Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

Grísk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Stund­ina að skulda­vandi Grikk­lands og með­ferð þess hjá Þríeyk­inu hafi varp­að ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í evru­sam­starf­inu. Joseph Stig­litz tel­ur að lífs­við­ur­væri Grikkja sé fórn­að á alt­ari fjár­mála­stofn­ana.

Segir Evrópusambandið streitast gegn lýðræði og félagslegum markmiðum

„Evrópusambandið hefur fellt grímuna og afhjúpað sig sem ólýðræðislega stofnun,“ segir Markos Vogiatzoglou, grískur stjórnmála- og félagsfræðingur sem vinnur við rannsóknir hjá European University Institute, í samtali við Stundina. 

„Þrátt fyrir þær hörmulegu afleiðingar sem harkaleg aðhaldsstefna kallaði yfir íbúa Grikklands undanfarin fimm ár, þá kröfðust fulltrúar Evrópusambandsins þess að slíkri stefnu yrði áfram haldið til streitu. Samt er stefnan ekki aðeins ómannúðleg heldur hefur hún líka brugðist þegar litið er til þeirra markmiða í ríkisfjármálum sem lagt var upp með.“

Sjónarmið Vogiatzoglou eru mjög í anda þeirra sem hafa t.d. birst í skrifum Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, undanfarna daga. Hann hefur lýst framgöngu þríeykisins – „troikunnar“ sem samanstendur af Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankanum – sem „árás á lýðræðið í Grikklandi“.

Bendir hann á að sú efnahagsáætlun sem Grikkir voru látnir undirgangast fyrir fimm árum hefur reynst afar illa, dregið allan þrótt úr hagkerfinu, valdið gríðarlegu atvinnuleysi og 25 prósenta samdrætti vergrar landsframleiðslu. Þrenningin hafi hvorki axlað ábyrgð á mistökunum né lært af þeim, enda sé þess enn krafist að Grikkland skili umtalsverðum afgangi á fjárlögum næstu árin. Þetta myndi óhjákvæmilega dýpka kreppuna í Grikklandi, þar sem atvinnuleysi er nú þegar um 25 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldavandi Grikklands

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár