Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel

Spreng­ing­ar í Brus­sel. Flug­vell­in­um og öll­um helstu sam­göngu­leið­um lok­að.

Tala látinna komin upp í 34 í Brussel
Sprengjuárás í Brussel Myndin er frá aðgerðum lögreglu og hers í Brussel í nóvember. Mynd: Shutterstock

Fjölmargar sprengingar ollu því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Tvær sprengingar áttu sér stað stuttu við innritunarfararsvæðið eftir kl. 8 í morgun en klukkutíma seinna var önnur sprenging á Maelbeek Metro stöðinni nálægt samtökum Evrópusambandsins, ESB.

Flugvellinum hefur verið lokað sem og öllum samgönguleiðum þar í kring. Árásirnar eru gerðar aðeins fjórum dögum eftir að Salah Abdeslam, einn helsti flóttamaðurinn í hryðjuverkaárásunum í París, var handtekinn í Brussel. 

Belgísku yfirvöldin hafa ekki staðfest hvað olli sprengingunum, né nákvæmlega hversu margir hafa særst eða látið lífið.

Charles Michel forsætisráðherra gaf það út á Twitter í dag að eins og staðan væri núna, ætti fólk að halda sig kyrru fyrir og sýna samstöðu á þessum sorgartíma í Belgíu.

Vill að öll Evrópa taki þátt í stríði gegn hryðjuverkamönnum

Frakkar sýna stuðning
Frakkar sýna stuðning Þessari mynd eftir skopmyndateiknarann Plantu hjá Le Monde hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum í dag.

Francois Hollande, Frakklandsforseti tók það fram á blaðamannafundi í dag að Frakkland og  Holland væru núna tengd sterkum böndum vegna hörmunganna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í desember og núna í Brussel.

Forsetinn segist ætla að veita belgísku ríkisstjórnina fullan stuðning og segir að stríðið á hendur hryðjuverkamönnum ætti að vera framfylgt af allri Evrópu, með öllum nauðsynlegum aðferðum.

Hann segir frönsku ríkisstjórnina þegar hafa gert ráðstafanir til að efla öryggi á landamærum og höfnum Frakklands.

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu