Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Manndráp á Miklubraut: Oft kvartað vegna ástandsins

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri er grun­að­ur um að hafa ban­að öðr­um manni á bú­setukjarna fyr­ir geð­fatl­aða í gær­kvöld.

Manndráp á Miklubraut: Oft kvartað vegna ástandsins

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa orðið manni að bana í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í Reykjavík í gærkvöld. Lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í áðurnefndu húsi kl. 21.55, en þegar hún kom á staðinn örskömmu síðar fannst karlmaður um sextugt sem hafði orðið fyrir líkamsárás og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Lagt var hald á eggvopn, sem grunur leikur á að hafi verið notað við verknaðinn. Hinn látni bjó í húsinu og meintur gerandi sömuleiðis, en enginn annar er grunaður í málinu. Lögð verður fram krafa um gæsluvarðhald yfir hinum handtekna síðar í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins á frumstigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Stundin hefur heimildir fyrir því að oft hafi verið kvartað vegna ástandsins á heimilinu en nágrannar hafa haft áhyggjur af því að þar hafi verið mikil neysla á fíkniefnum. „Þetta er slys sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, ef það hefði verið vilji fyrir því,“ segir nágranni í samtali við Stundina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár