Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Manndráp á Miklubraut: Oft kvartað vegna ástandsins

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri er grun­að­ur um að hafa ban­að öðr­um manni á bú­setukjarna fyr­ir geð­fatl­aða í gær­kvöld.

Manndráp á Miklubraut: Oft kvartað vegna ástandsins

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa orðið manni að bana í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í Reykjavík í gærkvöld. Lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í áðurnefndu húsi kl. 21.55, en þegar hún kom á staðinn örskömmu síðar fannst karlmaður um sextugt sem hafði orðið fyrir líkamsárás og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Lagt var hald á eggvopn, sem grunur leikur á að hafi verið notað við verknaðinn. Hinn látni bjó í húsinu og meintur gerandi sömuleiðis, en enginn annar er grunaður í málinu. Lögð verður fram krafa um gæsluvarðhald yfir hinum handtekna síðar í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins á frumstigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Stundin hefur heimildir fyrir því að oft hafi verið kvartað vegna ástandsins á heimilinu en nágrannar hafa haft áhyggjur af því að þar hafi verið mikil neysla á fíkniefnum. „Þetta er slys sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, ef það hefði verið vilji fyrir því,“ segir nágranni í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu