Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dularfullar aðferðir „milljarðamæringsins“ frá Böðmóðsstöðum

Daní­el Auð­uns­son sel­ur nám­skeið þar sem boð­að­ur er millj­óna­gróði á Amazon. Hann seg­ist hafa byrj­að að græða á því að gefa út bæk­ur á net­inu.

Dularfullar aðferðir „milljarðamæringsins“ frá Böðmóðsstöðum

Ótrúleg saga af Daníel Auðunssyni frá Böðmóðsstöðum á Suðurlandi, sem heldur því fram að hann hafi orðið milljarðamæringur á sölu á kínverskum vörum á vefversluninni Amazon, hefur vakið mikla athygli. Daníel heldur því auk þess fram að fyrirtæki hans selji vörur fyrir milljón dollara á mánuði. Fréttanetið fjallaði fyrst um að hann væri orðinn milljarðamæringur.

Sé leitað að bæði nafni hans eða einu af hans „sölukerfum“, eFormula Evolution, blasir við löng slóð af misjafnlega dulbúnum kynningarsíðum sem virðast til þess gerðar að sannfæra tilvonandi kúnna með fjöldaframleiddum vefsíðum með sama boðskap, leitarvélabestun þar sem eingöngu finnast vefsíður á vegum fyrirtækisins, jafnvel þótt leitað sé að neikvæðri upplifun af vörunni, og tilbúnum tíma- og aðgangstakmörkunum á vefnámskeiðum.

Síðurnar bera einkenni þess að vera vefsíðuútgáfa af ruslpósti eða spam. Má þar meðal annars nefna ýmsa augljósa gervigagnrýni á eFormula Evolution sem hefst á orðum eins og „ekki kaupa“ eða „svik“ en áður en langt er liðið er viðkomandi hvattur til að kaupa vöruna.

Meint velgengni Daníels hefur vakið athygli og hrósaði til að mynda Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, foreldrum hans á Facebook.

Ýttu hér til að auðgast hratt

Allar „greinar“ á vefsíðunni buildingabrandonline.com hefjast á orðunum „Don´t buy“ og er gagnrýni vefsíðunnar á eFormula Evolution engin undantekning. „Það sem ég hef komist að er að flest netnámskeið passa sumu fólki ekki, standa ekki fyllilega við loforð, eru endurpakkaðir gamlar vörur, eða einfaldega svikamyllur. Ég er ekki að segja að eFormula Evolution eftir Tim Godfrey, Ryan Coisson, Steve Clayton, Daniel Audunsson og Aidan Booth sé svikamylla eða passi sumum ekki, en ég vil sýna ykkur örlitið um það,“ segir í gagnrýninni sem endar þó á að hvetja lesanda til að kaupa þetta einfald kerfi sem geti hjálpað manni að verða ríkur fljótt.

Önnur vefsíða að nafni scamwatchdog.org gefur sig út fyrir að vera síða sem gerir upp ýmsar svikamyllur. Raunin er þó hið gagnstæða. Í umfjöllun síðunnar um eFormula Evolution er því haldið fram að hver sem er geti lært kerfið og farið að græða ríflega fimm milljónir króna á mánuði.

Við störf
Við störf Daníel rekur fyrirtækið sitt í Filippseyjum.

Boðið upp á biðlista

Þrátt fyrir mikla leit er þó hvergi sjáanleg nokkur vara sem Daníel eða fyrirtæki hans selur fyrir utan nýja og nýja útgáfu af netnámskeiðum sem eiga að kenna hvernig hægt sé að verða ríkur skjótt með því að selja vörur á Amazon. Á heimasíðu sinni segist hafa þróað eFormula Evolution um nokkurt skeið. Sé hins vegar farið inn á þá síðu sem Daníel deilir á heimasíðu sinni kemur fram að eFormula Evolution námskeiðinu sé nú lokið. Þó er enn mögulegt að skrá tölvupóst sinn hjá Daníel og félögum. Sé smáa letrið skoðað á flest öllum þessum vefsíðum kemur fram að fyrirtæki Daníels sé ekki ábyrgt fyrir því ef kerfið virki ekki. „Allar yfirlýsingar um gróða eða tekjur eru ágiskun á hvað við teljum að þú getir grætt,“ segir á einum stað.

Á heimasíðu sinni segir Daníel enn fremur að hann eigi í heildina fimmtán vörumerki og að hann haldi úti skrifstofum bæði í Kína og Fillipseyjum. Samtals starfi nærri 50 manns hjá honum. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmenn Daníels segja frá skrifstofulífinu. 

Ávallt vísað á lokaðar dyr

Daníel og félagar virðast einnig halda úti vefsíðu sem heitir www.eformulaevolutionreviews.com sem í fljótu bragði virðist vera gagnrýni á kerfið. Eftir aðeins örfáar sekúndur breytist vefsíðan í sölusíðu fyrir það sama kerfi. „Skoðaðu Amazon fyrirtæki Ryan og Daníels sem veltir 5 milljón dollar á ári,“ segir á borðanum sem kemur upp. Ýtti viðkomandi á hnappinn er manni vísað á fyrrnefndar lokaðar dyr þar sem sagt er að maður hafi rétt misst af námskeiðinu.

Segist af hafa grætt á „e-bókum“

Í gær var Daníel í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og lýsti hann þar leið sinni að velgegni.

Daníel: „Ég fór að fikta við, mig langaði að búa til einhverskonar business þar sem ég gæti verið frjáls til að ferðast um heiminn. Ég fann út að maður gæti selt vörur, allskonar hluti, á internetinu. Svo fann ég námskeið um að selja vörur á Amazon. Mér fannst það meika mikið sense því ég hef keypt vörur af Amazon. Ég átti engan pening þannig að ég gat ekki keypt vörur og selt á Amazon, þó að maður þurfi ekki að vera með mikinn pening. Ég byrjaði á því að gefa út svona litlar e-bækur fyrir Kindle á Amazon. Ég lærði á síðuna með að selja þessar litlu bækur.“

Frosti: „Byrjaðirðu að gefa út þínar eigin bækur?“  

„Byrjaðirðu að gefa út þínar eigin bækur?“

Daníel: „Ég keypti svona stuttar e-bækur af fólki út um allan heim, sem ég borgaði kannski fimm til tíu þúsund kall til að skrifa svona litla bók um einhvern heilsudiet og svoleiðis. Svo gaf ég þær út á Kindle og markaðseti á Amazon. Þær seldi og ég byrjaði að græða.“

„Amazing sell machine“
„Amazing sell machine“ Daníel á sviði ásamt viðskiptafélögum sínum að kynna „ótrúlegu sölumaskínuna“, eitt af námskeiðum hans.

Fyrsta vörumerkið fæðubótavara

Daníel segir í viðtalinu að þessi bókaútgáfa hafa aðeins varað í stuttan tíma. Gróðinn hafi hafist fyrir alvöru þegar hann fór að selja „alvöru vöru“. „Ég byrjaði að selja heilsutengda vöru, fitness og fæðubótavöru og svoleiðis. Það er fyrsta vörumerkið sem ég bjó til. Það er lykillinn að þessu. Það eru allskonar tricks, en það eru allskonar vörur á Amazon, fræg vörumerki. En þú getur „basically“ auðveldlega búið til þitt eigið vörumerki. Þú þarft bara að kaupa vörur frá framleiðanda og setja eigin pakkningu utan um og þá ertu kominn með eigið vörumerki,“ sagði Daníel.

„Já, hagnaðurinn er milljarðar, eða milljarður.“

Í  sama viðtali er Daníel spurður hvort auður sinn sé í dag metinn á milljarð líkt og oft hefur komið fram. „Já, hagnaðurinn er milljarðar, eða milljarður. Já, það er alveg hægt að segja það, þó ég myndi ekki kalla mig það alveg eins og er, en maður getur sagt það kannski,“ svarar Daníel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár