Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

„Þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okk­ur,“ seg­ir nem­andi í Lista­há­skóla Ís­lands, þar sem bæði starfs­fólk og nem­ar finna fyr­ir marg­vís­leg­um ein­kenn­um veik­inda sem þeir tengja við myglu­svepp. Nem­end­ur lýsa bættri heilsu eft­ir út­skrift.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

Nemendur Listaháskóla Íslands hafa fundið fyrir veikindum í áraraðir  í húsnæði Listaháskólans á Sölvhólsgötu 13. Einkennin geta lýst sér sem þurkur í hálsi, sviði í augum, mígreni, krónískum höfuðverk og svefntruflunum. Nemendurnir fullyrða að um myglusvepp sé að ræða, en rektor hefur ekki staðfest það. Þeir segja ástandið óviðunandi og krefjast umbóta strax í herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #LHÍmygla.

Að sögn nemenda er myglan hluti af stærri húsnæðisvanda Listaháskólans þar sem húsnæðið henti ekki listnámi og þar sé ekki hjólastólaaðgengi fyrir hreyfihamlaða nemendur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir nemandi á sviðshöfundabraut segir í samtali við Stundina, „furðulegt að árið 2017 viðgengst það að aðeins ófatlaðir einstaklingar sem eru ónæmir fyrir myglusvepp geta stundað þetta nám.“

 

„Kennarinn hætti að geta kennt okkur vegna sviða í augum“

„Sjálf finn ég fyrir miklum þurk í hálsi og sviða í augum. Fjölmargir nemendur finna fyrir einkennum og hafa talað um þau í um tíu ár en aldrei er tekið á málinu. Málið er víst núna til rannsóknar en engin niðurstaða er komin svo við vitum. Án þess að vera einhver vísindamaður finnst mér ólíklegt að 100 nemendur séu allir með ímyndunarveiki. Margir kennarara vilja ekki stíga inn fyrir húsið því þeir finna fyrir strax fyrir einkennunum. Við viljum auðvitað geta lært án þess að finna fyrir slappleika og verða sljó. Við viljum að gengið sé í málið í eitt skipti fyrir öll og viljum að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn sem stendur yfir verði birtar sem fyrst,“ segir Salvör.

Í byrjun desember greindi Fréttablaðið frá því að Fasteignaumsýsla ríkissjóðs kannaði hvort myglusvepp væri að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna LHÍ, segir að von sé á niðurstöðum eftir hálfan mánuð. Í samtali við Stundina segir Ólafur að ef niðurstaðan verði að myglusvepppur sé í húsinu þurfi að grípa til aðgerða. Það væri alfarið á ábyrgð Ríkiseigna sem eiga húsið. Listaháskólinn leigir húsið af Ríkiseignum og þeir verða að sjá til þess að húsið sé í lagi.

Adolf Smári Unnarsson
Adolf Smári Unnarsson Segir nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum

 

Kennarinn hætti að geta kennt vegna sviða í augum 

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut, segir mikla reiði hafa vaknað meðal nemenda í gær. „Við vorum í tíma í inni í rýminu sem er hvað verst sett og undir lokin var kennarinn hættur að geta kennt okkur vegna sviða í augum. Það er enginn vafi á að það sé myglusveppur. Núna finn ég ekki fyrir miklum einkennum. Margir bekkjarfélagar mínir og starfsfólk skólans finnur fyrir þessu. Ég ætla ekki bara að sitja og bíða á meðan einkennin hrannast upp,“ segir Snæfríður Sól í samtali við Stundina.

Adolf Smári Unnarsson segir myglusveppinn aðeins vera hluti af stærra vandamáli. „Nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum sem eiga rætur sínar að rekja til myglusveppsins. Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta fram hjá listnámi. Ég held að okkur verði bara úthýst hérna því þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okkur,“ segir Adolf Smári

„Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta framhjá listnámi.“

„Fyrir einhverjum árum var sett upp bráðabyrgðhúsnæði fyrir listdansbrautina sem átti að vera hérna til tveggja eða þriggja ára. Þeir sem voru þá nemendur eru byrjaðir að kenna okkur og nú 12 árum síðar er þetta húsnæði enn hérna,“ segir Adolf Smári. Hann segir að fyrrum nemendur hafi varað þau við þegar þau hófu nám í Listaháskólanum og jafnframt að þau lýsi undraverðum bata þegar þau útskrifast.

Skólpleki fór í sófa

Hallveg Kristin Eiríksdóttir er í starfsnámi í Stokkhólmi og segist hafa fundið gríðarlegan mun á heilsufari sínu eftir að hún fór út fyrir rúmum mánuði síðan. „Hérna er ég að vinna nákvæmlega sömu vinnu og á Íslandi undir nákvæmlega sama álagi en hef ekki fundið fyrir neinum af þessum einkennum. Þetta er mikið líkamleg vinna og stundum erum við að setja upp sýningar í marga daga, þetta húsnæði er viðbjóður. Það er ekki bara myglan, í fyrra sprakk eitthvað rör og myndaði skólpleka. Það lak niður í eina sófann sem sviðshöfundarbraut hefur. Við stóðum bara yfir sófanum sem var rennandi blautur með einhverju svörtu vatni í,“ segir Hallveig Kristín í samtali við Stundina.

Erfitt er fyrir nemendur að bregðast við vandamálinu.

„Það er alltaf einhver að mótmæla og vekja athygli á þessu og einhver plön sett í gang. Svo gerist aldrei neitt, nemendurnir útskrifast og nýjir nemendur koma og ferlið fer aftur á byrjunarreit. Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki,“ segir Hallveig Kristín.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir Andar að sér fersku lofti í starfsnámi í Svíþjóð

„Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki.“ 

Í samtali við Stundina segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að litið sé mjög alvarlegum augum á vandamálið. „Við höfum grun um að það sé húsasótt. Listaháskólinn fór fram á rannsókn en niðurstaðan liggur ekki fyrir. Rannsóknin snýst um að fá það staðfest hvort um myglusvepp sé að ræða eða ekki. Fyrir utan grun um myglusvepp vitum við að húsnæðið er algjörlega óviðunandi of hefur verið það í 20 ár. Við höfum lagt hart að ríkinu að eiga við okkur samtal um framtíðaruppbyggingu en það hefur verið árangurslaust. Listaháskólinn er núna á fjórum stöðum í borginni og í tveim þeirra er ekki hjólastólaaðgengi. Við beittum öllum ráðum sem við kunnum til að eiga samtal við seinustu ríkisstjórn en án árangurs. Við bindum vonir um að ná áheyrn núverandi mennta- og mennignarmálaráðherra. Hvort sem það er húsasótt eða ekki hæfir þetta húsnæði ekki til listnáms,“ segir Fríða Björk. 

Snæfríður Björnsdóttir
Snæfríður Björnsdóttir Hefur haft hálsbólgu og höfuðverk nánast frá því skólaárið hófst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár