Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu 27 einstaklingar til samtakanna á síðasta ári vegna lyfjanauðgunar, þrír karlar og 24 konur, eða 10,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta. Lyfjanauðgun hefur aldrei verið staðfest hér á landi, en einkenni þessara lyfja eru að þau hverfa mjög hratt úr líkamanum og greinast sjaldan í þvagprufu.
Lyfin sem um ræðir eru annars vegar gamma-Hydroxybutyric-sýra og hins vegar svefnlyf sem eru fljót að brotna niður og hverfa. „Þú vilt hafa svefnlyf þannig að þau virki fljótt og séu fljót að brotna niður því þú vilt ekki að þau hafi áhrif á næsta dag,“ útskýrir Elísabet Sólbergsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.
Séu þessi lyf hins vegar sett út í áfenga drykki þá magnast upp áhrifin. Elísabet tekur dæmi af tveimur svefnlyfjum, Zolpidem og Zópiklón. Helmingunartími Zolpidem er ein til fjórar klukkustundir og þrjár til sex hjá Zópiklón. „Eftir nóttina áttu að …
Athugasemdir