Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nær ómögulegt að staðfesta lyfjanauðganir

Um ell­efu pró­sent þeirra sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra sögð­ust hafa orð­ið fyr­ir lyfjanauðg­un. Ekk­ert til­felli lyfjanauðg­un­ar er stað­fest, sem er ástæða þess að um­deild lyf eru enn á mark­aði. Erfitt er hins veg­ar að greina lyf­in í lík­am­an­um þar sem þau brotna hratt nið­ur.

Nær ómögulegt að staðfesta lyfjanauðganir
Íhuguðu að taka lyfið af markaði Árið 2007 greindi Morgunblaðið frá því að Landlæknisembættið íhugaði að taka Flunitrazepam af markaði hér á landi. Hætt var við það vegna þess að lyfið hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hér á landi. Mynd: Shutterstock

Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu 27 einstaklingar til samtakanna á síðasta ári vegna lyfjanauðgunar, þrír karlar og 24 konur, eða 10,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta. Lyfjanauðgun hefur aldrei verið staðfest hér á landi, en einkenni þessara lyfja eru að þau hverfa mjög hratt úr líkamanum og greinast sjaldan í þvagprufu. 

Lyfin sem um ræðir eru annars vegar gamma-Hydroxybutyric-sýra og hins vegar svefnlyf sem eru fljót að brotna niður og hverfa. „Þú vilt hafa svefnlyf þannig að þau virki fljótt og séu fljót að brotna niður því þú vilt ekki að þau hafi áhrif á næsta dag,“ útskýrir Elísabet Sólbergsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Séu þessi lyf hins vegar sett út í áfenga drykki þá magnast upp áhrifin. Elísabet tekur dæmi af tveimur svefnlyfjum, Zolpidem og Zópiklón. Helmingunartími Zolpidem er ein til fjórar klukkustundir og þrjár til sex hjá Zópiklón. „Eftir nóttina áttu að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár