Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

Grísk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Stund­ina að skulda­vandi Grikk­lands og með­ferð þess hjá Þríeyk­inu hafi varp­að ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í evru­sam­starf­inu. Joseph Stig­litz tel­ur að lífs­við­ur­væri Grikkja sé fórn­að á alt­ari fjár­mála­stofn­ana.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

„Evrópusambandið hefur fellt grímuna og afhjúpað sig sem ólýðræðislega stofnun,“ segir Markos Vogiatzoglou, grískur stjórnmála- og félagsfræðingur sem vinnur við rannsóknir hjá European University Institute, í samtali við Stundina. 

„Þrátt fyrir þær hörmulegu afleiðingar sem harkaleg aðhaldsstefna kallaði yfir íbúa Grikklands undanfarin fimm ár, þá kröfðust fulltrúar Evrópusambandsins þess að slíkri stefnu yrði áfram haldið til streitu. Samt er stefnan ekki aðeins ómannúðleg heldur hefur hún líka brugðist þegar litið er til þeirra markmiða í ríkisfjármálum sem lagt var upp með.“

Sjónarmið Vogiatzoglou eru mjög í anda þeirra sem hafa t.d. birst í skrifum Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, undanfarna daga. Hann hefur lýst framgöngu þríeykisins – „troikunnar“ sem samanstendur af Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankanum – sem „árás á lýðræðið í Grikklandi“.

Bendir hann á að sú efnahagsáætlun sem Grikkir voru látnir undirgangast fyrir fimm árum hefur reynst afar illa, dregið allan þrótt úr hagkerfinu, valdið gríðarlegu atvinnuleysi og 25 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu. Þrenningin hafi hvorki axlað ábyrgð á mistökunum né lært af þeim, enda sé þess enn krafist að Grikkland skili umtalsverðum afgangi á fjárlögum næstu árin. Þetta myndi óhjákvæmilega dýpka kreppuna í Grikklandi, þar sem atvinnuleysi er nú þegar um 25 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldavandi Grikklands

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár