Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjó­her­inn deil­ir mynd af bæði Þer­ney RE-001 og Kleif­a­berg RE-070 á Face­book-síðu sinni. Sam­kvæmt sjó­hern­um borg­aði HB Grandi 12 millj­ón­ir króna fyr­ir ólög­leg­ar veið­ar á ýsu. Brim þarf að borga um sex millj­ón­ir króna.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjóherinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni að íslensku togararnir Þerney og Kleifaberg hafi báðir verið stöðvaðir við ólöglegar veiðar í norskri landhelgi. Samkvæmt stöðufærslu sjóhersins hafði Þerney stundað veiðar á ýsu yfir nokkra daga en það er óheimilt.

Norska varðskipið KV Sortland hugðist því draga Þerney til Tromsø en málið var afgreitt með greiðslu sektar áður en til þess kom. Samkvæmt færslu norska sjóhersins hljóðaði sektin upp á 850 þúsund norskar krónur sem samsvarar ríflega 12 milljónum íslenskra króna. Þerney fékk í kjölfarið að halda áfram veiðum á þorski við Vestur-Finnmörk.

Facebook-færsla hersins hefur vakið töluverða athygli. Einn þeirra sem tjáir sig um málið í athugasemd er Bjørn Brevik. Hann hneykslast á því hve lág sektin sé og segir það greinilegt að það borgi sig að brjóta lögin.

Þerney er í eigu HB Granda en útgerðin hagnaðist um 6,5 milljarða króna á síðasta ári.

 

 

Norska varðskipið KV Sortland þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af Kleifabergi RE-070 en líkt og Þerney hafi togarinn stundað ólöglegar veiðar á ýsu. Íslenskir togarar mega einungis nýta ýsu sem meðafla innan norskar lögsögu. Kleifaberg er í eigu Brim. Kleifaberg fékk þó lægri sekt en Þerney, en Brim þarf að borga um sex milljónir króna í sekt, sem var greidd á staðnum. Samkvæmt stöðufærslu norska hersins komst upp um lögbrot íslensku útgerðanna við reglubundið eftirlit. Í athugasemdum við færslu sjóhersins birtast viðhorf Norðmanna í sjávarútvegi til ólöglegra veiða Íslendinga. „Þetta er hópur bandíta,“ skrifar Norðmaðurinn Stein Morten Berdal í athugasemd við stöðufærslu sjóhersins um Kleifaberg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár