Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

Grísk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Stund­ina að skulda­vandi Grikk­lands og með­ferð þess hjá Þríeyk­inu hafi varp­að ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í evru­sam­starf­inu. Joseph Stig­litz tel­ur að lífs­við­ur­væri Grikkja sé fórn­að á alt­ari fjár­mála­stofn­ana.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

„Evrópusambandið hefur fellt grímuna og afhjúpað sig sem ólýðræðislega stofnun,“ segir Markos Vogiatzoglou, grískur stjórnmála- og félagsfræðingur sem vinnur við rannsóknir hjá European University Institute, í samtali við Stundina. 

„Þrátt fyrir þær hörmulegu afleiðingar sem harkaleg aðhaldsstefna kallaði yfir íbúa Grikklands undanfarin fimm ár, þá kröfðust fulltrúar Evrópusambandsins þess að slíkri stefnu yrði áfram haldið til streitu. Samt er stefnan ekki aðeins ómannúðleg heldur hefur hún líka brugðist þegar litið er til þeirra markmiða í ríkisfjármálum sem lagt var upp með.“

Sjónarmið Vogiatzoglou eru mjög í anda þeirra sem hafa t.d. birst í skrifum Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, undanfarna daga. Hann hefur lýst framgöngu þríeykisins – „troikunnar“ sem samanstendur af Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankanum – sem „árás á lýðræðið í Grikklandi“.

Bendir hann á að sú efnahagsáætlun sem Grikkir voru látnir undirgangast fyrir fimm árum hefur reynst afar illa, dregið allan þrótt úr hagkerfinu, valdið gríðarlegu atvinnuleysi og 25 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu. Þrenningin hafi hvorki axlað ábyrgð á mistökunum né lært af þeim, enda sé þess enn krafist að Grikkland skili umtalsverðum afgangi á fjárlögum næstu árin. Þetta myndi óhjákvæmilega dýpka kreppuna í Grikklandi, þar sem atvinnuleysi er nú þegar um 25 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldavandi Grikklands

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár