Fjölmargar sprengingar ollu því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.
Tvær sprengingar áttu sér stað stuttu við innritunarfararsvæðið eftir kl. 8 í morgun en klukkutíma seinna var önnur sprenging á Maelbeek Metro stöðinni nálægt samtökum Evrópusambandsins, ESB.
Flugvellinum hefur verið lokað sem og öllum samgönguleiðum þar í kring. Árásirnar eru gerðar aðeins fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam, einn helsti flóttamaðurinn í hryðjuverkaárásunum í París, var handtekinn í Brussel.
Belgísku yfirvöldin hafa ekki staðfest hvað olli sprengingunum, né nákvæmlega hversu margir hafa særst eða látið lífið.
Charles Michel forsætisráðherra gaf það út á Twitter í dag að eins og staðan væri núna, ætti fólk að halda sig kyrru fyrir og sýna samstöðu á þessum sorgartíma í Belgíu.
Vill að öll Evrópa taki þátt í stríði gegn hryðjuverkamönnum
Francois Hollande, Frakklandsforseti tók það fram á blaðamannafundi í dag að Frakkland og Holland væru núna tengd sterkum böndum vegna hörmunganna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í desember og núna í Brussel.
Forsetinn segist ætla að veita belgísku ríkisstjórnina fullan stuðning og segir að stríðið á hendur hryðjuverkamönnum ætti að vera framfylgt af allri Evrópu, með öllum nauðsynlegum aðferðum.
Hann segir frönsku ríkisstjórnina þegar hafa gert ráðstafanir til að efla öryggi á landamærum og höfnum Frakklands.
Fréttin verður uppfærð.
Athugasemdir