Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

„Þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okk­ur,“ seg­ir nem­andi í Lista­há­skóla Ís­lands, þar sem bæði starfs­fólk og nem­ar finna fyr­ir marg­vís­leg­um ein­kenn­um veik­inda sem þeir tengja við myglu­svepp. Nem­end­ur lýsa bættri heilsu eft­ir út­skrift.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

Nemendur Listaháskóla Íslands hafa fundið fyrir veikindum í áraraðir  í húsnæði Listaháskólans á Sölvhólsgötu 13. Einkennin geta lýst sér sem þurkur í hálsi, sviði í augum, mígreni, krónískum höfuðverk og svefntruflunum. Nemendurnir fullyrða að um myglusvepp sé að ræða, en rektor hefur ekki staðfest það. Þeir segja ástandið óviðunandi og krefjast umbóta strax í herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #LHÍmygla.

Að sögn nemenda er myglan hluti af stærri húsnæðisvanda Listaháskólans þar sem húsnæðið henti ekki listnámi og þar sé ekki hjólastólaaðgengi fyrir hreyfihamlaða nemendur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir nemandi á sviðshöfundabraut segir í samtali við Stundina, „furðulegt að árið 2017 viðgengst það að aðeins ófatlaðir einstaklingar sem eru ónæmir fyrir myglusvepp geta stundað þetta nám.“

 

„Kennarinn hætti að geta kennt okkur vegna sviða í augum“

„Sjálf finn ég fyrir miklum þurk í hálsi og sviða í augum. Fjölmargir nemendur finna fyrir einkennum og hafa talað um þau í um tíu ár en aldrei er tekið á málinu. Málið er víst núna til rannsóknar en engin niðurstaða er komin svo við vitum. Án þess að vera einhver vísindamaður finnst mér ólíklegt að 100 nemendur séu allir með ímyndunarveiki. Margir kennarara vilja ekki stíga inn fyrir húsið því þeir finna fyrir strax fyrir einkennunum. Við viljum auðvitað geta lært án þess að finna fyrir slappleika og verða sljó. Við viljum að gengið sé í málið í eitt skipti fyrir öll og viljum að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn sem stendur yfir verði birtar sem fyrst,“ segir Salvör.

Í byrjun desember greindi Fréttablaðið frá því að Fasteignaumsýsla ríkissjóðs kannaði hvort myglusvepp væri að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna LHÍ, segir að von sé á niðurstöðum eftir hálfan mánuð. Í samtali við Stundina segir Ólafur að ef niðurstaðan verði að myglusvepppur sé í húsinu þurfi að grípa til aðgerða. Það væri alfarið á ábyrgð Ríkiseigna sem eiga húsið. Listaháskólinn leigir húsið af Ríkiseignum og þeir verða að sjá til þess að húsið sé í lagi.

Adolf Smári Unnarsson
Adolf Smári Unnarsson Segir nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum

 

Kennarinn hætti að geta kennt vegna sviða í augum 

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut, segir mikla reiði hafa vaknað meðal nemenda í gær. „Við vorum í tíma í inni í rýminu sem er hvað verst sett og undir lokin var kennarinn hættur að geta kennt okkur vegna sviða í augum. Það er enginn vafi á að það sé myglusveppur. Núna finn ég ekki fyrir miklum einkennum. Margir bekkjarfélagar mínir og starfsfólk skólans finnur fyrir þessu. Ég ætla ekki bara að sitja og bíða á meðan einkennin hrannast upp,“ segir Snæfríður Sól í samtali við Stundina.

Adolf Smári Unnarsson segir myglusveppinn aðeins vera hluti af stærra vandamáli. „Nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum sem eiga rætur sínar að rekja til myglusveppsins. Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta fram hjá listnámi. Ég held að okkur verði bara úthýst hérna því þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okkur,“ segir Adolf Smári

„Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta framhjá listnámi.“

„Fyrir einhverjum árum var sett upp bráðabyrgðhúsnæði fyrir listdansbrautina sem átti að vera hérna til tveggja eða þriggja ára. Þeir sem voru þá nemendur eru byrjaðir að kenna okkur og nú 12 árum síðar er þetta húsnæði enn hérna,“ segir Adolf Smári. Hann segir að fyrrum nemendur hafi varað þau við þegar þau hófu nám í Listaháskólanum og jafnframt að þau lýsi undraverðum bata þegar þau útskrifast.

Skólpleki fór í sófa

Hallveg Kristin Eiríksdóttir er í starfsnámi í Stokkhólmi og segist hafa fundið gríðarlegan mun á heilsufari sínu eftir að hún fór út fyrir rúmum mánuði síðan. „Hérna er ég að vinna nákvæmlega sömu vinnu og á Íslandi undir nákvæmlega sama álagi en hef ekki fundið fyrir neinum af þessum einkennum. Þetta er mikið líkamleg vinna og stundum erum við að setja upp sýningar í marga daga, þetta húsnæði er viðbjóður. Það er ekki bara myglan, í fyrra sprakk eitthvað rör og myndaði skólpleka. Það lak niður í eina sófann sem sviðshöfundarbraut hefur. Við stóðum bara yfir sófanum sem var rennandi blautur með einhverju svörtu vatni í,“ segir Hallveig Kristín í samtali við Stundina.

Erfitt er fyrir nemendur að bregðast við vandamálinu.

„Það er alltaf einhver að mótmæla og vekja athygli á þessu og einhver plön sett í gang. Svo gerist aldrei neitt, nemendurnir útskrifast og nýjir nemendur koma og ferlið fer aftur á byrjunarreit. Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki,“ segir Hallveig Kristín.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir Andar að sér fersku lofti í starfsnámi í Svíþjóð

„Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki.“ 

Í samtali við Stundina segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að litið sé mjög alvarlegum augum á vandamálið. „Við höfum grun um að það sé húsasótt. Listaháskólinn fór fram á rannsókn en niðurstaðan liggur ekki fyrir. Rannsóknin snýst um að fá það staðfest hvort um myglusvepp sé að ræða eða ekki. Fyrir utan grun um myglusvepp vitum við að húsnæðið er algjörlega óviðunandi of hefur verið það í 20 ár. Við höfum lagt hart að ríkinu að eiga við okkur samtal um framtíðaruppbyggingu en það hefur verið árangurslaust. Listaháskólinn er núna á fjórum stöðum í borginni og í tveim þeirra er ekki hjólastólaaðgengi. Við beittum öllum ráðum sem við kunnum til að eiga samtal við seinustu ríkisstjórn en án árangurs. Við bindum vonir um að ná áheyrn núverandi mennta- og mennignarmálaráðherra. Hvort sem það er húsasótt eða ekki hæfir þetta húsnæði ekki til listnáms,“ segir Fríða Björk. 

Snæfríður Björnsdóttir
Snæfríður Björnsdóttir Hefur haft hálsbólgu og höfuðverk nánast frá því skólaárið hófst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár