Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Stjórnvöld og eftirlitsaðilar hafa leyft bönkum að okra á neytendum“

Ís­lensku bank­arn­ir munu auka tekj­ur sín­ar um 400 millj­ón­ir króna af yf­ir­drátt­ar­lán­um ein­um og sér vegna stýri­vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Neyt­enda­sam­tök­in gagn­rýna að­stöðumun al­menn­ings og banka harð­lega.

„Stjórnvöld og eftirlitsaðilar hafa leyft bönkum að okra á neytendum“
Seðlabankastjóri Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur talið sig þurfa að standa fyrir vaxtahækkunum til að tryggja að verðbólga aukist ekki eftir launahækkanir og fleira. Mynd: Pressphotoz

Bankarnir munu auka tekjur sínar af yfirdráttarlánum um 400 milljónir króna vegna nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans, samkvæmt yfirlýsingu Neytendasamtakanna. Bankarnir hafa hagnast um 370 milljarða króna frá hruni, ef frá er talinn hagnaður á líðandi ári.

„Neytendur standa varnarlausir frammi fyrir fákeppni á íslenskum bankamarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. „Fákeppnin lýsir sér í hæstu útlánsvöxtum sem þekkjast á vesturlöndum og óheyrilega miklum vaxtamun. Þá innheimta stóru bankarnir mikinn fjölda þjónustugjalda af viðskiptavinum sínum ofan á þá okurvexti sem þeir innheimta. Þessum gjöldum hefur fjölgað frá því hinir föllnu bankar voru endurreistir á nýjum kennitölum haustið 2008.“

Bankarnir hafa nú hækkað óverðtryggða yfirdráttarvexti sína um 0,5 prósent vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Stýrivaxtahækkunin er komin til vegna áhyggja af því að launahækkanir valdi verðbólgu. Verðbólgan mun aukast hratt á næstunni, samkvæmt spám Seðlabankans. Miðað við uppfærða verðbólguspá í ágúst má gera ráð fyrir að verðtryggt 30 milljóna króna húsnæðislán hækki um 1,2 milljónir króna á næsta ári, eða 50 þúsund krónur á mánuði. Sjá nánar hér

Yfirlýsingin í heild sinni: 

„Neytendasamtökin mótmæla harðlega vaxtahækkun bankanna á útlán nú um mánaðarmótin en bankarnir hækkuðu allir óverðtryggða útlánsvexti um 0,5 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans þann 19. ágúst sl. Þessi hækkun ein og sér eykur tekjur bankanna af yfirdráttarlánum til einstaklinga um ríflega 400 milljónir á ári miðað við að þessi lán nema alls um 87 milljörðum.

Neytendur standa varnarlausir frammi fyrir fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Fákeppnin lýsir sér í hæstu útlánsvöxtum sem þekkjast á vesturlöndum og óheyrilega miklum vaxtamun. Þá innheimta stóru bankarnir mikinn fjölda þjónustugjalda af viðskiptavinum sínum ofan á þá okurvexti sem þeir innheimta. Þessum gjöldum hefur fjölgað frá því hinir föllnu bankar voru endurreistir á nýjum kennitölum haustið 2008.

Stjórnvöld og eftirlitsaðilar hafa leyft bönkum að okra á neytendum og ekki gripið til eðlilegra ráðstafana til að stemma stigu við fákeppninni á bankamarkaði hér á landi. Þessu mótmæla Neytendasamtökin harðlega og krefjast úrbóta án tafar. Fullreynt er að bankarnir munu ekki að eigin frumkvæði sýna hófsemd og stillingu í gjaldtöku sinni og vaxtastigi og því ber stjórnvöldum skylda til að grípa í taumana. Neytendasamtökin telja að miðað við gríðarlegan hagnað bankanna frá því þeir voru endurreistir sé ekki ástæða til slíkra hækkana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár