Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neitaði að hylja brjóst sín og var vísað úr tíma

Silju Snæ­dal Páls­dótt­ur var vís­að úr tíma í MH fyr­ir að vera of fá­klædd. „Ég er með fal­leg brjóst,“ seg­ir hún í sam­tali við Stund­ina.

Neitaði að hylja brjóst sín og var vísað úr tíma
Silja Snædal Pálsdóttir

Silja Snædal Pálsdóttir, nemandi í MH, tók þátt í #FreeTheNipple deginum síðastliðinn fimmtudag og mætti berbrjósta í skólann. Henni var hins vegar vísað úr tíma fyrir að vera of fáklædd þegar hún neitaði að hylja brjóst sín. Stundin sagði frá málinu í morgun. Silja verður með framsögu á fundi um frjálsu gervörtuna á Kex Hosteli í kvöld ásamt Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur sem hóf íslensku brjóstabyltinguna, Huldu Hólmkelsdóttur talskonu Ungra vinstri grænna og Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna. 

Fékk ekki fjarvist fyrir tímann

„Ég ákvað á fimmtudaginn að mæta berbrjósta í skólann. Það tóku flestir vel í það og ég fékk margar skemmtilegar kveðjur, aðallega frá nemendum. Kennararnir voru ekki alveg vissir með þetta, en voru duglegir að spyrja spurninga. Þeir vissu fæstir hvað væri í gangi og héldu að þetta væri eitthvað persónulegt statement hjá mér. Þegar ég útskýrði þetta fyrir þeim ákváðu flestir að styðja mig í þessu og fannst þetta flott framtak,“ segir Silja í samtali við Stundina. Eins og áður sagði neitaði einn kennari hins vegar að hleypa Silju í tíma ef hún myndi ekki hylja líkama sinn. Hópur stráka tók sig þá til og mótmælti ákvörðun kennarans með því að rífa sig úr bolunum. „Mér fannst þeir mjög frakkir að gera þetta og sýna mér þennan stuðning,“ segir Silja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár