Leiðtogar evruríkjanna náðu samkomulagi um skuldavanda Grikklands í morgun eftir löng fundarhöld. Mun Grikkland fá 86 milljarða evra lán næstu þrjú árin en skuldbinda sig til að ráðast í miklar niðurskurðaraðgerðir, skattahækkanir og einkavæðingu.
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum á árunum 1976-1981, telur að gríðarlegur skaði sé skeður eftir samningaviðræður Grikklands og Evrópusambandsins.
„ESB, þýska stjórnin, Seðlabanki Evrópu og AGS hafa orðið sér til minnkunar -- svo mjög, finnst mér, að ýmsir þar ættu að sjá sóma sinn í að taka pokann sinn,“ skrifar hann í stöðuuppfærslu á Facebook.
Athugasemdir