Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjó­her­inn deil­ir mynd af bæði Þer­ney RE-001 og Kleif­a­berg RE-070 á Face­book-síðu sinni. Sam­kvæmt sjó­hern­um borg­aði HB Grandi 12 millj­ón­ir króna fyr­ir ólög­leg­ar veið­ar á ýsu. Brim þarf að borga um sex millj­ón­ir króna.

Norski sjóherinn greip íslenskar stórútgerðir við ólöglegar veiðar

Norski sjóherinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni að íslensku togararnir Þerney og Kleifaberg hafi báðir verið stöðvaðir við ólöglegar veiðar í norskri landhelgi. Samkvæmt stöðufærslu sjóhersins hafði Þerney stundað veiðar á ýsu yfir nokkra daga en það er óheimilt.

Norska varðskipið KV Sortland hugðist því draga Þerney til Tromsø en málið var afgreitt með greiðslu sektar áður en til þess kom. Samkvæmt færslu norska sjóhersins hljóðaði sektin upp á 850 þúsund norskar krónur sem samsvarar ríflega 12 milljónum íslenskra króna. Þerney fékk í kjölfarið að halda áfram veiðum á þorski við Vestur-Finnmörk.

Facebook-færsla hersins hefur vakið töluverða athygli. Einn þeirra sem tjáir sig um málið í athugasemd er Bjørn Brevik. Hann hneykslast á því hve lág sektin sé og segir það greinilegt að það borgi sig að brjóta lögin.

Þerney er í eigu HB Granda en útgerðin hagnaðist um 6,5 milljarða króna á síðasta ári.

 

 

Norska varðskipið KV Sortland þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af Kleifabergi RE-070 en líkt og Þerney hafi togarinn stundað ólöglegar veiðar á ýsu. Íslenskir togarar mega einungis nýta ýsu sem meðafla innan norskar lögsögu. Kleifaberg er í eigu Brim. Kleifaberg fékk þó lægri sekt en Þerney, en Brim þarf að borga um sex milljónir króna í sekt, sem var greidd á staðnum. Samkvæmt stöðufærslu norska hersins komst upp um lögbrot íslensku útgerðanna við reglubundið eftirlit. Í athugasemdum við færslu sjóhersins birtast viðhorf Norðmanna í sjávarútvegi til ólöglegra veiða Íslendinga. „Þetta er hópur bandíta,“ skrifar Norðmaðurinn Stein Morten Berdal í athugasemd við stöðufærslu sjóhersins um Kleifaberg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár