Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel

Spreng­ing­ar í Brus­sel. Flug­vell­in­um og öll­um helstu sam­göngu­leið­um lok­að.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel
Sprengjuárás í Brussel Myndin er frá aðgerðum lögreglu og hers í Brussel í nóvember. Mynd: Shutterstock

Fjölmargar sprengingar ollu því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Tvær sprengingar áttu sér stað stuttu við innritunarfararsvæðið eftir kl. 8 í morgun en klukkutíma seinna var önnur sprenging á Maelbeek Metro stöðinni nálægt samtökum Evrópusambandsins, ESB.

Flugvellinum hefur verið lokað sem og öllum samgönguleiðum þar í kring. Árásirnar eru gerðar aðeins fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam, einn helsti flóttamaðurinn í hryðjuverkaárásunum í París, var handtekinn í Brussel. 

Belgísku yfirvöldin hafa ekki staðfest hvað olli sprengingunum, né nákvæmlega hversu margir hafa særst eða látið lífið.

Charles Michel forsætisráðherra gaf það út á Twitter í dag að eins og staðan væri núna, ætti fólk að halda sig kyrru fyrir og sýna samstöðu á þessum sorgartíma í Belgíu.

Vill að öll Evrópa taki þátt í stríði gegn hryðjuverkamönnum

Frakkar sýna stuðning
Frakkar sýna stuðning Þessari mynd eftir skopmyndateiknarann Plantu hjá Le Monde hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum í dag.

Francois Hollande, Frakklandsforseti tók það fram á blaðamannafundi í dag að Frakkland og  Holland væru núna tengd sterkum böndum vegna hörmunganna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í desember og núna í Brussel.

Forsetinn segist ætla að veita belgísku ríkisstjórnina fullan stuðning og segir að stríðið á hendur hryðjuverkamönnum ætti að vera framfylgt af allri Evrópu, með öllum nauðsynlegum aðferðum.

Hann segir frönsku ríkisstjórnina þegar hafa gert ráðstafanir til að efla öryggi á landamærum og höfnum Frakklands.

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár