Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel

Spreng­ing­ar í Brus­sel. Flug­vell­in­um og öll­um helstu sam­göngu­leið­um lok­að.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel
Sprengjuárás í Brussel Myndin er frá aðgerðum lögreglu og hers í Brussel í nóvember. Mynd: Shutterstock

Fjölmargar sprengingar ollu því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Tvær sprengingar áttu sér stað stuttu við innritunarfararsvæðið eftir kl. 8 í morgun en klukkutíma seinna var önnur sprenging á Maelbeek Metro stöðinni nálægt samtökum Evrópusambandsins, ESB.

Flugvellinum hefur verið lokað sem og öllum samgönguleiðum þar í kring. Árásirnar eru gerðar aðeins fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam, einn helsti flóttamaðurinn í hryðjuverkaárásunum í París, var handtekinn í Brussel. 

Belgísku yfirvöldin hafa ekki staðfest hvað olli sprengingunum, né nákvæmlega hversu margir hafa særst eða látið lífið.

Charles Michel forsætisráðherra gaf það út á Twitter í dag að eins og staðan væri núna, ætti fólk að halda sig kyrru fyrir og sýna samstöðu á þessum sorgartíma í Belgíu.

Vill að öll Evrópa taki þátt í stríði gegn hryðjuverkamönnum

Frakkar sýna stuðning
Frakkar sýna stuðning Þessari mynd eftir skopmyndateiknarann Plantu hjá Le Monde hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum í dag.

Francois Hollande, Frakklandsforseti tók það fram á blaðamannafundi í dag að Frakkland og  Holland væru núna tengd sterkum böndum vegna hörmunganna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í desember og núna í Brussel.

Forsetinn segist ætla að veita belgísku ríkisstjórnina fullan stuðning og segir að stríðið á hendur hryðjuverkamönnum ætti að vera framfylgt af allri Evrópu, með öllum nauðsynlegum aðferðum.

Hann segir frönsku ríkisstjórnina þegar hafa gert ráðstafanir til að efla öryggi á landamærum og höfnum Frakklands.

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár