Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Nú er tækifærið til að siðvæða og endurbyggja Ísland“

Stefán Jón Haf­stein mæld­ist með 18,5 pró­senta fylgi til for­seta Ís­lands í skoð­ana­könn­un Stund­ar­inn­ar og MMR. Hann seg­ir Ís­land þurfa ákveð­inn og sterk­an for­seta sem tali máli al­manna­hags­muna og sé fast­ur fyr­ir and­spæn­is freka karl­in­um. Sjálf­ur hef­ur hann ekki enn gert upp hug sinn varð­andi fram­boð. Stefán Jón ræð­ir hér um blaða­mennsku­draum­inn, þær áskor­an­ir sem hann tel­ur Ís­land standa frammi fyr­ir og tíma­punkt­inn þeg­ar hann fékk nóg af baktjalda­makk­inu í póli­tík­inni og flutti til Afr­íku.

„Nú er tækifærið til að siðvæða og endurbyggja Ísland“

Gamall hvítur köttur liggur í makindum á þrepinu við útidyrnar og virðist bylt við þegar hann sér blaðamann nálgast heimili Stefáns Jóns í Grafarvoginum. Þetta er persneski öldungurinnn Goði. Þegar dyrnar opnast tekur önnur og stærri skepna á móti mér, tíkin Freyja sem er af afrísku ljónahundakyni. Hér búa augljóslega dýravinir. 

Guðrún Kristín Sigurðardóttir, hönnuður og eiginkona Stefáns, býður upp á kaffi og súkkulaðidropa inni í sólstofu þar sem við setjumst niður og njótum veðursins, sem í dag gefur hugsanlega von um vor og bjartari tíma. „Ég er enn að jafna mig eftir ferðalagið. Það tekur alltaf nokkra daga að ná áttum,“ byrjar Stefán Jón, en hann er nýkominn heim frá Úganda þar sem hann starfar sem forstöðumaður sendiráðs Íslands sem einbeitir sér að þróunarsamvinnu. Heimilið ber þess merki. Á veggnum fyrir ofan okkur er til að mynda stór mynd af tignarlegri antílópu sem hlýtur að vera tekin á sléttum Afríku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár