi fólk finnur meiri hvata til þess að hreyfa sig meira.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár