Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dularfullar aðferðir „milljarðamæringsins“ frá Böðmóðsstöðum

Daní­el Auð­uns­son sel­ur nám­skeið þar sem boð­að­ur er millj­óna­gróði á Amazon. Hann seg­ist hafa byrj­að að græða á því að gefa út bæk­ur á net­inu.

Dularfullar aðferðir „milljarðamæringsins“ frá Böðmóðsstöðum

Ótrúleg saga af Daníel Auðunssyni frá Böðmóðsstöðum á Suðurlandi, sem heldur því fram að hann hafi orðið milljarðamæringur á sölu á kínverskum vörum á vefversluninni Amazon, hefur vakið mikla athygli. Daníel heldur því auk þess fram að fyrirtæki hans selji vörur fyrir milljón dollara á mánuði. Fréttanetið fjallaði fyrst um að hann væri orðinn milljarðamæringur.

Sé leitað að bæði nafni hans eða einu af hans „sölukerfum“, eFormula Evolution, blasir við löng slóð af misjafnlega dulbúnum kynningarsíðum sem virðast til þess gerðar að sannfæra tilvonandi kúnna með fjöldaframleiddum vefsíðum með sama boðskap, leitarvélabestun þar sem eingöngu finnast vefsíður á vegum fyrirtækisins, jafnvel þótt leitað sé að neikvæðri upplifun af vörunni, og tilbúnum tíma- og aðgangstakmörkunum á vefnámskeiðum.

Síðurnar bera einkenni þess að vera vefsíðuútgáfa af ruslpósti eða spam. Má þar meðal annars nefna ýmsa augljósa gervigagnrýni á eFormula Evolution sem hefst á orðum eins og „ekki kaupa“ eða „svik“ en áður en langt er liðið er viðkomandi hvattur til að kaupa vöruna.

Meint velgengni Daníels hefur vakið athygli og hrósaði til að mynda Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, foreldrum hans á Facebook.

Ýttu hér til að auðgast hratt

Allar „greinar“ á vefsíðunni buildingabrandonline.com hefjast á orðunum „Don´t buy“ og er gagnrýni vefsíðunnar á eFormula Evolution engin undantekning. „Það sem ég hef komist að er að flest netnámskeið passa sumu fólki ekki, standa ekki fyllilega við loforð, eru endurpakkaðir gamlar vörur, eða einfaldega svikamyllur. Ég er ekki að segja að eFormula Evolution eftir Tim Godfrey, Ryan Coisson, Steve Clayton, Daniel Audunsson og Aidan Booth sé svikamylla eða passi sumum ekki, en ég vil sýna ykkur örlitið um það,“ segir í gagnrýninni sem endar þó á að hvetja lesanda til að kaupa þetta einfald kerfi sem geti hjálpað manni að verða ríkur fljótt.

Önnur vefsíða að nafni scamwatchdog.org gefur sig út fyrir að vera síða sem gerir upp ýmsar svikamyllur. Raunin er þó hið gagnstæða. Í umfjöllun síðunnar um eFormula Evolution er því haldið fram að hver sem er geti lært kerfið og farið að græða ríflega fimm milljónir króna á mánuði.

Við störf
Við störf Daníel rekur fyrirtækið sitt í Filippseyjum.

Boðið upp á biðlista

Þrátt fyrir mikla leit er þó hvergi sjáanleg nokkur vara sem Daníel eða fyrirtæki hans selur fyrir utan nýja og nýja útgáfu af netnámskeiðum sem eiga að kenna hvernig hægt sé að verða ríkur skjótt með því að selja vörur á Amazon. Á heimasíðu sinni segist hafa þróað eFormula Evolution um nokkurt skeið. Sé hins vegar farið inn á þá síðu sem Daníel deilir á heimasíðu sinni kemur fram að eFormula Evolution námskeiðinu sé nú lokið. Þó er enn mögulegt að skrá tölvupóst sinn hjá Daníel og félögum. Sé smáa letrið skoðað á flest öllum þessum vefsíðum kemur fram að fyrirtæki Daníels sé ekki ábyrgt fyrir því ef kerfið virki ekki. „Allar yfirlýsingar um gróða eða tekjur eru ágiskun á hvað við teljum að þú getir grætt,“ segir á einum stað.

Á heimasíðu sinni segir Daníel enn fremur að hann eigi í heildina fimmtán vörumerki og að hann haldi úti skrifstofum bæði í Kína og Fillipseyjum. Samtals starfi nærri 50 manns hjá honum. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmenn Daníels segja frá skrifstofulífinu. 

Ávallt vísað á lokaðar dyr

Daníel og félagar virðast einnig halda úti vefsíðu sem heitir www.eformulaevolutionreviews.com sem í fljótu bragði virðist vera gagnrýni á kerfið. Eftir aðeins örfáar sekúndur breytist vefsíðan í sölusíðu fyrir það sama kerfi. „Skoðaðu Amazon fyrirtæki Ryan og Daníels sem veltir 5 milljón dollar á ári,“ segir á borðanum sem kemur upp. Ýtti viðkomandi á hnappinn er manni vísað á fyrrnefndar lokaðar dyr þar sem sagt er að maður hafi rétt misst af námskeiðinu.

Segist af hafa grætt á „e-bókum“

Í gær var Daníel í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og lýsti hann þar leið sinni að velgegni.

Daníel: „Ég fór að fikta við, mig langaði að búa til einhverskonar business þar sem ég gæti verið frjáls til að ferðast um heiminn. Ég fann út að maður gæti selt vörur, allskonar hluti, á internetinu. Svo fann ég námskeið um að selja vörur á Amazon. Mér fannst það meika mikið sense því ég hef keypt vörur af Amazon. Ég átti engan pening þannig að ég gat ekki keypt vörur og selt á Amazon, þó að maður þurfi ekki að vera með mikinn pening. Ég byrjaði á því að gefa út svona litlar e-bækur fyrir Kindle á Amazon. Ég lærði á síðuna með að selja þessar litlu bækur.“

Frosti: „Byrjaðirðu að gefa út þínar eigin bækur?“  

„Byrjaðirðu að gefa út þínar eigin bækur?“

Daníel: „Ég keypti svona stuttar e-bækur af fólki út um allan heim, sem ég borgaði kannski fimm til tíu þúsund kall til að skrifa svona litla bók um einhvern heilsudiet og svoleiðis. Svo gaf ég þær út á Kindle og markaðseti á Amazon. Þær seldi og ég byrjaði að græða.“

„Amazing sell machine“
„Amazing sell machine“ Daníel á sviði ásamt viðskiptafélögum sínum að kynna „ótrúlegu sölumaskínuna“, eitt af námskeiðum hans.

Fyrsta vörumerkið fæðubótavara

Daníel segir í viðtalinu að þessi bókaútgáfa hafa aðeins varað í stuttan tíma. Gróðinn hafi hafist fyrir alvöru þegar hann fór að selja „alvöru vöru“. „Ég byrjaði að selja heilsutengda vöru, fitness og fæðubótavöru og svoleiðis. Það er fyrsta vörumerkið sem ég bjó til. Það er lykillinn að þessu. Það eru allskonar tricks, en það eru allskonar vörur á Amazon, fræg vörumerki. En þú getur „basically“ auðveldlega búið til þitt eigið vörumerki. Þú þarft bara að kaupa vörur frá framleiðanda og setja eigin pakkningu utan um og þá ertu kominn með eigið vörumerki,“ sagði Daníel.

„Já, hagnaðurinn er milljarðar, eða milljarður.“

Í  sama viðtali er Daníel spurður hvort auður sinn sé í dag metinn á milljarð líkt og oft hefur komið fram. „Já, hagnaðurinn er milljarðar, eða milljarður. Já, það er alveg hægt að segja það, þó ég myndi ekki kalla mig það alveg eins og er, en maður getur sagt það kannski,“ svarar Daníel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár