Sýningin Heroine WOD verður opnuð í Norræna húsinu laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Heroine WOD, sem er tilbúningur sænsku listakonunnar Victoriu Cleverby, er kvenkyns útgáfa af CrossFit-æfingum sem kallast Hero WOD. Æfingarnar, sem eru undirstaða í CrossFit, eru nefndar eftir körlum sem falla í stríði. Engar æfingar eru hins vegar gerðar til að minnast þeirra kvenna sem misst hafa lífið í stríði. „Hvernig tölum við um konur í hernum og hvernig heiðrum við þær sem falla í stríði?“ eru spurningar sem listakonan spyr sig í verkinu, en markmið sýningarinnar er meðal annars að gera áhorfandann meðvitaðan um karllægni samfélagsins.
Victoria segir skemmtilegt að setja sýninguna upp á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi eitt fremsta CrossFit íþróttafólk í heimi og frábært CrossFit samfélag. „Í Norræna húsinu mun ég sýna fimm æfingar sem tileinkaðar eru kvenkyns hermönnum og eru æfingarnar …
Athugasemdir