Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

Grísk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Stund­ina að skulda­vandi Grikk­lands og með­ferð þess hjá Þríeyk­inu hafi varp­að ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í evru­sam­starf­inu. Joseph Stig­litz tel­ur að lífs­við­ur­væri Grikkja sé fórn­að á alt­ari fjár­mála­stofn­ana.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

„Evrópusambandið hefur fellt grímuna og afhjúpað sig sem ólýðræðislega stofnun,“ segir Markos Vogiatzoglou, grískur stjórnmála- og félagsfræðingur sem vinnur við rannsóknir hjá European University Institute, í samtali við Stundina. 

„Þrátt fyrir þær hörmulegu afleiðingar sem harkaleg aðhaldsstefna kallaði yfir íbúa Grikklands undanfarin fimm ár, þá kröfðust fulltrúar Evrópusambandsins þess að slíkri stefnu yrði áfram haldið til streitu. Samt er stefnan ekki aðeins ómannúðleg heldur hefur hún líka brugðist þegar litið er til þeirra markmiða í ríkisfjármálum sem lagt var upp með.“

Sjónarmið Vogiatzoglou eru mjög í anda þeirra sem hafa t.d. birst í skrifum Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, undanfarna daga. Hann hefur lýst framgöngu þríeykisins – „troikunnar“ sem samanstendur af Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankanum – sem „árás á lýðræðið í Grikklandi“.

Bendir hann á að sú efnahagsáætlun sem Grikkir voru látnir undirgangast fyrir fimm árum hefur reynst afar illa, dregið allan þrótt úr hagkerfinu, valdið gríðarlegu atvinnuleysi og 25 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu. Þrenningin hafi hvorki axlað ábyrgð á mistökunum né lært af þeim, enda sé þess enn krafist að Grikkland skili umtalsverðum afgangi á fjárlögum næstu árin. Þetta myndi óhjákvæmilega dýpka kreppuna í Grikklandi, þar sem atvinnuleysi er nú þegar um 25 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldavandi Grikklands

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu