Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ný rannsókn: Leti er til marks um greind

Ný rann­sókn renn­ir stoð­um und­ir kenn­ing­una um að greind­ir ein­stak­ling­ar eyði meiri tíma í leti en þeir sem eru heimsk­ir og hress­ir.

Ný rannsókn: Leti er til marks um greind
Eru letingjar í raun snillingar?

Flestir hafa gerst sekir um að hugsa í staðalímyndum. Um kláru nördana sem liggja og lesa bækur á meðan íþróttafríkin fara í krumpugalla og hlaupa í hringi í tilraun til þess að hugsa sem minnst. Í fyrstu virðist þetta vera ósanngjörn einföldun en nýleg könnun Journal of Health Psychology bendir til þess að þarna sé þó einhvern sannleika að finna.

Todd McElroy, sem stýrði teymi vísindamanna við Florida Gulf Coast háskóla lagði prófið „Þörf til hugsunar“ [e. Need for Cognition] fyrir fjölda nemenda í tilraun til þess að finna 30 einstaklingar sem sýndu þörf fyrir að hugsa mikið, og svo aðra 30 einstaklinga sem sýndu mikla þörf á því að forðast allt sem krafðist mikillar hugsunar.

Hugsa mikið / gera lítið

Prófið, sem hefur verið til í rúma þrjá áratugi, lætur fólk svara því hversu sammála eða ósammála það er ákveðnum fullyrðingum, eins og til dæmis „Mér finnast verkefni þar sem ég þarf að finna upp á nýjum lausnum mjög ánægjuleg“ og „Ég hugsa aðeins eins mikið og ég þarf“. Þeir 30 þáttakendur sem hugsuðu mest og 30 sem hugsuðu minnst voru svo látnir ganga með hreyfiskynjara á sér í 7 daga, til þess að mæla líkamlega virkni.

Niðurstöðurnar voru þannig að hugsuðurnir voru mun minna virkir frá mánudegi til föstudags en þeir sem minna hugsa. Munurinn var svo mikill að rannsakendur sögðu hann „gríðarlegan“ og „mjög markverðan.“ Um helgar var hins vegar enginn munur á virkni hópanna.

Hugsa lítið / gera mikið

Niðurstöðurnar um virku dagana kemur heim og saman við aðra rannsókn sem gerð var á tíunda áratugnum sem sýndi fram á að fólk sem hugsar minna er líklegra til þess að láta sér leiðast og að finnast það að leiðast vera ömurleg upplifun. Í rannsókninni eru leiddar að því líkur að fólk sem hugsar minna þurfi meiri líkamlega virkni til þess að forðast hugsanir sínar.

Þrátt fyrir að úrtakið hafi verið lítið, og að taka verði það inn í niðurstöðuna, varaði McElroy við því að greindir einstaklingar, og latari, þyrftu að hugsa um það að hreyfa sig meira vegna neikvæðra áhrifa sem hinn rólegi lífstíll getur haft í för með sér. Sagði hann að fólk sem sýndi minni líkamlegri virkni ættu að miða að því að hreyfa sig meira til þess að bæta heilsu sína. 

Tímaritið British Psychologial Society vitnaði í könnunina og sagði að vonandi fengi hún hugsandi einstaklinga til þess að verða meðvitaðri um hreyfingarleysi sitt. „Meðvitund þeirra um hversu litla virkni þau sýna, ásamt meðvitund um afleiðingar þess að hreyfa sig lítið mun vonandi verða til þess að hugsandi fólk finnur meiri hvata til þess að hreyfa sig meira.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár