Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel

Spreng­ing­ar í Brus­sel. Flug­vell­in­um og öll­um helstu sam­göngu­leið­um lok­að.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel
Sprengjuárás í Brussel Myndin er frá aðgerðum lögreglu og hers í Brussel í nóvember. Mynd: Shutterstock

Fjölmargar sprengingar ollu því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Tvær sprengingar áttu sér stað stuttu við innritunarfararsvæðið eftir kl. 8 í morgun en klukkutíma seinna var önnur sprenging á Maelbeek Metro stöðinni nálægt samtökum Evrópusambandsins, ESB.

Flugvellinum hefur verið lokað sem og öllum samgönguleiðum þar í kring. Árásirnar eru gerðar aðeins fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam, einn helsti flóttamaðurinn í hryðjuverkaárásunum í París, var handtekinn í Brussel. 

Belgísku yfirvöldin hafa ekki staðfest hvað olli sprengingunum, né nákvæmlega hversu margir hafa særst eða látið lífið.

Charles Michel forsætisráðherra gaf það út á Twitter í dag að eins og staðan væri núna, ætti fólk að halda sig kyrru fyrir og sýna samstöðu á þessum sorgartíma í Belgíu.

Vill að öll Evrópa taki þátt í stríði gegn hryðjuverkamönnum

Frakkar sýna stuðning
Frakkar sýna stuðning Þessari mynd eftir skopmyndateiknarann Plantu hjá Le Monde hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum í dag.

Francois Hollande, Frakklandsforseti tók það fram á blaðamannafundi í dag að Frakkland og  Holland væru núna tengd sterkum böndum vegna hörmunganna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í desember og núna í Brussel.

Forsetinn segist ætla að veita belgísku ríkisstjórnina fullan stuðning og segir að stríðið á hendur hryðjuverkamönnum ætti að vera framfylgt af allri Evrópu, með öllum nauðsynlegum aðferðum.

Hann segir frönsku ríkisstjórnina þegar hafa gert ráðstafanir til að efla öryggi á landamærum og höfnum Frakklands.

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár