Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjó­her­inn deil­ir mynd af bæði Þer­ney RE-001 og Kleif­a­berg RE-070 á Face­book-síðu sinni. Sam­kvæmt sjó­hern­um borg­aði HB Grandi 12 millj­ón­ir króna fyr­ir ólög­leg­ar veið­ar á ýsu. Brim þarf að borga um sex millj­ón­ir króna.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjóherinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni að íslensku togararnir Þerney og Kleifaberg hafi báðir verið stöðvaðir við ólöglegar veiðar í norskri landhelgi. Samkvæmt stöðufærslu sjóhersins hafði Þerney stundað veiðar á ýsu yfir nokkra daga en það er óheimilt.

Norska varðskipið KV Sortland hugðist því draga Þerney til Tromsø en málið var afgreitt með greiðslu sektar áður en til þess kom. Samkvæmt færslu norska sjóhersins hljóðaði sektin upp á 850 þúsund norskar krónur sem samsvarar ríflega 12 milljónum íslenskra króna. Þerney fékk í kjölfarið að halda áfram veiðum á þorski við Vestur-Finnmörk.

Facebook-færsla hersins hefur vakið töluverða athygli. Einn þeirra sem tjáir sig um málið í athugasemd er Bjørn Brevik. Hann hneykslast á því hve lág sektin sé og segir það greinilegt að það borgi sig að brjóta lögin.

Þerney er í eigu HB Granda en útgerðin hagnaðist um 6,5 milljarða króna á síðasta ári.

 

 

Norska varðskipið KV Sortland þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af Kleifabergi RE-070 en líkt og Þerney hafi togarinn stundað ólöglegar veiðar á ýsu. Íslenskir togarar mega einungis nýta ýsu sem meðafla innan norskar lögsögu. Kleifaberg er í eigu Brim. Kleifaberg fékk þó lægri sekt en Þerney, en Brim þarf að borga um sex milljónir króna í sekt, sem var greidd á staðnum. Samkvæmt stöðufærslu norska hersins komst upp um lögbrot íslensku útgerðanna við reglubundið eftirlit. Í athugasemdum við færslu sjóhersins birtast viðhorf Norðmanna í sjávarútvegi til ólöglegra veiða Íslendinga. „Þetta er hópur bandíta,“ skrifar Norðmaðurinn Stein Morten Berdal í athugasemd við stöðufærslu sjóhersins um Kleifaberg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár